13.2.2014 | 170. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 170. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

170. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 13. febrúar 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401093 – Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

70. fundur haldinn 5. febrúar

 

-liður 1, 1402001, tækjakaup fyrir umhverfisdeild. Bæjarráð leggur til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð ein milljón króna vegna tækjakaupa.

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1402020 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga

 

165. fundur haldinn 28. janúar

 

Lagt fram.

 

   

3.

1402040 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

812. fundur haldinn 31. janúar

 

Lagt fram.

 

   

4.

1402007 – Fundargerðir stjórnar SASS

 

476. fundur haldinn 31. janúar

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1401023 – Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar

 

Haukur Hauksson, Jón Baldvin Pálsson og Ægir Sævarsson, fulltrúar ISAVIA, komu inn á fundinn.

 

   

6.

1304275 – Breyting á leyfishafa Garun apartments Heiðmörk 1a, Selfossi

 

Bæjarráð vekur athygli á því að samkvæmt umsókninni er um breytta starfsemi að ræða frá fyrri umsókn. Bæjarráð telur því eðlilegt að Sýslumaðurinn á Selfossi óski umsagna í samræmi við lög nr. 85/2007.

 

   

7.

1402042 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – B14 heimagisting að Birkivöllum 14

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

8.

1106016 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss

 

Lagt var fram minnisblað bæjarlögmanns. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að skrifa undir óskuldbindandi viljayfirlýsingu við JÁverk ehf um samstarf um gerð viðbyggingar við Sundhöll Selfoss og breytingar á húsnæðinu.

 

   

9.

1402072 – Lóðaumsókn – húsið Ingólfur að Eyravegi 1

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

10.

1210146 – Styrkveiting Minjastofnunar vegna hússins Ingólfs

 

Bæjarráð þakkar styrkveitinguna.

 

   

11.

1402077 – Samkomulag um afnot af „gömlu“ smíðastofunni á Stokkseyri

 

Bæjarráð samþykkir að Ungmennafélag Stokkseyrar fái afnot af Eyrarbraut 57, Stokkseyri, þar sem smíðastofa grunnskólans er nú til húsa. Á næstunni mun smíðastofan flytja í nýtt húsnæði nær skólanum,

eða að Eyrarbraut 25. Ungmennafélagið hefur áhuga á að flytja starfsemi lyftingadeildarinnar úr gamla skólahúsnæðinu í húsnæðið að Eyrarbraut 57, þar sem rýmið í skólanum er heldur lítið fyrir starfsemina og

einnig eru takmarkanir á því hvenær dagsins heimilt er að nýta þá aðstöðu. Með þessu væri aðstaða til íþróttaiðkunar við ströndina bætt nokkuð.

Gerður verði samningur við ungmennafélagið um afnotin og viðhald húsnæðisins, en þörf er á að mála það bæði að utan og innan.  

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir