27.2.2014 | 172. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 172. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

172. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar

1.

1402122 – Fundargerð hverfisráðs Selfoss

 

16. fundur 11.02.2014

 

-liður 2, snjómokstur og hálkuvarnir, bæjarráð leggur til við framkvæmda- og veitusvið að íbúar geti haft aðgang að sandi til hálkuvarna á gámasvæði sveitarfélagsins á opnunartíma þess.

-liður 3, staða mála gagnvart Gatnamótum ehf, bæjarráð ítrekar fyrri bókun sem endurspeglar raunverulega stöðu málsins.

-liður 4, þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma, bæjarráð tekur undir með hverfaráði um þörf á fjölgun hjúkrunarrýma.

-liður 5, gatnamótin við sýslumannstúnið, bæjarráð þakkar ábendinguna.

-liður 7,hraðahindranir, bæjarráð felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.

 

   

Almenn afgreiðslumál

2.

1305094 – Erindi Félags eldri borgara á Selfossi varðandi viðbyggingu við Grænumörk 5

 

Bæjarráð samþykkir að fá arkitekt hússins að Grænumörk 5 til fundar ásamt fulltrúum stjórnar Félags eldri borgara.

 

   

3.

1304134 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – Garun apartments, Heiðmörk 1a, Selfossi

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

4.

1402203 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – veitingastaðurinn KFC Selfossi

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

5.

1402201 – Styrkbeiðni – Þórsþing í minningu Þórs Vigfússonar

 

Bæjarráð samþykkir að veita 75.000 kr. styrk til verkefnisins.

 

   

6.

1206085 – Umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28, athugasemdir Valdimars Árnasonar við umferðarskipulag

 

Lagt fram.

 

   

7.

1402185 – Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn – frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

 

Lagt fram.

 

   

8.

1402106 – Könnun SASS um húsnæðismál á Suðurlandi

 

Framkvæmdastjóra er falið að taka saman svör og senda.

 

   

9.

1402217 – Beiðni stjórnar Taums, hagsmunafélags hundaeigenda í Árborg og nágrenni um afslætti af hundaleyfisgjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega og þeirra sem sótt hafa námskeið

 

Erindið var lagt fram.

 

   

10.

1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi

   
 

Farið var yfir stöðu mála.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00. 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir