7.12.2018 | 18. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 18. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


18. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 6. desember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista 
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi 
1.   1806198 – Starfshópur – ný heimasíða og innri síða
  Kristinn Grétar Harðarson kemur inn á fundinn.
     
2.   1811223 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur, rétt námsmanna og fatlaðs fólks
2-1811223
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks) mál 140.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.
     
3.   1812008 – Drög – reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga
3-1812008
  Drög frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 28. nóvember, að reglugerð um stefnumótandi áætlunríkisins um málefni sveitarfélaga.
  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1811237 – Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028
4-1811237
  Erindi frá Landsneti, dags. 27. nóvember, um verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar fyrir 2019-2028.
Landsnet kynnir verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar.
  Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá framkvæmda- og veitustjórn.
     
5.   1808120 – Samningur um frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg
5-1808120
  Erindi menningar- og frístundafulltrúa, dags. 3. desember, þar sem óskað er eftir heilmild til að framlengja samning við Guðmund Tyrfingsson um frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg út skólaárið [31. maí 2019].
Gert er ráð fyrir kostnaði við þetta, sem nemur 5 m.kr., í tillögu að fjárhagsáætlun 2019.
  Bæjarráð samþykkir að framlengja samning við Guðmund Tyrfingsson um frístundaakstur út skólaárið, til 31. maí 2019. Kostnaði vísað í fjárhagsáætlun 2019.
     
6.   1812013 – Styrkbeiðni – neytendastarf 2019
6-1812013
  Beiðni frá Neytendasamtökunum um styrkveitingu vegna ársins 2019. Óskað er eftir 5 kr. á hvern íbúa.
  Bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1806176 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018 – ný nefnd
  5. fundur haldinn 27. nóvember
     
8.   1802026 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
8-1802026
  190. fundur haldinn 26. nóvember
     
9.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
9-1802059
  Aðalfundur haldinn 18. október
     
10.   1806104 – Fundargerð ársþings SASS 2018
10-1806104
  Fundargerð aðalfundar SASS haldinn 18. og 19. október
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:15

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson