25.8.2011 | 18. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 18. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

18. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 24. ágúst 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista,


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Forseti bæjarstjórnar leitaði afbrigða að taka á dagskrá málefni Litla-Hrauns og ákvörðun um byggingu fangelsis á Hólmsheiði.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til kynningar


1. a)  52. fundur bæjarráðs ( 1006055 )  frá  9. júní 2011


2. a)  1006056 
      Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá   6. júní 2011
 b)  1007095
      Fundargerð fræðslunefndar  frá  15. júní 2011 
 c)  53. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá          23. júní 2011


3. a) 1101087
      Fundargerð félagsmálanefndar  frá 14. júní 2011
 b) 1101086
      Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá  15. júní 2011
 c) 54. fundur bæjarráðs (1006055)  frá     7. júlí 20114. a) 1007076
  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá  30. júní 2011
 b) 55. fundur bæjarráðs ( 1006055 )  frá  21. júlí 2011


5. a) 1007076
  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá   28. júlí 2011
 b) 56. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá  4. ágúst 2011


-liður 1a)  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 4, málsnúmer 1106002 – Tillaga um verðkönnun á endurskoðunarþjónustu.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 1a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 9, málsnúmer 1105207 – Þriggja mánaða uppgjör 2011.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 1a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 8, málsnúmer 1106018 – Starfshópur vegna skipulags Miðjusvæðis.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 2c) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 13, málsnúmer 1106094 – Tillaga um afslátt af gatnagerðargjöldum.


-liður 2a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 3, málsnúmer 1106038 – Gjald vegna orkunotkunar við sæbjúgnaeldi.
Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.


-liður 3b) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 1, málsnúmer 1106040 – Útboðsskilmálar í verklegum framkvæmdum.


-liður 3a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105156 – Staða á fjárhagsaðstoð 2011 – átaksverkefni.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.


-liður 3c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 21, málsnúmer 1106090 – Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa S-lista um kostnað við aðkeypta lögfræðiþjónustu.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 3c) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 25, málsnúmer 1107008 – Drög að kaupsamningi milli Árborgar og Björgunarfélags Árborgar um hluta Björgunarmiðstöðvar.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 3c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 22, málsnúmer 1101190 – Tillaga starfshóps um framtíðarskipan sorpmála, fundargerðir frá 27.04.2011 og 21.06.2011.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


-liður 3c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 27, málsnúmer 1006066 – Þverfaglega vinna fagnefnda vegna hugmynda um Selfossvirkjun.


-liður 3c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 24, málsnúmer 1101022 – Tillaga um stofnun félags um útleigu og rekstur Sandvíkurskóla.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.


-liður 5b) Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 5, málsnúmer 1105249 – Samningur milli SASS og Vegagerðarinnar um að sveitarfélögin taki að sér að skipuleggja og reka almenningssamgöngur á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins frá og með næstu áramótum.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


II.  Lántökur 2011, lán að fjárhæð kr. 140 mkr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga


Ari Björn Thorarensen, D-lista, fylgdi málinu úr hlaði.


Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 140.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á seinni hluta árs 2011, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.


Lántökur 2011, lán að fjárhæð kr. 140 m.kr borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


III.  Beiðni Ragnheiðar Hergeirsdóttur um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi


Beiðni Ragnheiðar Hergeirsdóttur um lausn frá störfum borið undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Árborgar þakkar Ragnheiði Hergeirsdóttur fyrir störf hennar í þágu Sveitarfélagsins Árborgar á liðnum árum.


IV.  Málefni Litla-Hrauns og ákvörðun um byggingu fangelsis á Hólmsheiði


Ari Björn Thorarensen, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Bæjarstjórn Árborgar harmar ákvörðun um staðsetningu nýs fangelsis án samráðs eins og lofað hafði verið. Eftir langa bið hefur ríkisstjórnin ákveðið að byggja upp gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi á Hólmsheiði. Þrátt fyrir aðra hagkvæma valkosti hefur verið ákveðið að byggja á Hólmsheiði. Þetta er ákveðið þótt ekki liggi fyrir hvernig fjármögnun verður háttað eða mat á öðrum valkostum. Bæjarstjórn Árborgar minnir á fyrirheit um samráð um byggingu nýs fangelsis og telur að ekki hafi verið skoðað til hlítar hverjir kostir þess eru að halda áfram uppbyggingu á Litla-Hrauni. Öllum er ljóst að auka þarf fangelsisrými og á Litla-Hrauni eru innviðir traustir auk þess sem sveitarfélagið hefur ítrekað boðist til að greiða götu verkefnisins með afslætti af gjöldum. Þá er ljóst að verulegur frumkostnaður er af því að byggja upp á Hólmsheiði og því alls óvíst að hér sé farin sú leið sem er þjóðhagslega hagkvæmust. Þá eru vegalengdir innan höfuðborgarsvæðisins miklar og geta útgjöld vegna aksturs því orðið nálægt ætluðum aksturskostnaði milli Eyrarbakka og Reykjavíkur. Mikilvægt er að uppbygging verði áfram áformuð á Litla-Hrauni enda er þar um að ræða kjölfestustofnun í fangelsismálum á Íslandi. Bæjarstjórn óskar eftir góðu samstarfi við stjórnvöld um þetta brýna mál og hvetur íbúa til að taka þátt í umræðu um framtíð Litla-Hrauns. Ekki er of seint að forgangsraða á nýjan leik enda hefur ekki verið gengið frá fjármögnun eða fjárveitingu vegna verkefnisins. Litla-Hraun er enn góður kostur og sveitarfélagið er hér eftir sem hingað til  tilbúið að styðja við uppbyggingu þess með öllum tiltækum ráðum. Bæjarstjórn mun standa að opnum fundi um þetta mál fimmtudaginn 1. september og verður hann haldinn á Rauða Húsinu á Eyrarbakka klukkan 20: 00. Þingmönnum kjördæmisins og innanríkisráðherra hefur verið boðið.
Innanríkisráðherra hefur þekkst boðið.”


Bókun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða


Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15


Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
 
________________________ ________________________
Þórdís Eygló Sigurðardóttir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri


________________________
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari