18.1.2019 | 18. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 18. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

18. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 9. janúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:                       

Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jakob Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1901031 – Bygging leikskóla við Engjaland 21
  Vegna fjölgunar leikskólabarna í Árborg er lagt til að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla í Dísarstaðalandi en þegar hefur verið gerður samningur um lóð fyrir skólann.

Faghópur hefur verið stofnaður af fræðslunefnd vegna framkvæmdarinnar.

Tómas Ellert Tómasson, Sveinn Ægir Birgisson og Jón Tryggvi Guðmundsson munu vinna með faghópi fræðslusviðs að byggingu nýs leikskóla í Dísarstaðalandi.

     
2. 1901033 – Markmið um ljósvist utanhússlýsingar á vegum Árborgar
  Stjórnin samþykkir framlögð markmið um utanhússlýsingu á vegum Árborgar.
Framkvæmda- og veitustjóra falið að kanna kostnað og endurgreiðslutíma við að LED-væða gatnalýsingu í Árborg.
     
3. 1809135 – Tillaga UNGSÁ um lýsingu göngustíga í sveitarfélaginu
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna tillögu að bættri lýsingu við Stórahól.
Uppsetningu á göngustígalýsingu neðan við Arnberg er lokið.
     
4. 1809141 – Tillaga UNGSÁ um rafhleðslustöðvar
  Stjórnin mun við ákvarðanir um verklegar framkvæmdir gera ráð fyrir innviðum fyrir hleðslu rafbíla.
     
5. 1809144 – Tillaga UNGSÁ um íþróttavöllinn
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að meta útfærslur og kostnað við lýsingu frjálsíþróttavallar.
Salernisaðstaða er til staðar í stúku og verður einnig í suðurenda fyrirhugaðs fjölnota íþróttahúss.
     
6. 1809146 – Tillaga UNGSÁ um uppsetningu á vatnshönum í sveitarfélaginu
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að kanna kostnað við uppsetningu vatnshana.
Stjórnin óskar eftir umsögn og tillögum um staðsetningu vatnshana frá íþrótta-og menningarnefnd.
     
7. 1812165 – Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
  Stjórnin tilnefnir Sigurð Þór Haraldsson deildarstjóra vatns- og hitaveitu, sem fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðisnefnd og Eggert Val Guðmundsson sem fulltrúa framkvæmda- og veitustjórnar.
     
Erindi til kynningar
8. 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
  Fulltrúar frá Alark og Verkís kynntu tillögur vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja við Engjaveg. Farið var yfir framkvæmda- og kostnaðaráætlanir fyrir 1.áfanga byggingar fjölnota íþróttahúss.

Lagt er til að kynning á verkefninu verði tekin sérstaklega fyrir í bæjarstjórn. Óskað er eftir upplýsingum um árlegan rekstrar- og viðhaldskostnað (líftímakostnaðargreining) sem kom fram í máli hönnuða.

     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00

 

Tómas Ellert Tómasson     Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson     Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir     Jakob Ingvarsson
Jón Tryggvi Guðmundsson