22.5.2014 | 183. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 183. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

 

183. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 22. maí 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingu á varamanni í undirkjörstjórn 3, Selfossi, leiðréttingu á kjörskrá og styrk í áheitagöngu ömmu Guðnýjar og Vilhelms Þórs. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 

Dagskrá: 

 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401093 – Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

77. fundur haldinn 13. maí

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1401095 – Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 

18. fundur haldinn 14. maí

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1405103 – Fundargerðir Landskerfis bókasafna hf. 2014

 

Aðalfundur haldinn 13. maí

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1402007 – Fundargerð stjórnar SASS

 

479. fundur haldinn 13. maí

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1305094 – Viðbygging við Grænumörk 5, þarfagreining starfshóps

 

Lögð var fram þarfagreining sem unnin var af starfshópi á vegum sveitarfélagsins. Bæjarráð þakkar fyrir þessa vinnu og óskar eftir upplýsingum um fermetrafjölda á öllu nýtanlegu rými miðað við þarfagreininguna.

 

   

6.

1302008 – Samningsdrög v/ Landsnets um göngu- og hjólastíg

 

Bæjarráð óskar eftir að fá frá Landsneti nákvæmari útlistun á framkvæmd stígsins og umfangi.

 

   

7.

1405251 – Athugasemd frá íbúum að Hlaðavöllum 8- rekstur gistiheimilis að Skólavöllum 7

 

Ekki hefur verið veitt leyfi fyrir gistiheimili en bæjarráði hefur nú borist beiðni um umsögn um umsókn um leyfi fyrir heimagistingu, sjá næsta lið í fundargerðinni.

 

   

8.

1405269 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi – Skólavellir 7

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

9.

1405178 – Beiðni Ragnars Sigurjónssonar um leyfi fyrir dúfnakofa að Víkurheiði

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá samningi við umsækjanda.

 

   

10.

1405265 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi – gististaður í Jaðar 4

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

11.

1405250 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – gististaður að Ólafsvöllum 4

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

12.

1405255 – Beiðni fjárlaganefndar Alþingis um umsögn – frumvarp til laga um opinber fjármál

 

Lagt fram.

 

 

  

13.

1405279 – Hamingjuóskir – Taekwondo

 

Bæjarráð óskar Daníel Jens Péturssyni og Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur til hamingju með Norðurlandameistaratitla í taekwondo.

 

   

14.

1405278 – Flugsafn við Selfossflugvöll

 

Viljayfirlýsing um flugsafn við Selfossflugvöll lögð fram til kynningar.

 

   

15.

1405281 – Viðbótarsumarstörf fyrir 18 – 20 ára ungmenni

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði viðbótarfjárveiting vegna viðbótarstarfa fyrir 18-20 ára ungmenni sumarið 2014 að fjárhæð 3,8 mkr.

 

   

16.

1405284 – Styrkbeiðni – sumarferð Selsins

 

Bæjarráð samþykkir 150.000 kr. styrk til Selsins, tómstunda- og fræðsluklúbbs fatlaðra, eða sem svarar kostnaði við einn fararstjóra.

 

   

17.

1405292 – Staðfesting á kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga 2014

 

Bæjarráð staðfestir kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga og felur framkvæmdastjóra að undirrita hana.

 

   

18.

1404386 – Breyting á varamanni í undirkjörstjórn 3, Selfossi

 

Lagt er til að Anna Ingadóttir taki sæti sem varamaður í undirkjörstjórn 3 á Selfossi í stað Grétars Páls Gunnarssonar. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

   

19.

1405292 – Leiðrétting á kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga 2014

 

Bæjarráð samþykkir að fella nafn Önnu Steinunnar Þrastardóttur Briem af kjörskrá í Árborg í samræmi við erindi þjóðskrár um leiðréttingu.

 

   

20.

1403380 – Fundartími bæjarráðs 2014

 

Bæjarráð samþykkir að fundur þess í næstu viku verði föstudaginn 30. maí

 

   

21.

1405355 – Áheitaganga ömmu Guðnýjar og Vilhelms Þórs

 

Bæjarráð samþykkir 150.000 kr. framlag í áheitagöngu ömmu Guðnýjar og Vilhelms Þórs sem lauk í gær.

 

   

Erindi til kynningar

22.

1405258 – Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands hf. 2014

 

Bæjarráð felur Söndru Dís Hafþórsdóttur að sækja fundinn.

 

   

23.

1405261 – Ársskýrsla 2013 – Byggðasafn Árnesinga

 

Lagt fram.

 

   

24.

0611106 – Viðbygging við verknámshúsið Hamar

 

Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins fór yfir stöðu mála og lögð var fram yfirlýsing mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um stækkun verknámsaðstöðu. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með það að ríkisstjórnin skuli ætla að tryggja framlag til viðbyggingar við Hamar, enda um mikilvægt verkefni að ræða.

 

   

 

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30

 

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Arna Ír Gunnarsdóttir

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir