21.12.2018 | 19. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 19. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

 

19. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 20. desember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00 

Mætt:                    

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Leitað var afbrigða að taka fyrir ósk Frónar um tækifærisleyfi og það samþykkt.

Fulltrúi D-lista leitaði afbrigða að tekin yrði á dagskrá,  niðurstaða héraðsdóms í máli Gámaþjónustunnar gegn Sveitarfélaginu Árborg. Því var hafnað.

 

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1812150 – Tækifærisleyfi – Frón áramót
  Umsókn um tímabundið áfengisleyfi í Frón Eyravegi 35 frá kl. 23:00 – 04:30
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt. Opnunartíma þarf þó að takmarka við til klukkan 4:00 eins og lögreglustjóri hefur bent á.
     
2. 1812052 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess
2-1812052
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 7. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019 – 2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, mál 409.
  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1809217 – Málþing – ungt fólk og umferðaröryggi
3-1809217
  Ályktun, þakkir og niðurstöður frá málþingi ungmennaráðs Grindarvíkur, Öryggi okkar mál, sem haldið var í Grindavík 8.-9. nóvember sl.
  Lagt fram til kynningar.
     
4. 1812105 – Umsögn – frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
4-1812105
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd, dags. 13. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, mál 417.
  Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í íþrótta- og menningarnefnd.
     
5. 1812106 – Umsögn – tilaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi
5-1812106
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 13. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, mál 443.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í fræðslunefnd.
     
6. 1812077 – Afnot af landsvæði fyrir dúfnakofa
6-1812077
  Erindi frá Bréfdúfnafélagi Íslands, Suðurlandsdeild, dags. 14. nóvember, þar sem sótt er um landsvæði í eigu Árborgar fyrir dúfnakofa.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá samningi við Bréfdúfnafélag Íslands, Suðurlandsdeildar, til fimm ára sem verði uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara. Kvöð þarf að vera um snyrtilega umgengni.
     
7. 1812084 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðium 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar
7-1812084
  Erindi frá Heli-Austria, dags. 12. desember, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- byggingarnefnd.
     
8. 1809156 – Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni
8-1809156
  Tilkynning frá Íbúðalánasjóði, dags. 12. desember, þar sem fram kemur að Sveitarfélagið Árborg sé ekki meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst verða tekin inn í tilraunaverkefni sjóðsins í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
  Lagt fram til kynningar.
     
9. 1810048 – Byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019
9-1810048
  Erindi fra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. desember, þar sem fram kemur leiðrétt skipting á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2018/2019.
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1812117 – Tækifærisleyfi – Hvítahúsið annar í jólum
10-1812117
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 18. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna dansleiks á annan í jólum í Hvítahúsinu. Óskað er eftir leyfi til 04:00
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt. Opnunartími verði þó ekki lengur en til klukkan 3:00 eins og lögreglustjóri hefur bent á.
     
11. 1806198 – Verðkönnun – Ný heimasíða og innri síða
  Tilboð verða lögð fram á fundinum.
  Frestað til næsta fundar.
     
12. 1812130 – Samningur – afhending lóðar nr. 21 við Engjaland
12-1812130
  Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Vörðulands ehf um málefni lóðar nr. 21 við Engjaland, Austurbyggð, Selfossi
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
13. 1812125 – Upptaka og útsending bæjarstjórnarfunda
13-1812125
  Tillaga um að bæjarstjórnarfundir verði sendir út í beinni útsendingu bæði í hljóði og mynd, og einnig að verði fundirnir aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstórnar lýkur.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundir Svf Árborgar verði sendir út í beinni útsendingu bæði í hljóði og mynd, og einnig að fundirnir verði aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstórnar lýkur. Tölvudeild verði falið að kostnaðarmeta framkvæmdina og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Greinargerð:
Það er skoðun bæjarráðs að verði fundir bæjarstjórnar sendir út beint í hljóði og mynd, auki það áhuga íbúa og annarra á málefnum sveitarfélagsins. Þessi framkvæmd er hluti af því að gera stjórnsýsluhætti sveitarfélagsins betri og tryggja að stjórnsýslan sé opin og fagleg.

     
14. 1812145 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – Kostnaður vegna VSÓ um skiptingu á skólahverfin
14-1812145
  Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um kostnað vegna VSO um skiptingu á skólahverfin.
  Svar: Komnir eru þrír reikningar frá VSÓ, alls að upphæð kr. 2.117.535,-
     
Fundargerðir til kynningar
15. 1806177 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  6. fundur haldinn 11. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
16. 1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar  2018 – ný nefnd
  16. fundur frá 12. desember
  Bókun vegna liðar 1 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar:
Það er vekur furðu meirihluta bæjarráðs að stjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins í framkvæmda- og veitustjórn skuli leggja fram bókun, sem segir að meirihluti D- lista á síðasta kjörtímabili hafi tekið ákvörðun um að fara í borun á holu ÓS-4 við Ósabotna. Með þessari bókun er verið að reyna gera nauðsynlegar heitavatnsframkvæmdir að póltísku ágreiningsefni. Verkefnið við Ósabotna hefur komið til umfjöllunar hjá tveimur stjórnum síðustu tvö kjörtímabil og hefur enginn pólítískur ágreiningur verið um þetta verk fram að þessu. Það er því dapurlegt að reynt sé að upphefja einn umfram annan vegna framkvæmda sem almenn sátt hefur ríkt um. Undirritaðir vilja þakka sérfræðingum ÍSOR fyrir vandaðan undirbúning og trausta ráðgjöf varðandi borframkvæmdir við Ósabotna, ÓS-4. Jafnframt er starfsmönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða þakkað fyrir fagleg vinnubrögð og vel heppnað verk það sem af er. Sá árangur sem nú þegar er kominn fram er framar þeim væntingum sem bundnar voru við verkið í upphafi.
Eggert Valur Guðmundsson, S- lista
Sigurjón V Guðmundsson, Á- lista
     
17. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
17-1708133
  8. fundur haldinn 5. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
18. 1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
18-1802019
  865. fundur haldinn 30. nóvember
866. fundur haldinn 14. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
19. 1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
19-1802003
  192. fundur haldinn 5. desember
Fundargerð aðalfundar haldinn 19. október
  Lagt fram til kynningar.
     
20. 1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
20-1802059
  274. fundur haldinn 13. desember
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl 17:35

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson