21.8.2014 | 2. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 2. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

2. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. ágúst 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri sveitarfélagsins,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Guðlaug Einarsdóttir, varamaður, S-lista,
rna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, varamaður, Æ-lista 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, ritar fundargerð. 

Forseti bauð Guðlaugu Einarsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn. 

Forseti leitað afbrigða til að taka á dagskrá þakkir til aðila sem hafa staðið að hátíðarhöldum í sveitarfélaginu sumarið 2014. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

I.                   Fundargerðir til kynningar

1.         a) 1401094             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        46. fundur       frá 27. maí
            https://www.arborg.is/46-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

            b) 1401093             Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              78. fundur       frá 28. maí
            https://www.arborg.is/78-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

            c) 1. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                                           frá 19. júní
            https://www.arborg.is/1-fundur-baejarrads-2/ 

2.         a) 2. fundur bæjarráðs ( 1407137 )                                               frá 26. júní
            https://www.arborg.is/2-fundur-baejarrads-arborgar-2/

3.         a) 3. fundur bæjarrás ( 1407137 )                                                 frá 17. júlí
            https://www.arborg.is/3-fundur-baejarrads-arborgar-2/

4.         a) 1406098             Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              1. fundur         frá 16. júlí
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2014/08/1.-1406098.pdf

            b) 4. fundur bæjarráðs (1407137)                                                 frá 31. júlí             
            https://www.arborg.is/4-fundur-baejarrads/

5.         a)1406101             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        1. fundur         frá 8. ágúst
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2014/08/1.-1406101-skipulag-og-byggingarn.pdf

            b)1406100             Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                1. fundur         frá 13. ágúst 
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2014/08/2.-1406100-fundarg-ithrotta-og-menningarn.pdf

            c) 5. fundur bæjarráðs (1407137)                                                 frá 14. ágúst
           https://www.arborg.is/5-fundur-baejarrads/

-liður 1b) fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls um 2. lið 1311160 hreinsistöð við Geitanesflúðir, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um 1. lið 1308042, miðlunargeymir hitaveitu.Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.  

-liður 1c) fundargerð bæjarráðs, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um mál nr. 1406038, deiliskipulag í landi Laugardæla. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.  

-liður 1c) fundargerð bæjarráðs, Guðlaug Einarsdóttir, S-lista, tók til máls varðandi 18. lið, mál nr. 1406068, langtímaleiga á húsinu Gimli, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.    

-liður 2a) fundargerð bæjarráðs, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, um 3. lið, mál nr. 1306087, kaup á landi úr Flóagafli, og lið 10, 1302008 aðalskipulagsbreyting vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara. Guðlaug Einarsdóttir, S-lista, tók til máls um 3. lið, mál nr. 1306087, kaup á landi úr Flóagafli. Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.  

-liður 3a) fundargerð bæjarráðs, liður 10, 1406066 ráðning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls, og lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaðar lýsa yfir vonbrigðum sínum með að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, hafi ekki orðið við munnlegri ósk bæjarfulltrúa S-lista Eggerts Vals Guðmundssonar að víkja af fundi bæjarráðs, undir 10.dagskrárlið fundarins, er varðaði afgreiðslu á ráðningarsamning framkvæmdastjórans sjálfs. Það skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að 17. grein samþykkta um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Árborgar hafi sannarlega átt við í þessu máli, en hún hljóðar svo. “Bæjarfulltrúa, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélagsins ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að afstaða hans mótist að einhverju leiti þar af“.

Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S- lista Guðlaug Einarsdóttir varabæjarfulltrúi S- lista

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.  

-liður 4b) fundargerð bæjarráðs, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 8, 1407164 tilmæli til Vegagerðarinnar um að bæta ástand Austurvegar.  

-liður 5a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 32 og 33, mál nr. 1405099 og 1405093, úthlutun á landi til leigu, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.  

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 5a) fundargerð menningarnefndar.  

-liður 5c) fundargerð bæjaráðs, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 3, 1407119, skipan fulltrúa í byggingarnefnd vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss.  

II. Önnur mál    

a)      1407169 Siðareglur kjörinna fulltrúa 

Siðareglur sem settar voru af bæjarstjórn hinn 12. janúar 2011 voru lagðar fram til mats á því hvort endurskoða þurfi reglurnar sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.  

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að siðareglurnar gildi óbreyttar.  

b)     1406031 Kosning varamanns í íþrótta- og menningarnefnd (D-listi) og varamanns í fræðslunefnd (D-listi) 

Lagt var til að Gísli Felix Bjarnason verði varamaður í íþrótta- og menningarnefnd í stað Ásgerðar Tinnu Jónsdóttur.  

Lagt var til að Jóna S. Sigurbjartsdóttir verði varamaður í fræðslunefnd í stað Ásgerðar Tinnu Jónsdóttur.  

Samþykkt samhljóða. 

c)      1309031 Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um átak gegn notkun plastpoka 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði. 

Undirritaðar leggja til að Sveitarfélagið Árborg vinni markvisst að því að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti í sveitarfélaginu.

Lagt er til að farið verði í samstillt átak með íbúum og verslunareigendum, markvisst kynningarátak ásamt samráði og samstarfi við alla hagsmunaaðila. Hvatt verði til að verslunareigendur auki framboð á fjölnota pokum og umhverfisvænum ruslapokum sem leysast hratt upp í náttúrunni. Einnig er lagt til að Svf. Árborg taki beinan þátt í verkefninu með afhendingu fjölnota poka á öll heimili í sveitarfélaginu. 

Greinargerð:
Plastpokar brotna ekki niður lífrænt, heldur molna á hundruðum ára í smærri einingar sem að endingu verða að svokölluðu plastryki. Plastrykið endar í sjónum og blandast loks við fæðu fugla og fiska og mengar þannig alla fæðukeðjuna og vistkerfið. Plastpokar sem velkjast á landi og sjó stofna dýralífi í hættu en plastrusl hefur einnig verulegan kostnað í för með sér. Áætlað er t.d. að kostnaður útgerða í Skotlandi vegna plasts, sem flækist í veiðarfæri, skrúfur, vatnsinntök o.fl., samsvari um 5% af tekjum útgerðarfyrirtækjanna.

Þegar hafa nokkur ríki náð umtalsverðum árangri í að draga úr plastpokanotkun. Í dag nota t.d. Danir og Finnar að meðaltali 4 poka á ári á meðan Íslendingar nota um 218 poka. Um 70 milljón burðarpokar úr plasti enda í ruslinu hér á landi, mögulega um 1.120 tonn af plasti en til þess að  framleiða slíkt magn þarf um 2.240 tonn af olíu. Evrópuþingið hefur lagt til að bannað verði að gefa plastpoka í verslunum og dregið verði úr notkun um 50% fyrir árið 2017 og 80% fyrir árið 2019. Eftir árið 2019 verði aðeins pokar úr endurnýttum pappír eða niðurbrjótanlegum efnum í umferð.

Nokkur sveitarfélög á Íslandi eru þegar komin í gang með átaksverkefni til þess að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti eins og t.d. Hafnarfjörður, Garðabær og Stykkishólmsbær, sem hlaut m.a. sérstakan styrk úr umhverfisráðuneytinu til verkefnisins.

Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista

Guðlaug Einarsdóttir varabæjarfulltrúi S-lista 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, og Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn felur  framkvæmda- og veitustjórn að vinna að framkvæmd tillögunnar.              

d)     1408085 Lántökur 2014, Selfossveitur bs.

Sveitarstjórn samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir á vegum Selfossveitna sem eru viðgerð á miðlunartanki, hluta af kostnaði við borholu við Ósabotna, kostnað við virkjun ÞK 17 og stækkun dreifikerfis, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

Samþykkt með átta atkvæðum, Viðar Helgason, Æ-lista, situr hjá.  

e)      1404121 Lántökur 2014, Sveitarfélagið Árborg

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 448.700.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna ýmis verkefni hjá Eignasjóði, framkvæmdir við vatnsveitu og endurfjármögnun á eldri lánum hjá Lánasjóðnum, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.  

f)       Þakkir til aðila sem staðið hafa að hátíðarhöldum í sveitarfélaginu sumarið 2014 

Bæjarstjórn Árborgar þakkar þeim aðilum sem staðið hafa að hátíðum og viðburðum í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2014 fyrir frábært framtak og óeigingjarnt starf. Bæjarstjórn telur það sveitarfélaginu og byggðakjörnum þess til mikils framdráttar að hafa fjölbreytt úrval hátíða sem laða að gesti, auðga mannlíf og auka samheldni íbúa. Bæjarstjórn vonast eftir góðu samstarfi um hátíðarhöld, viðburði og uppákomur, hér eftir sem hingað til.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.  18:55. 

Kjartan Björnsson                                             
Gunnar Egilsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir     
Ari B. Thorarensen
Ásta Stefánsdóttir  
Helgi Sigurður Haraldsson
Guðlaug Einarsdóttir                                        
Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason