20.10.2011 | 20. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 20. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

20. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka sérstaklega til afgreiðslu tillögu um deiliskipulag að Skipum og skipan formanns hverfisráðs Selfoss. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a) 1101023
 Fundargerð fræðslunefndar      frá  15. september
 b) 61. fundur bæjarráðs (1006055)     frá 22. september


2. a) 62. fundur bæjarráðs (1006055)     frá 29. september


3. a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   frá 29. september
 b) 63. fundur bæjarráðs (1006055)     frá   6. október


4.  a) 1010064
 Fundargerð menningarnefndar    frá    5. október
 b) 64. fundur bæjarráðs (1006055)     frá 12. október


-liður 1a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar, lið 4, verkefna- og starfslýsingu fræðslustjóra.
-liður 1b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 61. fundargerð bæjarráðs, lið 7, mál nr. 1109115, rekstur golfvallar á Selfossi. Ásta Stefánsdóttir tók til máls.
-liður 2a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um 62. fundargerð bæjarráðs, lið 10, mál nr. 1109171, tillögu um að kannaðir verði möguleikar á að koma upp hjúkrunarheimili í Árborg.
-liður 3b) Fundargerð bæjarráðs, liður 1, mál nr. 0909042, tillaga að breyttu deiliskipulagi í landi Skipa. Tillagan var borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
-liður 4a, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar, lið 2, mál nr. 1108050, menningarmánuðinn október. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Ástæða er til að þakka menningarnefnd fyrir gott og öflugt starf undanfarna mánuði.
Það er til eftirbreytni að kostnaður vegna málaflokksins er innan fjárheimilda nefndarinnar. Gott dæmi um starf nefndarinnar er viðburðurinn „Menningarmánuðurinn október“ sem tekist hefur mjög vel og í raun til sóma fyrir menninganefnd og starfsmenn sveitarfélagsins  sem starfa með nefndinni.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi-S lista.


-liður 4b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 14, mál nr. 1101124, tillögur framkvæmdaráðs Sóknaráætlunar Suðurlands til fjárfestingaáætlunar. Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.
 
– liður 4b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 8, mál nr. 1109185, svör við fyrirspurnum í bæjarráði, og lagði fram eftirfarandi bókun:
“Spurt var um hvort eigendur lóðar hefðu sótt um breytingu á skipulagi varðandi bílastæði við Austurveg 33-35 á Selfossi.
Svarið var eftirfarandi: eigendur hafa ekki sótt um breytingu á skipulagi við Austurveg 33-35.
Á 5. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi frá eigendum lóðarinnar þar sem farið var fram á breytingar á umferðarskipulagi lóðarinnar. Afgreiðsla málsins var sú að óska eftir umsögn Vegagerðar ríkisins varðandi málið. Á 6. fundi nefndarinnar var málið tekið fyrir aftur og erindinu hafnað á grundvelli álits Vegagerðarinnar. Eftir stendur að áðurnefnd bílastæði eru ólögleg og ekki í samræmi við gildandi skipulag.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista.
Bókun vegna liðar 13 á 64. fundi bæjarráðs  þann 12. okt.  2011 er varðar svör við fyrirspurn undirritaðs.
Spurt var um lóðina Sigtún 1a, Ingólf. Fram kom í svarinu hvenær lóðinni var úthlutað til lóðarhafa en engin svör komu fram um hvenær á að koma þessu aldna húsi, sem á sér eins og kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs menningarsögulegt  gildi á Selfossi, í það ástand að sómi verði að.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista.
Bókun vegna liðar 14 á fundi bæjarráðs þann 12. okt.  2011 er varðar svör við fyrirspurnum undirritaðs.
Spurt var um hvort dagsektir er bæjarstjórn  samþykkti   að leggja á  sumarhús er stendur við Bankaveg 1 hafi komið til framkvæmda.  Svarið var eftirfarandi bæjarstjórn hefur ekki samþykkt dagsektir í þessu máli. Bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og byggingarfulltrúa til frekari vinnslu á fundi sínum hinn 27. maí 2010.
Hið rétta í málinu var að bæjarstjórn frestaði að taka á málinu á fundi sínum þann 14.5 2010 og vísaði málinu til bæjarráðs til frekari meðferðar sem vísaði málinu til skipulags- og byggingarfulltrúa hinn 27. maí 2010 og síðan þá  hefur ekkert komið fram um málið.”
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista.


Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls.


-liður 4b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 14, mál nr. 1101124, tillögur framkvæmdaráðs Sóknaráætlunar Suðurlands til fjárfestingaáætlunar, uppbygging hjúkrunarrýma.


– liður 4b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um 64. fundargerð bæjarráðs, lið 14, mál nr. 1101124, tillögur framkvæmdaráðs Sóknaráætlunar Suðurlands til fjárfestingaáætlunar, uppbygging hjúkrunarrýma og mál nr. 1109185, svör við fyrirspurnum í bæjarráði.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.


-liður 4b) fundargerð bæjarráðs, liður 3, mál nr. 1104199, fundargerð hverfisráðs Selfoss. Bæjarstjórn skipar Ingibjörgu E. L. Stefánsdóttur formann hverfisráðs Selfoss í stað Guðmundar Sigurðssonar, vegna beiðni hans um að láta af störfum sem formaður.


Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og staðfestar samhljóða.


II. Önnur mál


a) 1006008
Tillaga að samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, síðari umræða


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði til að síðari umræðu yrði frestað. Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.


Tillaga um frestun afgreiðslu var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.


Tillaga að samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar  var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S- lista, bæjarfulltrúar B- og V-lista sátu hjá.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu.


b) 1110088
Erindisbréf ungmennaráðs Árborgar


Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði Eggert til að afgreiðslunni yrði frestað til næsta fundar. Var það samþykkt samhljóða.
 


Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05.Eyþór Arnalds Elfa Dögg ÞórðardóttirAri Björn Thorarensen Sandra Dís Hafþórsdóttir


Gunnar Egilsson Helgi Sigurður Haraldsson


Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir


Þórdís Eygló Sigurðardóttir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri