10.3.2016 | 20. fundur skipulags- og byggingarnefndar

Forsíða » Fundargerðir » 20. fundur skipulags- og byggingarnefndar
image_pdfimage_print


20. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 2. mars 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi. 

Lagt var til að leitað yrði á afbrigða að taka fyrir tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi, tillögu að deiliskipulagi Mjólkurbúshverfis og beiðni um stækkun lóðar að Dranghólum 23. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

 

Erindi til kynningar
1. 1602153 – Endurbygging á Kaldbak Eyrarbakka
Erindið var kynnt fyrir nefndinni og fagnar hún því að fyrirhuguð sé endurbygging hússins.
Almenn afgreiðslumál
2. 1602086 – Fyrirspurn um skýli við inngang í kjallara að Eyrargötu 77, Káragerði, Eyrarbakka. Umsækjandi: Björn E Sigurbjörnsson
Samþykkt.
3.

1602087 – Fyrirspurn um að bæta við innkeyrsluhurð að Gagnheiði 23, Selfossi. Fyrir liggur samþykki meðeigenda. Umsækjandi: Guðlaugur Christensen
Samþykkt með fyrirvara um að lagður verði fram fullgerður útlits uppdráttur.
4.

1602178 – Fyrirspurn um að byggja hús á einni hæð að Dranghólum 17, Selfossi. Umsækjendur: Sverrir Jón Einarsson og Álfheiður Tryggvadóttir
Hafnað þar sem það stangast á við gildandi deiliskipulagsskilmála.
5. 1602062 – Umsókn um lóðina Dranghóla 17, Selfossi. Umsækjendur: Sverrir Jón Einarsson og Álfheiður Tryggvadóttir
Samþykkt.
6. 1602112 – Umsókn um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hól við Engjavegi/Íþróttavöll. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
7. 1602134 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir brennsluofn á lóð SS við Fossnes. Umsækjandi: Sláturfélag Suðurlands
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.
8.

1512074 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn vatnsveitu og háspennustrengs í Austurvegi frá Fagurgerði að Hörðuvöllum. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.
9. 1511230 – Sótt um framkvæmdaleyfi fyrir heimtaugar fyrir vatns-og hitaveitu FSU-Hamar. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
10.   1510194 – Óskað er eftir breytingum á lóðum í Hagalandi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist, frestað á síðasta fundi 3. febrúar sl. Umsækjandi: Jarlhettur ehf
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og tekur eftirfarandi afstöðu til framkominna athugasemda. 1. Athugasemdir um verra aðgengi að öðrum eignum. Samantekt athugasemda: Í athugasemdum er byggt á því að breytingarnar hafi í för með sér verra aðgengi að öðrum eignum. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Það er rétt að umferð og umgangur um hverfið muni að öllum líkindum aukast ef uppbygging verður í samræmi við deiliskipulagstillöguna. Samkvæmt umferðargreiningu sem gerð hefur verið munu fyrirhugaðar breytingar hafa óveruleg áhrif á bílaumferð í hverfinu. Ekki verður séð að slíkt verði í ósamræmi við það sem almennt má búast við í þéttbýli eða þá fyrirhuguðu nýtingu lóðanna sem fram kemur í aðalskipulagi eða núgildandi deiliskipulagi. Með tillögunni er ekki verið að breyta fyrirhuguðum notum svæðisins sem deiliskipulagstillagan nær til og er tillagan í samræmi við skilgreiningar í aðalskipulagi. 2. Athugasemdir um að heildarútlit hverfisins breytist Samantekt athugasemda: Í athugasemdum er byggt á því að við breytingarnar breytist heildarútlit hverfisins sem leiði jafnframt af sér verulega verðrýrnun á eignum þeirra er athugasemdirnar gera. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu eru ekki skilmálar um sérstakt útlit eða byggingarstíl bygginga á deiliskipulagsreitnum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að í reynd muni þessar áhyggjur íbúa af verðfalli fasteigna ekki verða raunin. Skipulags- og byggingarnefnd vísar þó til 51. gr. skipulagslaga sem mælir fyrir um að ef verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður, á sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Önnur atriði sem framkoma í erindi þeirra sem athugasemdir gera teljast ekki til efnislegra athugasemda við skipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að þeim aðilum sem gerðu athugasemdir verði send svarbréf þar sem vísað verður í bókun þessa.
11. 1602182 – Tillaga að deiliskipulagslýsingu af dælustöð í landi Gamla- Hrauns. Umsækjandi: Selfossveitur
Lagt er til við bæjarráð að deiliskipulagslýsingin verði kynnt og auglýst.
12. 1601304 – Fyrirspurn um aukið byggingarmagn að Byggðarhorni landi 9, áður á fundi 3. febrúar sl. Umsækjandi: Effort teiknistofa fh. eigenda
Lagt er til að deiliskipulagi lóðarinnar verði breytt og breytingar verði grenndarkynntar.
13. 1602008F – Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
13.1. 1602143 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 2. áfanga á breytingu innra skipulags að Eyrargötu 51-53, Eyrarbakka. Umsækjandi: Eyrar ehf
Samþykkt.
13.2. 1602179 – Umsókn um breytingu á byggingarleyfi að Ásamýri 2, 801 Selfoss. Umsækjandi: Þorbjörn Jónsson
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn eldvarnareftirlits.
13.3. 1504323 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu innra skipulags að Eyravegi 2, Selfossi. Umsækjandi: Turninn 800 ehf
Samþykkt.
13.4. 1602006 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu innra skipulags að Austurvegi 1-5, Selfossi. Umsækjandi: Festi ehf
Samþykkt.
13.5. 1506249 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á glugga að Sigtúni 9, Selfossi. Umsækjandi: Böðvar Guðmundsson
Samþykkt með fyrirvara um að skráningartöflu verði skilað fyrir húsið allt.
13.6. 1602174 – Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I(heimagisting) að Blómsturvöllum 2, Stokkseyri. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
13.7. 1602083 – Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I að Eyravegi 2, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn með fyrirvara um úrbætur á brunavörnum.
13.8. 1603003 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti að Nesbrú 5, Eyrabakka. Umsækjandi: Markús Ingvason
Samþykkt.
13.9. 1603004 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á bílskúr að Hásteinsvegi 29, Stokkseyri. Umsækjandi: M2 Teiknistofa
Samþykkt.
14. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi Mjólkurbúshverfis.
Anne B. Hansen, arkitekt, kynnti tillöguna og svaraði fyrirspurnum. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Einnig er lagt til að tillagan verði kynnt íbúum Mjólkurbúshverfisins.
15. 1507134 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss
Jóhanna Helgadóttir, arkitekt frá Batteríinu kynnti tillöguna og svaraði fyrirspurnum. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst og hún kynnt almenningi. Einnig var lögð fram og kynnt tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Árborgar sem varðar nýja vegtenginu af hringtorgi við brúarsporðinn, inn á miðbæjarsvæðið. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar og auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Guðlaug Einarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Undirrituð leggur ríka áherslu á það að sem allra fyrst liggi fyrir hver kostnaður sveitarfélagsins verður vegna gatnagerðar o.fl. vegna væntanlegra framkvæmda í miðbæ Selfoss. Sveitarfélagið keypti miðbæjarreitinn fyrir nokkrum árum fyrir tæpar 200 milljónir króna. Það er eðlilegt að áður en lengra er haldið liggi fyrir nákvæm áætlun um heildarkostnað sveitarfélagsins við þetta verkefni.
16. 1603013 – Umsókn um stækkun á lóðar að Dranghólum 23. Umsækjendur: Auður Guðmundsdóttir og Baldvin Árnason.
Samþykkt.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:15

Ásta Stefánsdóttir   Magnús Gíslason
Gísli Á. Jónsson   Guðlaug Einarsdóttir
Ragnar Geir Brynjólfsson   Bárður Guðmundsson
Ástgeir Rúnar Sigmarsson