25.1.2019 | 21. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 21. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

21. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 24. janúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00 

Mætt:                     
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1812085 – Fulltrúar N1 mæta til fundar með bæjarráði
1-1812085
   
  Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri N1 og Guðlaugur Pálsson verkefnastjóri framkvæmda hjá N1 ræddu hugmyndir um starfsemi fyrirtækisins í Svf. Árborg.
     
2. 1812125 – Upptaka og útsending bæjarstjórnarfunda
  Vísað til bæjarráðs til nánari útfærslu á 8. fundi bæjarstjórnar.
Tillaga frá 19. fundi bæjarráðs frá 20. desember sl., liður 13 – Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundir Svf. Árborgar verði sendir út í beinni útsendingu bæði í hljóði og mynd og einnig að fundirnir verði aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstjórnar lýkur. Kostnaður er áætlaður um 1.000.000 kr. og rúmast innan samþykktar fjárhagsáætlunar.
Kristinn Grétar Harðarson, kerfisstjóri, mætir á fundinn kl. 17:30
  Bæjarráð felur kerfisstjóra að vinna áfram að málinu þannig að búnaður verði keyptur og uppsettur í samráði bæjarstjóra.
     
3. 1901045 – Tækifærisleyfi – Þorrablót á Eyrarbakka 2019
3-1901045
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Stað, Eyrarbakka, 26. janúar nk.
  Bæjarráð er samþykkt því að leyfið verði veitt.
     

 

4. 1901044 – Tækifærisleyfi – Selfossþorrablót 2019
4-1901044
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsi Vallaskóla vegna Selfossþorrablóts 26. janúar nk.
  Bæjarráð er samþykkt því að leyfið verði veitt.
     
5. 1901050 – Dagur leikskólans 2019
5-1901050
  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. febrúar þar sem sveitarfélög eru hvött til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag.
  Lagt fram til kynningar.
     
6. 1901035 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf
6-1901035
  Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista.

Á síðasta fundi var lagt fram yfirlit yfir eigendur Innviða slhf þar sem fram kemur að auk nokkurra lífeyrissjóða sé félag að nafni Ursus ehf meðal eigenda. Óskað er upplýsinga um eignarhald á því félagi.

Gunnar Egilsson, D-lista

Svar verður lagt fram á fundinum.

  Bæjarstjóri upplýsti að eigandi Ursus ehf., sem á 2,92% í Innviðasjóði slhf., er Heiðar Guðjónsson.
     
7. 1901104 – Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar í Afréttamálafélagi Flóa og Skeiða
  Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Árborgar í Afréttamálafélagi Flóa og Skeiða verði Ari Björn Thorarensen og Baldur Gauti Tryggvason.
     
8. 1812185 – Fyrirspurn vegna viðbyggingar – Austurvegur 69
8-1812185
  Afgreiðsla á lið 2 í 12. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. janúar, nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir fullunnum aðaluppdráttum. Einnig leggur nefndin til við bæjarráð að farið verði fram á breytingu sveitafélagamarka að lóðarmörkum lóðarinnar og samþykkt verði stækkun hennar í samræmi við fyrirspurnarteikningu.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita Flóahreppi erindi og óska eftir að sveitarfélagamörkum verði breytt þannig að fyrirhuguð lóðarmörk Austurvegar 69 verði innan Sveitarfélagsins Árborgar.
     
9. 1703281 – Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
9-1703281
  Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 7. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn frá Sveitarfélaginu Árborg um tillögu að matsáætlun vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi.
Skýrsla frá Eflu
https://www.efla.is/media/umhverfismat/2839-080-MAT-001-V06-Hreinsistod-Selfossi.pdf

 

  Sveitarfélagið Árborga er að láta vinna umrætt umhverfismat og bæjarstjórn hefur þegar samþykkt tillögu þessa að matsáætlun. Bæjarráð gerir því ekki athugasemdir við tillöguna.
     
10. 1901146 – Þing um málefni barna nóvember 2019
10-1901146
  Erindi frá umboðsmanni barna, dags. 19. janúar, þar sem fjallað er um 30 ára afmæli Barnasáttmálans og þing um málefni barna sem haldið verður 21. – 22. nóvember nk. Óskað er eftir að tilnefndur verði tengiliður sveitarfélagsins sem hefur milligöngu með þátttöku barna úr sveitarfélagsins á þinginu.
  Ákveðið hefur verið að halda fyrsta þing um málefni barna, barnaþing, 21.- 22. nóvember nk. í Hörpu. Gera má ráð fyrir 400-500 þátttakendum á þinginu þar af hópi barna sem einnig kemur að skipulagningu þingsins.
Ekki hefur verið ákveðið hvernig fulltrúar barna verði valdir en vonir standa til að fá til þátttöku hóp barna af öllu landinu með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Til að svo megi verða óskar embætti umboðsmanns barna eftir samstarfi við sveitarfélögin um stuðning við þau börn sem verða valin til þáttöku á þinginu. Þá er jafnframt óskað eftir að tilnefndur verði tengiliður hvers sveitarfélags við embættið sem hefur það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tilnefnir Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa sem tengilið verkefnisins.
     
11. 1901061 – Skákdagur Íslands 2019
11-1901061
  Erindi frá Skáksambandi Íslands, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í Skákdegi Íslands 26. janúar nk.
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð minnir á Skólakeppni á Suðurlandi í skák sem haldin verður á morgun, 25. janúar.
     
12. 1704290 – Kynning – alþjóðaflugvöllur í Árborg
12-1704290
  Erindi frá Andra Björgvini Arnþórssyni, dags. 12. janúar, þar sem óskað er eftir afstöðu Sveitarfélagsins Árborgar um áframhaldandi vinnu að alþjóðarflugvelli í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð Svf. Árborgar lýsir yfir jákvæðri afstöðu til þess að fram fari rannsóknir á náttúrulegum, viðskiptalegum og lagalegum forsendum þess að alþjóðaflugvelli verði fundinn staður í Árborg, ásamt því að skoðað verði til hlítar hverjir séu kostir þess og gallar fyrir samfélagið í Árborg.
Nú liggur fyrir dyrum endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Í slíkri vinnu er mikilvægt að ná sem best utan um alla þá framtíðarmöguleika sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir og taka afstöðu til þeirra. Endanleg afstaða sveitarfélagsins til þess hvort byggður verði slíkur alþjóðaflugvöllur ræðst svo af niðurstöðum aðalskipulagsvinnu, vilja íbúanna og hagsmunum samfélagsins.
     
13. 1901169 – Rekstur Knarrarósvita á Stokkseyri
13-1901169
  Hugmyndir og minnisblað frá menningar- og frístundarfulltrúar og atvinnu- og viðburðarfulltrúa, dags. 21. janúar, um rekstrarform fyrir Knarrarósvita á Stokkseyri.
  Bæjarráð þakkar samantektina og samþykkir að áfram verði unnið á þeim nótum sem lýst er í minnisblaðinu um rekstrarfyrirkomulag. Stefnt skal að því að opna megi Knarrarósvita fyrir almenning fyrir næsta sumar gegn gjaldi og samningum við ferðaþjónustuaðila. Íþrótta- og menningarnefnd mun útfæra tillöguna og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
     
14. 1901126 – Íslandsmót verk- og iðngreina og framhaldsskólakynning
14-1901126
  Erindi frá Samandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar, um Íslandsmót í verk- og iðngreinum og framhaldskólakynning – Mín framtíð sem fram fer 14. til 16. mars er kynnt. Sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt af mörkum svo nemendur í 9. og 10. bekk geti tekið þátt í viðburðinum.
  Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
     
15. 1811132 – Systkinaafsláttur – Frístundaheimili Árborgar
15-1811132
  Bæjarráð samþykkir að systkinaafsláttur sem samþykktur var á fundi bæjarstjórnar 16. janúar sl. gildi einnig um frístundaheimili.
     
16. 1811132 – Viðbætur við gjaldskrá frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg
  Þrátt fyrir að ný gjaldskrá frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg sem tók gildi um áramótin hafi í för með sér lækkun fyrir flesta notendur er um að ræða talsverða hækkun hjá hluta notenda. Af þessum ástæðum samþykkir bæjarráð að bætt verði við möguleika á styttri vistun í frístundaheimilum Árborgar á Selfossi og sérstökum 10% afslætti í frístundaheimilinu á Stokkseyri. Með samþykktinni er komið til móts við þá notendur sem verða fyrir mestu hækkuninni. Þessar aðgerðir gilda tímabundið fram á sumar 2019.

Foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem nýta sér þjónustu frístundaheimila Árborgar á Selfossi, sem opna kl. 13:00 á daginn, oft í viku (3-5 daga) og einungis fyrri hluta dagsins eða frá kl. 13:00 – 14:30 geta skráð þau í styttri vistun og greitt samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

Gjaldskrá frístundaheimili Árborgar á Selfossi (stutt vistun kl. 13:00 – 14:30, án hressingar)

1 dagur: 3.944 kr.
2 dagar: 6.787 kr.
3 dagar: 7.500 kr.
4 dagar: 9.000 kr.
5 dagar: 10.500 kr.

     
17. 1901178 – Styrkbeiðni – rekstur Kvennaráðgjafarinnar 2019
17-1901178
  Beiðni, dags. 11. janúar, um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2019
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
     
18. 1901183 – Sirkusráðstefna eða sirkuslistahátíð á Selfossi
18-1901183
  Erindi frá Sirkus Íslands, dags. 15. janúar, þar sem kannaður er möguleiki um samstarf og stuðning við sirkushátíð/ráðstefnu.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og menningarnefnd.
     

 

Fundargerðir til kynningar
19. 1611009 – Fundargerðir kjaranefndar 2015-2016
  3. fundur haldinn 15. janúar 2015
  Bæjarstjóra falið að taka saman upplýsingar um kjör bæjarfulltrúa í sambærilegum sveitarfélögum.
     
20. 1901012 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2019
  6. fundur haldinn 15. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
21. 1901013 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2019
  12. fundur haldinn 16. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
22. 1901125 – Stöðvun á móttöku úrgangs frá Suðurlandi
22-1901125
  16. fundargerð eigenda SORPU bs
402. fundur stjórnar SORPU bs
  Lagt fram til kynningar.
     
23. 1901039 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
23-1901039
  276. fundur haldinn 17. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
24. 1804060 – Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2018
24-1804060
  1. fundur haldinn 18. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
25. 1901176 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
25-1901176
  542. fundur haldinn 11. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson