10.11.2011 | 21. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 21. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

21. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 09. nóvember 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1. a) 65. fundur bæjarráðs ( 1006055)    frá 20. október

2. a) 66. fundur bæjarráðs ( 1006055)    frá 27. Október

3. a)  1007076
      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   frá 18. október
  b)   1007094
      Fundargerð félagsmálanefndar    frá 25. október
  c)   1007095
      Fundargerð fræðslunefndar     frá 20. október
  d)   1006056
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá 26. október
   e)   67. fundur bæjarráðs ( 1006055)    frá   3. nóvember
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
-liður 3, 1110052,  Austurvegur 52, tillaga um að svæðið verði deiliskipulagt.
-liður 5 og 6, 1110055 og 1110056, tillaga um að svæði við Eyrargötu 13 og 15 verði deiliskipulagt.
 – liður 10, 0608118 – Tillaga að greinargerð bæjarstjórnar með endanlegri skipulagsáætlun aðalskipulags Árborgar 2010-2030.
Úr fundargerð félagsmálanefndar, til afgreiðslu:
-liður 2, 1010050, reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga félagsmálanefndar um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012 verði óbreytt og fylgi ekki vísitölu neysluverðs.

-liður 1a)  Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 7, mál númer 1109185 – Svör við fyrirspurnum í bæjarráði og lagði fram eftirfarandi bókun:
“Svör meirihlutar vegna þessa máls þykja mér vera mjög rýr.  Þau segja ekkert um hvort eitthvað er að gerast nýtt í málinu og hvort vænta megi að sú leið sem mest er horft á, með Suðurhólunum, verði fær á næstunni.”
Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 5, mál númer 1110131 – Áhrif manngerðra jarðskjálfta.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.

-liður 3d) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls m lið 1, mál númer 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

-liður 3b)  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 3, mál númer 1110114 – Auðlindin.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

-liður 3c)  Sanda Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um lið 6, mál númer 1109166 – Kynning –rannsóknin Ungt fólk 2011, grunnskólanemar.

-liður 3 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. október 2011, mál nr. 1110052 – Fyrirspurn frá rekstraraðilum Hlöllabáta um byggingu matsölustaðar að Austurvegi 52 Selfossi.  Lagt er til við bæjarstjórn að svæðið verði deiliskipulagt.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.
Tillaga um að svæðið við Austurveg 52, Selfossi, verði deiliskipulagt, borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 5 og 6 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. október 2011, mál nr. 1110055 og 1110056,  umsókn um lóðirnar Eyrargötu 13 og 15, Eyrarbakka.  Lagt til að svæðið verði deiliskipulagt.
Tillaga um að svæðið við Eyrargötu 13 og 15, Eyrarbakka,verði deiliskipulagt, var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
-liður 10 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. október, mál nr. 0608118 –  Tillaga að greinargerð bæjarstjórnar með endanlegri skipulagsáætlun aðalskipulags Árborgar 2010-2030.
Tillaga að greinargerð bæjarstjórnar með endanlegri skipulagsáætlun aðalskipulags Árborgar 2010-2030 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

-liður 2 í fundargerð félagsmálanefndar frá 25. október, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga félagsmálanefndar um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012 verði óbreytt og fylgi ekki vísitölu neysluverðs.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.
“Undirrituð leggja til að í stað þess að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012 verði óbreytt frá því sem nú er fylgi grunnupphæð fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins almennri launaþróun í landinu.”
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,  og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Breytingartillaga borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Það veldur undirrituðum vonbrigðum að ekki skuli hafa náðst samstaða í bæjarstjórn um sjálfsagða og eðlilega hækkun á grunnframfærslu þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar frá sveitarfélaginu einkum með tilliti til þess að um er að ræða lágar fjárhæðir sem skipta fólk sem hefur hvað minnst milli handanna verulega máli.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar S-lista, voru á móti og bæjarfulltrúar B-lista og V-lista, sátu hjá.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði, að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið afgreiddir, og samþykktar samhljóða.

II.  Önnur mál

a)   1111012
Tillaga um breytingar á skilmálum skuldabréfa, höfuðstólslækkun lána hjá Íslandsbanka

Ásta Stefánsdóttir fylgdi tillögunni úr hlaði.

Efni: Höfuðstólslækkun og myntbreyting á erlendum lánum hjá Íslandsbanka.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir að sækja um höfuðstólslækkun og myntbreytingu á erlendum lánum hjá Íslandsbanka.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra , kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita þau skjöl sem til þarf svo höfuðstólslækkun og myntbreyting geti gengið eftir, þar á meðal nýja lánssamninga sem koma í stað eldri samninga.

Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls.

Tillaga um breytingar á skilmálum skuldabréfa borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 b)  1006034
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011, úr hlaði.
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, D-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

c)   1110088
Erindisbréf ungmennaráðs
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir erindisbréf ungmennaráðs.
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

Erindisbréf ungmennaráðs borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

d)   1111020
Tillaga varðandi atvinnumál
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir að hefja vinnu við stefnumótun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Sem liður í þessari  vinnu er eðlilegt að Atvinnuþróunarfélaginu verði falið að kortleggja styrkleika , veikleika og möguleika Sveitarfélagsins Árborgar til þess að efla atvinnulíf í sveitarfélaginu. Í framhaldi af þeirri kortlagningu verði unnin stefna sveitarfélagsins í atvinnumálum.
Greinargerð:
Það er aldrei jafn mikilvægt og einmitt nú að bæjaryfirvöld geri sér grein fyrir þeim styrkleikum og veikleikum sem sveitarfélagið hefur þegar kemur að atvinnumálum. Það skiptir miklu máli að fyrir liggi hvernig sveitarfélagið getur stutt við atvinnulífið og hugsanlega laðað til sín ný fyrirtæki og stofnanir með það að markmiði að skapa ný og fleiri störf í sveitarfélaginu. Í þessari vinnu er eðlilegt að nýta sér það sem hefur verið unnið í þessum málaflokki  á undanförnum árum eins og skýrslu um atvinnumál í sveitarfélaginu frá 2003, greinargerð unna af Kredit info frá 2008 og undirbúning vegna þekkingargarðs frá 2008.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Tillaga varðandi atvinnumál borin undir atkvæði og samþykkt samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:45

Eyþór Arnalds
 Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
 Sandra Dís Hafþórsdóttir
Kjartan Björnsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
 Arna Ír Gunnarsdóttir
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari