9.12.2011 | 22. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 22. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

22. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 8. Des. 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður,  D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Bjarni Harðarson, varamaður, V-lista,

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá:

 

I. Fundargerðir til staðfestingar

 

1. a) 1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá  2. nóvember
b) 1007076
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá   1. nóvember
 c) 68. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 10. nóvember

 

2. a) 1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17. október
 b) 69. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 17. nóvember

 

3. a) 70. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 24. nóvember
 -liður 7- tillaga um breytingar á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf.

 

4.  a) 1101023
 Fundargerð fræðslunefndar frá 24. nóvember
b) 1101086
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar               frá 16. nóvember
 -liður 3, mál nr. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
 c) 1101086
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá 30. nóvember
c)71.fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  1. desember

 

-liður 1a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 5, mál númer 1108147 – Ráðning – umsjónarmaður umhverfis- og framkvæmda.

 

-liður 1c) Helgi S. Haraldsson, B-lista,  tók til máls um lið 2, mál númer 1007076 – Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 

-liður 1c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 8, mál númer 1110165 – Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um kortlagningu lóða og fasteigna til sölu.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 

-liður 2a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 1, mál númer 1110077 – Frístundakort.
Eyþór Arnalds, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 

-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, mál númer 1109166 – Rannsóknir og greining – Ungt fólk 2011.

 

-liður 2a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 7, mál númer 1110057 – Stefnumótun í íþróttamálum.
Helgi S. Haraldsson,  B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

-liður 3a) Bjarni Harðarson, V-lista, tók til máls um lið 1, mál númer 1104199 – Fundargerð hverfisráðs Selfoss.

 

Bjarni Harðarson, V-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúi V-lista í bæjarstjórn varar við hugmyndum um að setja allt gamalt fólk bæjarins í eitt hverfi.  Þá er mikilvægt að sú uppbygging sem fyrirhuguð er í mjólkurbúshverfinu samræmist þeirri byggð sem þar er og þeirri sögu sem hið gamla og hálfdanska mjólkurbúshverfi býr yfir.”
Bjarni Harðarson, V-lista.

 

-liður 7 í fundargerð bæjarráðs frá 24. nóvember 2011, mál nr. 1111073 – Tillaga um breytingu á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf.
Tillaga um breytingu á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf. borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

-liður 3b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 3, mál númer 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.

 

-liður 3 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 30. nóvember 2011, mál nr. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og  lagði fram bókun:
“Undirritaðir bæjarfulltrúar ítreka afstöðu sína gagnvart frekari fjárútlátum vegna hugsanlegrar Ölfusárvirkjunar. Nú hefur meirihlutinn ákveðið að setja enn meira fjármagn í hugmyndina og í þetta skiptið til að láta gera glærusýningu um minni virkjanakost. Undirrituð telja þeim fjármunum sem nú á að setja til viðbótar í virkjanamál mun betur varið í önnur mikilvægari mál.”
Arna Ír Gunnarsdóttir, S lista
Eggert Valur Guðmundsson, S lista

Bjarni Harðarson, V-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,  tóku til máls.

 

Bjarni Harðarson, V-lista, lagði fram bókun:
“Fulltrúi V-lista í bæjarstjórn leggur áherslu á að sú tillaga sem samþykkt var í veitustjórn er árangur af gagnrýni sem fram kom á stórtækar virkjanahugmyndir.  Fagleg athugun á öðrum kostum er ávinningur fyrir umhverfismál í Sveitarfélaginu Árborg.”
Bjarni Harðarson, V-lista.

 

Tillaga um viðbótarfjárveitingu til athugunar á minni virkjunarkosti í Ölfusá borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og V-lista, bæjarfulltrúar S- og B- lista voru á móti.

 

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II. 
a) 1108100 
Breyting á fulltrúum S-lista í nefndum
Menningarnefnd, nýr inn er Þorlákur Helgason í stað Guðrúnar Höllu Jónsdóttur.
Breyting á fulltrúa í menningarnefnd borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

b) 1111073
Kjör stjórnarmanns í Leigubústaði Árborgar ehf
Stjórn Leigubústaða Árborgar, stjórnarmaður verður Ásta Stefánsdóttir, varamaður verður Tómas Ellert Tómasson.

 

Með samþykkt bæjarstjórnar Árborgar um breytingar á samþykktum Leigubústaða Árborgar ehf verður stjórnarmaður í Leigubústöðum einn í stað þriggja áður og gegnir jafnframt hlutverki framkvæmdastjóra félagsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir að allar meiriháttar ákvarðanir sem snerta félagið skuli lagðar fyrir bæjarráð fyrirfram. Nær samþykkt þessi m.a. til ákvarðana um kaup og sölu eigna, lántöku og veðsetningar, ráðstöfunar hagnaðar og ákvörðunar leigugjalds.

 

Reglur um breytingar á samþykktum Leigubústaða Árborgar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 

III. 1106093
            Fjárhagsáætlun 2012 – fyrri umræða
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista,  fylgdu fjárhagsáætlun 2012 úr hlaði.

 

Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2012
I          Inngangur
Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hefur verið unnið að því að laga rekstur sveitarfélagsins að breyttum veruleika. Allir þættir rekstrar hafa verið yfirfarnir með það að markmiði að draga úr rekstrarkostnaði. Stöðugildum stjórnenda hefur fækkað verulega og kostnaði hefur verið náð niður með ýmsu móti, má þar nefna sem dæmi sameiningu leikskólanna Æskukots og Brimvers og flutning á kennslu úr Sandvíkurskóla, sem hafði í för með sér bæði fækkun stöðugilda og lækkun á rekstrarkostnaði húsnæðis. Hækkanir á gjaldskrám hafa fyrst og fremst tekið mið af verðlagsbreytingum. Ekki hefur verið gripið til skerðingar á þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á borð við þær sem að framan greinir hækka rekstrarútgjöld sveitarfélagsins á milli ára. Munar þar miklu um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru á þessu ári, en heildar áhrif þeirra á launaliði  á árinu 2012 eru um 229 millj.kr. En að teknu tilliti til aukinnar hagræðingar og fleiri þátta hækkar launakostnaður um 207 millj.kr. milli áranna 2011 og 2012.
Ný sveitarstjórnarlög munu taka gildi um næstu áramót. Í lögunum eru nýjar reglur um fjármál sveitarfélaga sem skerða nokkuð það frjálsræði sem sveitarstjórnir hafa búið við hér á landi. Reglurnar eru tvær:

1. Regla um jafnvægi í rekstri sveitarfélaga sem er ætlað að koma í veg fyrir viðvarandi hallarekstur. Samkvæmt þessari reglu mega samanlögð heildarútgjöld A- og B- hluta á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum.

2. Skuldaregla sem leiðir til þess að sveitarfélög sem skulda meira en sem nemur 150% af reglulegum tekjum samstæðunnar munu þurfa að lúta meiri aga í fjármálum en til þessa hefur verið.
Reglugerð um nánari útfærslu reglnanna hefur enn ekki litið dagsins ljós. Sveitarfélagið Árborg hefur verið í hópi skuldsettra sveitarfélaga. Á árinu 2011 tókst að greiða niður skuldir og í fjárhagsáætlun næsta árs er enn gert ráð fyrir niðurgreiðslu skulda. Í lok ársins 2012 er gert ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum verði rétt ríflega 150%. Þá er gert ráð fyrir að heildarútgjöld A- og B- hluta verði ekki hærri en sem nemur samanlögðum tekjum. Sveitarfélagið Árborg hefur því góða möguleika á að standast þau viðmið sem sett eru í hinum nýju fjármálareglum, en áfram verður að gæta aðhalds til að svo verði.
 
II Forsendur fjárhagsáætlunar 2012
Eftirfarandi forsendur liggja til grundvallar fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 :
1. Útsvar :
Útsvar fyrir árið 2012 verði 14,48 %
2. Verðlag :
Verðbólga 3,5%
3. Aðrar forsendur :
Íbúafjöldi : Gert er ráð fyrir óbreyttum íbúafjölda.
4. Fasteignagjöld :
Fasteignagjöld fyrir árið 2012 verði lögð á sem hér segir :
a. Fasteignaskattur
i. A – flokkur Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og það eru skilgreindt í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 0,325% af heildar fasteignamati.
ii. B – flokkur Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,32% af heildar fasteignamati.
iii. C – flokkur Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og á öðrum eignum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.
Sérstakur afsláttur er veittur af fasteignaskatti samkvæmt reglum um
 afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega, sjá lið 5 hér að neðan.

b. Lóðarleiga
i. Almenn lóðarleiga verði 1,0% af fasteignamati lóðar.
ii. Lóðarleiga ræktunarlands verði 3,0% af fasteignamati lóðar.

 

c. Vatnsgjald
i. Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði verði 0,1961% af heildar fasteignamati eignar.
ii. Aukavatnsskattur verði lagður á atvinnuhúsnæði samkvæmt mæli og leggst á  m³notkun. Grunnur gjaldsins er 17,8 kr. á m³  miðað við grunnvísitölu septembermánaðar 2007. Gjaldið uppreiknast á hverjum gjalddaga.
d. Fráveitugjald
i. Fráveitugjald er 0, 3172% af heildarfasteignamati eignar.
ii. Gjald fyrir hreinsun rotþróa verður skv. gildandi gjaldskrá.

 

e. Sorphirðugjald
i. Íbúðarhúsnæði
Á grundvelli laga nr. 7/1998 er sorphirðugjald lagt á hverja íbúð. Sorphirðugjald fyrir íbúðir skal vera sem hér greinir :

ii. Sumarhús
Heimild er að veita 50% afslátt frá sorphirðugjaldi íbúðarhúsnæðis.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 talsins, þeir eru: 1.febrúar, 1.mars, 1.apríl, 1.maí, 1.júní, 1.júlí, 1.ágúst, 1.september, 1.október og 1.nóvember. Eindagi er 30 dögum síðar.
5. Afslættir
a. Sérstakur afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verður veittur við álagningu fasteignaskatts og fráveitugjalds á íbúðarhúsnæði skv. reglum þar um.
b. Veittir verði afslættir til félaga sem starfa að menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarstarfsemi eða vinna að mannúðarstörfum og reka eigið húsnæði eða leigja til lengri tíma en eins árs fyrir starfsemina skv. reglum þar um.

 

III      Helstu fjárhagslegar breytingar einstakra málaflokka milli áranna 2011 og 2012

00    Skatttekjur

Gert er ráð fyrir að skatttekjur á árinu 2012 verði 294 millj.kr. hærri en á árinu 2011. Útsvar hækkar um 209 millj.kr., fasteignaskattar hækka um 9,7 millj.kr., lóðarleiga hækkar um 5,8 millj.kr. Áætlað er að framlag frá Jöfnunarsjóði hækki um 69,7 millj.kr. frá árinu 2011.
02    Félagsþjónusta
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 102,5 millj.kr. milli ára. Hækkunin skýrist m.a. af 32 millj.kr. auknu framlagi vegna fjárhagsaðstoðar, 15,7 millj.kr. auknu framlagi vegna barnaverndar, 45 millj.kr. auknu framlagi vegna málefna fatlaðra en auknar tekjur vegna þessa færast undir málaflokk 00 sem þessu nemur. Framlag vegna greiðslu húsaleigubóta lækkar um 19 millj.kr. vegna hærra framlags frá ríkissjóði. Hækkun er í svo til öllum deildum á launakostnaði sem rekja má til nýgerðra kjarasamninga.
04    Fræðslu- og uppeldismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 107 millj.kr. milli ára. Framlag til Skólaskrifstofu Suðurlands hækkar um 12 millj.kr. milli ára. Framlag til allra skóla og leikskóla, nema Brimvers, hækkar á milli ára og má rekja það að mestu leyti til hækkunar á launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga. Framlag til leikskólans Brimvers lækkar lítillega milli ára og má rekja það til hagræðingar í rekstri.
05    Menningarmál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 6,5 millj.kr. milli ára. Framlag til hátíðarhalda hækka um 3,7 millj.kr., styrkir hækka um 1,1 millj.kr. Framlag til bókasafnsins á Stokkseyri lækkar vegna lækkunar á innri leigu. Að öðru leyti má rekja hækkun innan málaflokksins til aukins launakostnaðar vegna nýgerðra kjarasamninga.
06    Æskulýðs- og íþróttamál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 52,8 millj.kr. milli ára. Launakostnaður vegna nýgerðra kjarasamninga hækkar í öllum deildum málaflokksins sem það á við. Styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga hækka um 42 millj.kr. í formi reiknaðra afnota í sundlaugum og íþróttahúsum sem rekja má til aukins launakostnaðar. Undir þennan málaflokk fellur sérstakt framlag vegna kostnaðar við landsmót árið 2012, samtals 10 millj.kr.

 

07    Bruna- og almannavarnir
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 7,7 millj.kr. milli ára sem rekja má til hækkunar á framlagi til Brunavarna Árnessýslu.
08    Hreinlætismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 10,3 millj.kr. milli ára. Hækkunina má rekja til verðlagshækkana auk útboðs þar sem reiknað er með aukinni flokkun í sorphirðu. Um kostnaðarauka er að ræða árið 2012 vegna kynningar og fræðslu en kostnaður mun lækka árið 2013 vegna þessa.
 
09    Skipulags- og byggingamál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 5,2 millj.kr. milli ára. Innri leiga af lóðum og lendum hækkar um 2,8 millj.kr. Að öðru leyti má rekja hækkun innan málaflokksins til aukins launakostnaðar vegna nýgerðra kjarasamninga.

10    Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimildir til málaflokksins lækka um 16,3 millj.kr. milli ára. Ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaði við strætó milli Árborgar og Reykjavíkur og er það lækkun um 36 millj.kr. Innri leiga af gatnakerfi hækkar á milli ára um 6,2 millj.kr. og vöru- og þjónustukaup hækka um 11,4 millj.kr.
11    Umhverfismál
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 16,1 millj.kr. milli ára. Vöru- og þjónustukaup hækka um 6 millj.kr. Launakostnaður hækkar vegna nýgerðra kjarasamninga og einnig vegna nýráðningar umsjónarmanns umhverfis og framkvæmda.
21    Sameiginlegur kostnaður
Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 10,7 millj.kr. milli ára. Launakostnaður hækkar vegna nýgerðra kjarasamninga, innri leiga af ónotuðu húsnæði hækkar um 6,3 millj.kr., framlag til SASS hækkar um 1 millj.kr., aðrar deildir málaflokksins hækka eða lækka lítillega milli ára.

 

IV Megináherslur
Í þessari fjárhagsáætlun er lögð áhersla á að lágmarka álögur á sama tíma og áfram er unnið markvisst að lækkun skulda sem hlutfalls af tekjum. Fasteignagjöld voru þau hæstu á landinu árið 2010 en þá var fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis 0,35% af fasteignamati og hafði hækkað úr 0,276% frá árinu 2008. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 er stigið skref í átt að því að vinda ofan af þessari miklu hækkun og lækkar fasteignaskattur í 0,325% af fasteignamati. Eins og kunnugt er er sveitarfélagið á athugunarlista hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga enda ber sveitarfélögum að halda skuldahlutfalli sínu innan við 150% af tekjum. Skuldir sveitarfélagsins náðu hámarki árið 2008 þegar hlutfall skulda nam 209% af samstæðu. Á síðasta ári lækkaði þetta hlutfall í 205% og stefnir í að á þessu ári verði hlutfallið komið í 168% af samstæðu. Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun vegna næsta árs er gert ráð fyrir að skuldahlutfallið verði komið í 152% af samstæðu sem er rétt við viðmiðunarmörk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Þessi umskipti eru stærstu tíðindi þessarar fjárhagsáætlunar enda má segja að hér séu straumhvörf ef þetta gengur eftir. Fjármagnsgjöld hafa reynst sveitarfélaginu afar þung á síðustu árum enda hafa þau numið meira en hálfum milljarði á ári. Lækkun skulda léttir þessa byrði og hér erum við að horfa á lækkun skuldahlutfalls upp á ¼ á tímabilinu. Enn er reksturinn þungur í A-hluta þar sem framlegð (EBITA) er enn of lág eða rúm 5%. Veldur hér mestu að ekki hefur verið dregið úr þjónustu og álögur hafa verið hófstilltar. Miklu skiptir hins vegar að framlegð (EBITDA) af rekstri sveitarfélagsins í heild af samstæðu er nú yfir 15% þriðja árið í röð. Aðhald í rekstri skiptir hér miklu máli en stór skref hafa verið stigin í átt að skilvirkara stjórnkerfi og bættum rekstri sem skilar sér nú í lækkun skulda.
 
Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig hlutfall skulda af heildartekjum hefur þróast frá árinu 2008.

 
V      Nokkrar lykiltölur

Rekstur :
Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til fyrri umræðu gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A- og B- hluta verði 5.911 millj.kr. á árinu 2012. Hlutur skatttekna (útsvar, fasteignagjöld og Jöfnunarsjóður) í samanlögðum tekjum í A-hluta er 3.660 millj.kr. eða 74%.
Samkvæmt áætluninni þá verða skatttekjur (útsvar, Jöfnunarsjóður og fasteignaskattur) á íbúa 470 þús.kr., skuldir á íbúa verða 886 þús.kr. og heildareignir á íbúa verða 1.232 þús.kr.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar án afskrifta og fjármagnsliða er jákvæð um 865,4 millj.kr. Afskriftir eru áætlaðar 402,6 millj.kr., fjármagnskostnaður nettó er áætlaður 449,6 millj.kr. Heildarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 13,2 millj.kr.
Veltufé samstæðunnar frá rekstri er áætlað 602,6 millj.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 641,5 millj.kr. Heildarlaunakostnaður er áætlaður 2.695,6 millj.kr. sem er 45,6% af heildartekjum og 73,6% af skatttekjum en sveitarfélagið er stór vinnuveitandi með um 663 starfsmenn í 476 stöðugildum Annar rekstrarkostnaður er áætlaður 2.350 millj.kr.
 
Fjárfestingar :
Fjárfestingar ársins eru áætlaðar 465,3 millj.kr.  Áætlað er að selja  rekstrarfjármuni fyrir 70 millj.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 641,5 millj.kr. og nýjar lántökur eru áætlaðar 230 millj.kr. Í neðangreindri töflu má sjá skiptingu helstu framkvæmda á málaflokka.

 


VI       Lokaorð
Mikil vinna hefur farið í að ná tökum á rekstri og skuldavanda sveitarfélagsins. Það er því rétt að þakka sérstaklega fyrir þá miklu vinnu sem starfsfólk sveitarfélagsins hefur innt af hendi, bæði í Ráðhúsinu og svo stjórnendur og starfsmenn í einstökum stofnunum.  Sparnaðaraðgerðir hafa verið ákveðnar í fjárhagsáætlanagerð allt frá árinu 2008 en í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er áherslan á varanlegan sparnað eins og undanfarið. Hluti af þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 koma til með að spara meiri fjármuni síðar. Stjórnunarstöðum hefur verið fækkað og hagrætt hefur verið í stjórnunarkostnaði og má segja að nú sé kominn endapunktur á þá yfirferð. Eftir stendur stjórnkerfi sem er einfaldara og hagkvæmara. Framundan er enn óvissa með lykilþætti eins og launaþróun, verðbólgu, atvinnustig, niðurskurð í ríkisfjármálum að ótöldum efnahagshorfum í heiminum. Allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á afkomu sveitarfélagsins en framlögð áætlun gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á innan við 1% sem er með allra minnsta móti. Það þarf því áfram að gæta aðhalds en jafnframt er ekki síður mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér með þeim leiðum sem færar eru til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu og í nærsveitum. Ferðamál, þjónusta, verslun, iðnaður og orkumál eru nú sem fyrr þær stoðir sem Suðurland byggir afkomu sína á. Frekari þróun í þessum málaflokkum skiptir sköpum fyrir afkomu Sveitarfélagsins Árborgar og möguleika þess á góðri þjónustu með lágmarks álögum. Tækifærin eru mörg og þau ber að nýta sem best.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, og lagði fram bókun:
“Undirritaður óskar eftir að bæjarfulltrúum verði sendur samanburður á breytingum á gjaldskrám sveitarfélagsins milli áranna 2011 og 2012.  Sá samanburður verði sendur bæjarfulltrúum fyrir seinni umræðu um breytingar á gjaldskrám, þó ekki síðar en mánudaginn 12. desember nk.”
Helgi S.Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

 

Fjárhagsáætlun 2012 vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

IV. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir sundlaugar í Árborg 2012 – fyrri   
            umræða 
         
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

V. 1112008
           Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2012 –      
           fyrri  umræða 
  
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

VI. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2012 
            – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

VII. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir hundagjald í  Árborg 2012  – fyrri
            umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

VIII. 1112008
Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2012 – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

IX. 1112008
 Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Árborg 2012  – fyrri  umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

X. 1112008
           Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2012 – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XI. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir skólavistun í Árborg 2012 – fyrri
            umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XII. 1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum í Árborg 2012 –
            fyrri  umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XIII.   1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá bókasafna í Árborg 2012 – fyrri umræða
Kjartan Björnsson, D-lista, Bjarni Harðarson, V-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

XIV.    1112008
            Tillaga að breytingum á gjaldskrá Selfossveitna 2012 – fyrri umræða
Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu.  Var það samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05

 

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Kjartan Björnsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Bjarni Harðarson
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari