12.5.2016 | 23. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 23. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


23. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

 1. Fundargerðir til staðfestingar

a) 1501029

            Fundargerð félagsmálanefndar                                 14. fundur       frá   8. september

https://www.arborg.is/14-fundur-felagsmalanefndar-3/

 1. fundur frá 29. september

https://www.arborg.is/15-fundur-felagsmalanefndar-2/

 1. fundur frá   1. desember

https://www.arborg.is/16-fundur-felagsmalanefndar-2/

 1. fundur       frá 16. desember

https://www.arborg.is/17-fundur-felagsmalanefndar-2/
b) 1601004

            Fundargerð félagsmálanefndar                                 21. fundur       frá 12. apríl

https://www.arborg.is/21-fundur-felagsmalanefndar/

 c) 1601007

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              25. fundur       frá 16. mars

https://www.arborg.is/25-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

 1. fundur frá 13. apríl

https://www.arborg.is/26-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-3/
d) 1601003

            Fundargerð fræðslunefndar                                      20. fundur       frá 14. apríl

            https://www.arborg.is/20-fundur-fraedslunefndar-2/

 e) 1601008

            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                19. fundur       frá 13. apríl

https://www.arborg.is/19-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
f) 72. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 28. apríl

https://www.arborg.is/72-fundur-baejarrads/

 1. 1601006

            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            22. fundur       frá 4. maí
Til afgreiðslu:

 • liður 3, málsnr. 1604262 – Athugasemd við göngustíg sem liggur hjá Fossvegi 6 Selfossi. Lagt er til að vísa erindinu til frekari afgreiðslu.
 • liður 9, málsnr. 1604260 – Umsókn TRS um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara á Stokkseyri. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
 • liður 10, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hulduhól, Eyrarbakka. Erindið hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 11, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51- 59. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 12, málsnr. 1312089 – Tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Geitanes. Lagt er til að skipulagslýsing verði endurskoðuð, auglýst og kynnt.
 • liður 13, málsnr. 1601304 – Fyrirspurn um aukið byggingarmagn að Byggðarhorni landi nr. 9. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 1 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerðir félagsmálanefndar – Styrkbeiðnir.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 16. mars, lið 2, málsnr. 1603160 – Hreinsunarátak í Árborg 2016.

Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

 • liður 1 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. apríl, lið 2, málsnr. 1601074 – Vor í Árborg.
 • liður 1 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. apríl, lið 1, málsnr. 1603078 – Menningarviðurkenning Árborgar 2016.
 • liður 1 e) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. apríl, lið 3, málsnr. 1604036 – Æfingar handboltaakademíunnar í IÐU.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 3, málsnr. 1604262 – Athugasemd við göngustíg sem liggur hjá Fossvegi 6, Selfossi. Lagt er til að vísa erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 9, málsnr. 1604260 – Umsókn TRS  um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara á Stokkseyri. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 10, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hulduhól, Eyrarbakka. Erindið hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 11, málsnr. 1405411 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51- 59. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28.apríl, liður 12, málsnr. 1312089 – Tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Geitanes. Lagt er til að skipulagslýsing verði endurskoðuð, auglýst og kynnt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 2, Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl, liður 13, málsnr. 1601304 – Fyrirspurn um aukið byggingarmagn að Byggðarhorni, landi nr. 9. Lagt er til að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 2. 1604125 – Ársreikningur 2015 – síðari umræða

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu ársreiknings 2015:

Það er ljóst við framlagningu ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2015 að grafalvarleg staða er í fjármálum þess. Eitt árið enn er A-hluti bæjarsjóðs rekinn með tapi og er það núna 357 milljónir, eftir afskriftir og fjármagnsliði.  Bæjarsjóður hefur þá verið rekinn með tapi samfellt í átta ár, eða frá því árið 2008.   Þrátt fyrir að horft sé á rekstur bæði A- og B- hluta saman, er samt tap  upp á 21 milljón.  Er það í fyrsta skipti í sex ár sem tap er á rekstri A- og B- hluta.

Það er því alveg ljóst að ekki verður haldið áfram á þessari braut og nú verður að grípa til aðgerða til að snúa rekstri sveitarfélagsins til betri vegar áður en enn verr fer.

Samhliða taprekstrinum hafa skuldir sveitarfélagsins aukist jafnt og þétt og eru núna, skuldir og skuldbindingar þess, komnar í tæpa 11 milljarða króna og hafa aukist á milli ára um tæp 9%.

Það er því ljóst að ærið verkefni er fram undan hjá bæjarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins að leita leiða til að bæta reksturinn og snúa tapi í hagnað. Í því sambandi er leitt til þess að vita að hugmyndir undirritaðs í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2016 skuli ekki hafa verið teknar til greina og notaðar til að bæta hann strax á þessu ári, þrátt fyrir að þær hafi þýtt hækkun á fasteignagjöldum fasteignaeigenda, frekar en að skera niður þjónustu við fjölskyldur og börn þeirra.

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa S-lista við afgreiðslu ársreiknings 2015.

Ársreikningur sveitarfélagsins vegna ársins 2015 sýnir glöggt að ekki hefur tekist að ná böndum utan um rekstur sveitarfélagsins. Sú staðreynd að rekstur í vaxandi sveitarfélagi skili tapi upp á 357 milljónir króna er í senn nöturleg og grafalvarleg. Fyrir tveimur árum var afgreiddur ársreikningur vegna ársins 2013 með tapi uppá 37 milljónir, síðan þá hefur leiðin legið beint niður á við. Vissulega voru lögbundnar kjarasamningshækkanir starfsfólks sveitarfélagsins þungar, en það skýrir eingöngu hluta vandans. Skuldahlutfall bæjarsjóðs er 148,4 % sem er við þau skuldaviðmið sem fjármálareglur sveitarfélaga kveða á um. Það er því ljóst að ekki má mikið út af bera til að sveitarfélagið lendi á borði eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. 

Á árinu 2015 voru útsvarstekjur 108 milljónum króna hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Það er því ljóst að tapið af rekstri A- hlutans hefði orðið enn meira ef sú hækkun væri ekki staðreynd. Það er ljóst að svona getur þetta ekki gengið til framtíðar. Eitt af því sem verður að gera er að sveitarfélagið nýti betur þá tekjustofna sem fyrir hendi eru. Sem fyrr eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar reiðubúnir í alla þá vinnu sem þarf til þess að rétta af slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag við gerð þessa ársreiknings.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista við afgreiðslu ársreiknings 2015:

Nokkrir þættir gera það að verkum að niðurstaða rekstrar samstæðu sveitarfélagsins árið 2015 varð neikvæð um 21,1 mkr.   Breytingar vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga vega þar þungt, en áhrifin eru eftirfarandi: Annars vegar er gjaldfærð breyting lífeyrisskuldbindinga 16 millj.kr. lægri en áætlun gerir ráð fyrir í rekstrarreikningi hjá samstæðu. Hins vegar er hækkun á lífeyrisskuldbindingu færð meðal verðbóta í fjármagnsgjöldum 171,6 millj.kr. í aðalsjóði og 11,6 millj.kr. hjá Selfossveitum. Þetta gerir það að verkum að fjármagnsgjöldin hækka um 183,2 millj.kr. í rekstrarreikningi. Hækkanir þessar má rekja til áhrifa kjarasamninga og þess að aðferðum við útreikning var breytt. Heildaráhrif af gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga í rekstrarreikningi sveitarfélagsins eru því 167 millj.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir og munar um minna.

Rekstrarniðurstaða varð hagstæðari en fjárhagsáætlun með viðauka sem samþykktur var í október gerði ráð fyrir. Í umræddum viðauka var bætt inn þeim stærðum sem þá voru þekktar vegna kjarasamningshækkana og voru umfram það sem áætlað hafði verið fyrir vegna slíkra hækkana í upphaflegri fjárhagsáætlun ársins. Launahækkanir eru liður sem hafði veruleg áhrif á niðurstöðu rekstrar árið 2015, en alls hækkuðu launagreiðslur sveitarfélagsins um 517 mkr á milli ára. Í viðauka var aukið við launaliði um 62 mkr vegna nýs starfsmats og um tæpar 70 mkr vegna yfirkeyrslu launa í leik- og grunnskólum sem að mestu voru vegna veikindalauna. Þá var einnig mætt kjarasamningshækkunum hjá Tónlistarskóla Árnesinga, sem nam tæpum 17 mkr. Bæjarstjórn gætti fyllsta aðhalds á árinu og samþykkti ekki viðbótarfjárheimildir til nýrra verkefna í viðauka við fjárhagsáætlun. Þetta aðhald og aðhald sem stjórnendur sveitarfélagsins sýndu á árinu gerir það að verkum að við lokauppgjör er staða rekstrar heldur betri en áætlun gerði ráð fyrir og má benda á að rekstrarkostnaður, annar en laun, var talsvert undir áætlun. Auk þessa hafði jákvæð áhrif fyrir rekstrarniðurstöðu að vart varð aukningar á útsvarstekjum á lokamánuðum ársins, umfram það sem áætlað hafði verið.

Lífeyrisskuldbindingar í efnahagsreikningi hækka um 150 millj.kr. milli áranna 2014 og 2015. Þessi hækkun hefur áhrif á útreikning á skuldahlutfalli samstæðunnar, en þrátt fyrir þessa hækkun náðist að halda skuldahlutfalli undir því viðmiði sem skylt er skv. reglugerð um fjárhagsviðmið sveitarstjórna og er það 148,4%. Veltufé frá rekstri hækkar á milli ára og veltufjárhlutfall sömuleiðis. Veltufjárhlutfall hafði farið lækkandi en hækkar nú á ný og er 0,6 fyrir árið 2015.

Bæjarfulltrúar D-lista.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
Ársreikningur 2015 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:10

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari