15.2.2019 | 24. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 24. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

 

24. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:   
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá:

 

Almenn erindi
1. 1902046 – Erindi frá fulltrúum World Class
  Fulltrúar frá World Class komu inn á fundinn kl. 17:00.
  Björn Leifsson og Sigurður Leifsson frá World Class, Kjartan Sigurbjartsson, Pro-Ark, og Bragi Bjarnason, menningar- frístundafulltrúi, komu inn á fundinn. Fulltrúar World Class kynntu hugmyndir að stækkun stöðvarinnar á Selfossi.
     
2. 1902052 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
  Erindi frá velferðarnefnd alþingis, dags. 6. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), mál 495.

1902052

  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1902059 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 7. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, mál 509.

1902059

  Lagt fram til kynningar.
     
4. 1902053 – Viðbót við H3 launakerfi Árborgar
  Minnisblað frá mannauðsstjóra vegna kaupa á viðbótum við H3 launakerfi Árborgar. Bæjarstjóri leggur til að bæjarráð samþykki kaup á H3 Mannauði og H3 Ráðningum og feli bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun þar sem gerð verði grein fyrir því hvernig kostnaði verði mætt.
  Lagt var fram minnisblað frá mannauðsstjóra um ósk um kaup á H3 Mannauði og H3 Ráðningum sem viðbót við launakerfi Árborgar. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun þar sem gerð verði grein fyrir því hvernig kostnaði verði mætt.
     
5. 1902098 – Tilnefningar eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
  Erindi frá Lánasjóði Sveitarfélaga, dags. 11. febrúar, þar sem óskað er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

1902098

  Lagt fram til kynningar.
     
6. 1902101 – Samningur – landspilda úr Laugardælum
  Kaupsamningur vegna landspildu úr landi Laugadæla. Samningurinn er í undirritun og verður lagður fram undirritaður á fundi bæjarráðs til samþykktar.
  Samningur um sölu á landspildu úr landi Laugardæla, landnr. 206-114, stærð 1,971 m2, söluverð 1.971.000, var borinn undir atkvæði. Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
     
Fundargerðir til kynningar
7. 1901011 – Fundargerðir fræðslunefndar 2019
  8. fundur haldinn 6. febrúar

1901011

  Fundargerð lögð fram til kynningar.
     
8. 1902097 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2019
  191. fundur haldinn 11. febrúar

1902097

  Fundargerð lögð fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:50

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Rósa Sif Jónsdóttir