16.5.2017 | 34. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 34. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

34. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. maí 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista,

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1701028
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                          40. fundur       frá 26. apríl
 https://www.arborg.is/40-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

b) 109. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 4. maí
https://www.arborg.is/109-fundur-baejarrads/

2.
a) 1701024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                    35. fundur       frá 10. maí
https://www.arborg.is/35-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 1701026 Fundargerð félagsmálanefndar fundur       frá 9. maí
https://www.arborg.is/28-fundur-felagsmalanefndar-2/

c) 110. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá  11. maí
https://www.arborg.is/110-fundur-baejarrads-arborgar/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 110. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 1, málsnr. 1703292 – Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 8, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–          liður 2, málsnr. 1702317 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 16-20, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 –     liður 3, málsnr. 1703303 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 10-14, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 –     liður 4, málsnr.1703321 – Umsókn um stækkun byggingarreits að Árbakka 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–      liður 5, málsnr. 1703109 – Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 3, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–      liður 6, málsnr. 1609181- Umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr að Hjalladæl 6, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–      liður 16, málsnr. 1609216- Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

–      liður 18, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 11-13. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst.

–      liður 20, málsnr. 1504330 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 39-41. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim svörum við athugasemdum sem tilgreind eru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
     Úr fundargerð félagsmálanefndar, samanber 110. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–          liður 6, málsnr. 1701044 – Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykktar.

–          liður 7, málsnr. 1705151 – Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um félagslegar íbúðir verði samþykktar.

–          liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 26. apríl, lið 2, málsnr. 1704208 – Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði,  opnunartími sumarið 2017.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og tók undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, undir lið 2 í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar.  

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–          liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. maí, lið 3, málsnr. 1704254 – Styrkbeiðni – starfsemi Bataseturs Suðurlands, geðræktarmiðstöð. 

–          liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. maí, lið 3, málsnr. 1704012 – Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka.

–          Liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. maí, lið 15, málsnr. 1703243 – Niðurgreiðsla vegna barna hjá dagforeldrum.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 1, málsnr. 1703292 –  Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 8, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 2, málsnr. 1702317 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 16-20, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 –     liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 3, málsnr. 1703303 – Ósk um breytingu á byggingarreit raðhúss að Laxalæk 10-14, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 –     liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 4, málsnr.1703321 – Umsókn um stækkun byggingarreits að Árbakka 1, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.      

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 5, málsnr. 1703109 – Ósk um breytingu á stefnu mænisáss að Lækjarbakka 3, Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 6, málsnr. 1609181- Umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr að Hjalladæl 6, Eyrarbakka.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 16, málsnr. 1609216 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. maí, liður 18, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyravegi 11-13.
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst.

       Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–      liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. maí, liður 20, málsnr. 1504330 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 39-41. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi svörum við athugasemdum sem tilgreind eru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
Sveitarfélaginu Árborg barst eitt erindi með athugasemdum við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurveg 39-41 á Selfossi. Athugasemdirnar voru frá íbúum í Grænumörk 2 og 2a á Selfossi. Athugasemdirnar eru ódagsettar en bárust 19. júlí 2016. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða deiliskipulagið með efnislegum hætti. Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni frá því hún var auglýst vegna athugasemda og vegna leiðréttinga á upplýsingum í skipulagsgögnum. Skipulags- og bygginganefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurveg 39-41 verði samþykkt og tekin verði eftirfarandi afstaða til athugasemda. Athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a. Samantekt athugasemda: Í athugasemdum er byggt á því að nauðsynlegt sé að mæla fyrir um í deiliskipulaginu að um verði að ræða íbúðir sem séu skilyrtar fyrir íbúa 50 ára og eldri, sérstaklega vegna fjölgunar aldraðra íbúa á Selfossi. Þá eru gerðar athugasemdir við hátt nýtingarhlutfall bygginganna á lóðinni og of mörg bílastæði sem leiði til þess að nánast ekkert rými sé fyrir gróður. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni frá því að hún var fyrst auglýst til þess að koma til móts við athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a. Í fyrsta lagi var frá upphafi ætlun eiganda lóðar að reisa íbúðir fyrir íbúa 50 ára og eldri, athugasemd þess efnis hefur verið færð inn í greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Farið hefur verið yfir nýtingarhlutfall lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Nýtingarhlutfallið er 1,08 og er það í samræmi við skilmála aðalskipulags sem mælir fyrir um nýtingarhlutfall 1-2 fyrir lóðina. Nýtingarhlutfallið er því í neðri mörkum þess sem heimilt er skv. aðalskipulagi og getur vart verið minna. Á lóðinni er gert ráð fyrir 50 bílastæðum og fleiri bílastæðum í neðanjarðarbílageymslu þannig að stæði verði 2 á hverja íbúð. Heildarfjöldi íbúða verður á bilinu 32-35. Telja verður að fjöldi bílastæða á lóð sé í samræmi við það sem almennt getur talist hæfilegt þegar um er að ræða fjölbýlishús. Þá hefur athugasemd um gróður verið sett inn á deiliskipulagsuppdrátt um að gróður verði á þaki neðanjarðarbílageymslu. Umsögn Vegagerðar um deiliskipulagstillögu. Samantekt umsagnar: Í umsögn Vegagerðar um deiliskipulagstillöguna kemur fram að Vegagerðin líti svo á að fyrra deiliskipulag á lóðinni sé ekki í gildi og að umsögn Vegagerðar sé neikvæð. Afstaða Vegagerðar er sú að sveitarfélagið geti ekki samþykkt tengingar við stofnveg gegn mótmælum Vegagerðar. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til stendur við Austurveg og á lóðinni er samþykkt deiliskipulag í gildi þar sem gert er ráð fyrir tveimur tengingum við Austurveg. Breytingar hafa verið gerðar frá gildandi deiliskipulagi, þ.e. ekki verður um að ræða tvístefnu út af lóðinni í fyrirliggjandi tillögu. Breytingarnar eru því óverulegar frá gildandi skipulagi og eru til þess fallnar að tryggja betur umferðaröryggi. Síðustu ár hefur almennt verið unnið að því að fækka tengingum út á Austurveg og hefur þeim fækkað verulega á lóðunum í nágrenninu. Þá er nauðsynlegt að benda á að um er að ræða innkeyrslu á lóð sem stendur við Austurveg en ekki eiginlega vegtengingu. Jafnframt hefur verið tilkynnt að innan fárra ára muni lega þjóðvegar nr. 1 verða færð þannig að hún verði ekki lengur um Austurveg. Tillagan samþykkt samhljóða.       

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 b) Fundargerð félagsmálanefndar frá 9. maí, liður 6, málsnr. 1701044 – Reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 2 b) Fundargerð félagsmálanefndar, frá 9. maí, liður 7, málsnr. 1705151 – Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir verði samþykkta 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II. 1611041
Kosning í hverfisráð Eyrarbakka 2017 Varamaður  

            Lagt er til að Þórunn Gunnarsdóttir verði varamaður í hverfisráði Eyrarbakka.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

III.  1705230
Afsláttur af gatnagerðargjöldum  

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:        
Bæjarstjórn samþykkir að fella niður 25% afslátt sem gilt hefur af gatnagerðargjöldum vegna byggingarlóða í eigu sveitarfélagsins á Selfossi skv. samþykkt bæjarráðs frá 23. júní 2011. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IV.  1703065
Breyting á fulltrúum S-lista í nefndum

Lagt er til að Hermann Dan Másson verði varamaður S-lista í skipulags- og byggingarnefnd í stað Kristjáns Júlíussonar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

V.  1704205
Ársreikningur 2016 – síðari umræða            

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um ársreikning 2016.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu ársreiknings 2016:
Enn eitt rekstrarárið er rekstur A-hluta sveitarfélagsins rekinn með tapi.  Það er ljóst að þannig rekstur gengur ekki til langframa, að skatttekjur standi ekki undir daglegum rekstri.  Því er ljóst að enn frekar verður að gæta aðhalds og rýna rekstur sveitarfélagsins til að ná rekstri A-hlutans í plús.  Það er ekki síst nauðsynlegt á þeim uppgangstímum sem nú eru og líkur eru á að skatttekjur aukist, að rekstrarkostnaður aukist ekki á sama tíma og enginn ávinningur verði af auknum tekjum. 

Því verður að gæta áfram, sem hingað til, mikils aðhalds í rekstri og leita allra leiða til að minnka rekstrarkostnað sveitarfélagsins ef tekjur þess aukast ekki verulega.  Það er verkefni starfsmanna þess og stjórnenda, ásamt bæjarfulltrúum öllum.

Helgi S Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa S-lista við afgreiðslu ársreiknings 2016:
Það er gríðarlega mikilvægt þegar fjallað er um fjármál sveitarfélagsins að nálgast umræðuna af ábyrgð og raunsæi. Það getur ekki verið jákvætt og sveitarfélaginu varla til framdráttar ef málflutningur minnihluta hvers tíma snýst aðallega um  það sem neikvætt er. Að sama skapi getur það ekki verið jákvæður og ábyrgur málflutningur  meirihluta hvers tíma að fjalla eingöngu um það sem vel hefur tekist til með. Rekstur sveitarfélagsins getur varla verið að snúast til betri vegar, þegar halli á rekstri aðalsjóðs nemur um 220 millj. kr. og enn á ný eru það B-hluta fyrirtækin sem skapa rekstrarafgang samstæðunnar. Veltufjárhlutfall lækkar á milli ára og er í árslok 2016 0,61 en ætti að vera yfir einum svo ekki skapist hætta á að  sveitarfélagið lendi í greiðsluerfiðleikum, þar sem veltufé dugir ekki fyrir skammtímaskuldum. Veltufjárhlutfallið lagast ekki nema til komi jákvæðari rekstur. Skuldahlutfall  lækkar og skýrist það að mestu leyti af auknum tekjum, en heildartekjur sveitarfélagsins voru um það bil 300 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 

Undirrituð lýsa yfir áhyggjum yfir að ekki virðist ganga nógu vel að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins þrátt fyrir mikla tekjuaukningu í samfélaginu og mikinn viðsnúning í rekstri sveitarfélaga á Íslandi. Mikilvægt er að á næstu árum verði stigið varlega til jarðar í nýfjárfestingum, og aðaláherslan lögð á að ná tökum á rekstrinum og niðurgreiðslu skulda. Hvergi má slaka á í stöðugri endurskoðun á rekstrarhluta bæjarsjóðs á næstu árum svo ekki fari illa. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð þessa ársreiknings.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista við afgreiðslu ársreiknings 2016:
Á heildina litið er niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2016 afar jákvæð. Afgangur er af rekstri samstæðu, tekjur aukast og sjóðstreymi lagast. Skammtíma- og langtímaskuldir lækka og skuldahlutfall lækkar umtalsvert. Ánægjulegt er að skuldir við lánastofnanir og skammtímaskuldir skuli lækka, þær eru sá hluti skuldbindinga sveitarfélagsins sem bæjaryfirvöld á hverjum tíma geta haft bein áhrif á.  

Þrátt fyrir þetta er enn halli á rekstri aðalsjóðs og A-hluta, þó tekist hafi að minnka þann halla talsvert á milli ára. Mikilvægt er að ná jafnvægi milli tekna og útgjalda A-hluta og verður áfram leitast við að ná hagræðingu í rekstri.  

            Ársreikningur 2016 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason                                               
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir       
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari