11.1.2012 | 24. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 24. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

24. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Eyþór Arnalds, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Tómas Ellert Tómason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Bjarni Harðarson, varamaður, V-lista,

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá:

 

I. Fundargerðir til staðfestingar

 

1. a) 72. fundur bæjarráðs (1006055)    frá   8. desember 2011

 

2. a)  1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá  12. desember 2011
  b)  1007076
  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá    8. desember 2011
  c)  1007094
  Fundargerð félagsmálanefndar  frá   27. nóvember 2011
     d) 73. fundur bæjarráðs (1006055)  frá   15. desember 2011

 

3.  a) 1007095
  Fundargerð fræðslunefndar  frá  14. desember 2011
  b) 1007094
  Fundargerð félagsmálanefndar     frá  13. desember 2011
 c) 1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar   frá  12. desember 2011
 d) 74. fundur bæjarráðs (1006055)  frá  22. desember 2011
Úr fundargerð bæjarráðs 74. fundur, til afgreiðslu:
– liður 2, fundargerð félagsmálanefndar, 13. fundar, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga að breytingum á reglum.

 

4.  a) 75. fundur bæjarráðs (1006055)  frá  29. desember 2011

 

6.   a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 29. desember 2011
 b) 76. fundur bæjarráðs (1006055)  frá   5.  janúar  2012
Úr fundargerð bæjarráðs 76. fundar, til afgreiðslu:
– liður 1, fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, 19. fundur, -liður 5, 0909042, tillaga að breyttu deiliskipulagi Skipa. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

 

– liður 2 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. desember, lið 10, málsnr. 1012096 –  Útboð á sorphirðu 2011 og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum S-lista.
Hvaða aðilar innan bæjarkerfisins yfirfóru útboðsgögn vegna útboðsins – Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012 – 2016? Svar við þessari fyrirspurn verði lagt fyrir bæjarráð við fyrsta tækifæri.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Bjarni Harðarson, V-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

 

– liður 3 c) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. desember, liður 1, málsnr. 1110073 – Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2011.

 

– liður 3 d) Fundargerð félagsmálanefndar  frá 27. nóvember 2011, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, tillaga að breytingum á reglum.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
– Tillaga að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð, bori undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S- og V-lista, bæjarfulltrúi B-lista sat hjá.

 

– liður 4 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs Árborgar frá 29. desember, lið 1 málsnr. 1104251 – Endurupptaka máls, ósk um umsögn vegna lögbýlisréttar (Háteigur/Lágteigur) og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirrituð er ekki sammála þeirri ákvörðun bæjarráðs að hafna því að veita jákvæða umsögn um lögbýlisrétt. Það er mín skoðun að ef umsóknir sem þessar hvorki skaða sveitafélagið né skuldbinda það með neinum hætti þá eigi hagsmunir íbúa þess að ganga fyrir.“
Sandra Dís Hafþórsdóttir.

 

– liður 4. Minnisblað bæjarlögmanns. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Bjarni Harðarson, V-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
 
– liður 6 b)  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. desember 2011, mál nr. 0909042 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Skipa.
Tillaga um að breytt deiliskipulag við Skipa verði samþykkt, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.  1012096
 Samningur um sorphirðu 1. janúar – 30. júní 2011
 
 Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

„Fékk bæjarfulltrúi, Eggert Valur Guðmundsson, kæru Gámaþjónustunnar í hendur áður en sveitarfélagið fékk hana?  Ef svo er, væri gott að vita hvernig á því stæði.“
Eyþór Arnalds

 

Samningur um sorphirðu  var borinn undir atkvæði og staðfestur  með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B-, S- og V- lista sátu hjá.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæðum B-,S- og V-lista:

 

„Undirritaðir bæjarfulltrúar vilja benda á að ekki hefði þurft að koma til þessarar framlengingar á samningi um sorphirðu í desember sl. ef meirihluti D-lista hefði ekki farið þá ótrúlegu leið að hafna hagstæðu tilboði í sorphirðu sveitarfélagsins á sl. ári.  En varðandi það mál vísum við í bókanir okkar á 73.fundi bæjaráðs þann 15.desember sl. og aftur á 23.fundi bæjarstjórnar, einnig þann 15.desember sl.  Í stað þess að hafna þeim tilboðum sem bárust og ógilda útboðið hefði verið hægt að semja við lægstbjóðanda og spara þannig sveitarfélaginu stórar upphæðir og láta reyna á lögmæti þeirra athugasemda sem bárust við útboðsgögnin.   Þrátt fyrir þetta  er nauðsynlegt að halda sorphirðu, í sveitarfélaginu áfram  og greiðum við ekki atkvæði gegn þessari framlengingu á samningnum, heldur sitjum hjá.“

Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.
Bjarni Harðarson bæjarfulltrúi V- lista

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:30

 

Eyþór Arnalds 
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Tómas Ellert Tómasson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Bjarni Harðarson

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari