16.2.2012 | 25. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 25. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

25. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá:


I. I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a) 77. fundur bæjarráðs ( 1201001 )    frá 12. janúar 2012


2. a) 78. fundur bæjarráðs (1201001)  frá 19. janúar 2012


3. a) 1201024
     Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   frá 17. janúar 2012
b) 1201020
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar   frá 18. janúar 2012
c) 1201021
 Fundargerð fræðslunefndar      frá 19. janúar  2012
d) 79. fundur bæjarráðs (1201001)  frá 26. janúar  2012
 Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
– liður 6, 1112021 – Grenndarkynning um byggingarleyfi að Laufhaga 17, Selfossi, grenndarkynning hefur farið fram og athugasemdir borist. 


4. a) 80. fundur bæjarráðs ( 1201001)  frá  2. febrúar 2012


5. a) 1201023
  Fundargerð menningarnefndar   frá  30. janúar 2012  b) 81. fundur bæjarráðs (1201001)  frá    9. febrúar 2012


– liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 19. janúar.
    Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.


–    liður 3 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 19. Janúar, lið 2, málsnr. 1109098 – Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.


–   liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 18. janúar, lið 5, málsnr. 1010065 – Verkslagsreglur við snjómokstur.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.


–   liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar, lið 5, málsnr. 1201064 – Umferðarskipulag við Austurveg.
     Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.


– liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar sl., lið 6, mál nr. 1112021 – Grenndarkynning um byggingarleyfi að Laufhaga 17, Selfossi, grenndarkynning hefur farið fram og athugasemdir borist.
  
Í kjölfar grenndarkynningar bárust athugasemdir frá Sigrúnu Önnu Bogadóttur, Laufhaga 15, vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóðinni við Laufhaga 17.  Athugasemdirnar felast einkum í því að Sigrún telur að framkvæmdirnar hefðu neikvæð áhrif á hagsmuni sína þar sem þær myndu hindra viðgerðarvinnu við bílskúr hennar.  Sigrún lýsir því jafnframt yfir að þegar úrbætur hafi verið gerðar á bílskúr hennar muni hún samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni við Laufhaga 17.  Bæjarstjórn Árborgar telur að í ljósi þess að nokkurt bil verði á milli húsanna þá komi hinar fyrirhuguðu framkvæmdir ekki til með að hindra viðgerðir á bílskúr Sigrúnar. Bæjarstjórn heimilar því að umbeðið byggingarleyfi verði gefið út.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
Tillaga um að umbeðið byggingarleyfi verði samþykkt, borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
– liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. febrúar, lið 6, málsnr. 1201153 – Atvinnumál í Árborg 2012.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur.II. 1202231
Breyting á fulltrúum V-lista í nefndum 2012


 Lagt var til að Andrés Rúnar Ingason taki sæti sem varamaður í framkvæmda- og veitustjórn í stað Óðins Andersen .
 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


III. 1201103
Kosning í hverfisráð


 Eftirtaldir aðilar voru kosnir í hverfisráð Árborgar


Sandvík
 Guðmundur Lárusson
Anne B Hansen
 Ægir Sigurðsson
 Anna Gísladóttir
 Jónína Björk Birgisdóttir
 
Varamenn
 Guðrún Kormáksdóttir
 Oddur Hafsteinsson
 Aldís Pálsdóttir
 Jóna Ingvarsdóttir
 Arnar Þór KjærnestedEyrarbakki
Þór Hagalín
Gísli Gíslason
Arna Ösp Magnúsardóttir
Linda Ásdísardóttir
Óðinn Andersen


Varamaður:
Baldur Bjarki Guðbjartsson


Stokkseyri
Grétar Zóphaníasson
Sigurborg Ólafsdóttir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Lára Halldórsdóttir


Selfoss
Helga R. Einarsdóttir
Guðmundur Sigurðsson
Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson
Ingibjörg E. L. Stefánsdóttir
Magnús Vignir Árnason


Varamaður:
Eiríkur Sigurjónsson
 
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.


Bæjarstjórn Árborgar þakkar fulltrúum í hverfisráðum fyrir óeigingjarnt starf.


Kosning um hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.IV. 1202279
Þriggja ára áætlun 2013-2015 – fyrri umræða


 Eyþór Arnalds, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdu þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015 úr hlaði.


Greinargerð með 3ja ára fjárhagsáætlun
Fyrir árin 2013- 2015


Stefnumörkun
Fyrir liggur til fyrri umræðu önnur 3ja ára áætlun sem sett er fram á þessu kjörtímabili. Til grundvallar henni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 en jafnframt er byggt á þriggja ára áætlun 2012-2014, ekki síst hvað varðar fjárfestingar og álögur. Gert er ráð fyrir að byggja á þeim grunni og þeim breytingum sem fyrir liggja og halda áfram á sömu braut. Fjárfestingar eru í lágmarki en engu að síður eru verulegir fjármunir lagðir í veitukerfi, einkum heitavatnskerfi. Endurbætur á götum og gangstígum eru þó áformaðar. Þá er gert ráð fyrir því að ráðist verði í viðbyggingu við Sundhöll Selfoss á árunum 2013-14. Stefnt er að lækkun skuldahlutfalls í samræmi við viðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir niðurgreiðslu skulda á áttunda hundrað milljóna á tímabilinu. Segja má að lækkun skulda sé mikilvægasta fjárfestingin enda er gert ráð fyrir að fjármagnsliðir verði sífellt jákvæðari föstu verðlagi. Niðurgreiðsla skulda leiðir þannig af sér sterkari peningalega stöðu og aukið svigrúm til að lágmarka álögur á íbúa sveitarfélagsins. Þá er áfram stefnt að því að taka til baka þær hækkanir á fasteignaskatti heimilanna sem urðu eftir bankahrun og lækka í áföngum fasteignaskattsprósentuna úr 0.325% í 0.275%. Er hér um að ræða mikla leiðréttingu á fasteignaskattsprósentunni á tímabilinu.


Stefnt er að sölu eigna og þá sérstaklega fastafjármuna sem ekki eru notaðir af sveitarfélaginu sjálfu. Um þetta hefur náðst góð sátt meðal bæjarfulltrúa. Með þessu er unnt að ráðast í fjárfestingar án þess að lántökur fari úr hófi fram. Ýmsir óvissuþættir eru í umhverfi sveitarfélaga um þessar mundir og er því mikilvægt að fara varlega. Má hér nefna reglur og lagasetningu ríkisins, ástand á vinnumarkaði sem er ótryggt þó það fari batnandi í sveitarfélaginu, launaþróun og yfirfærslu málaflokka frá ríki til sveitarfélaga. Má segja að þessi áætlun sé hófleg og aðhaldssöm án þess þó að vega að rekstraröryggi og þjónustu við íbúana.


Helstu áherslur
Hér er lögð fram í bæjarstjórn Árborgar þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2013 – 2015. Áætlunin er unnin í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga og er greind niður á málaflokka.


Þriggja ára áætlun er ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2015 heldur yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár.  Við fjárhagsáætlanagerð hvers árs fer fram nánari útfærsla á þriggja ára áætlun miðað við þær forsendur sem þá liggja fyrir og því geta fjárhæðir og framkvæmdahraði vegna einstakra verkefna breyst frá því sem fram kemur í þriggja ára áætlun hverju sinni.


Samkvæmt lögum fer þriggja ára áætlun í tvær umræður í bæjarstjórn. Áætlunin sem nú liggur fyrir getur því tekið breytingum milli umræðna en seinni umræða er áætluð þann 21.mars næst- komandi.


Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.


Helstu forsendur áætlunar 2013 – 2015
Til að unnt sé að setja fram áætlunina hafa ákveðnar forsendur verið lagðar til grundvallar.  Í ljósi efnahagserfiðleika í landinu og óvissu um þróun mála næstu misserin þá er ljóst að forsendur áætlunarinnar geta breyst þegar fram líður.  Þriggja ára áætlun er byggð á áætlun ársins 2012 og er á föstu verðlagi og föstu gengi.


Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin.


Íbúaþróun
Í áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að íbúafjöldi standi í stað en í þriggja ára áætlun er nú gert ráð fyrir fjölgun íbúa sem nemur 1% á ári.


Skatttekjur
Áætlað er að skatttekjur hækki um 2% á ári næstu þrjú árin. Áætluð hækkun tekur mið af opinberum spám um hækkun útsvars vegna aukinna atvinnutekna í kjölfar jákvæðs hagvaxtar, fjölgunar íbúa og minnkandi atvinnuleysis. 


Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Gert er ráð fyrir hækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem nemur 2% á ári næstu þrjú árin.


Fasteignaskattur
Gert er ráð fyrir því að lækka fasteignaskatt A á íbúðarhúsnæði í þrepum á næstu tveimur árum. Á árinu 2013 muni álagningarhlutfall  lækka úr 0,325% í 0,30%. Á árinu 2014 muni það lækka úr 0,30% í 0,275%.


Þjónustutekjur
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni.


Laun
Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun árisins 2012.  Ekki er gert ráð fyrir launahækkunum. Launaliðir í nokkrum deildum munu breytast þar sem biðlaunagreiðslum mun ljúka á árinu 2013.


Rekstrarkostnaður
Áætlun rekstrarkostnaðar er byggð á áætlun ársins 2012. Breytingar eru í einstaka málaflokkum þar sem samningar hafa verið gerðir fram í tímann.


Helstu niðurstöður áætlunar 2013 – 2015

Eins og sjá má í töflunni hér að ofan er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð öll árin. Veltufé frá rekstri er jákvætt og hækkar jafnt og þétt á tímabilinu.


Fjármagnsliðir
Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við.  Eins og fyrr segir er áætlunin gerð á föstu verðlagi með  þeirri undantekningu þó að við útreikning á fjármagnskostnaði er gert ráð fyrir hækkun vísitölu um 3% á ári.


Fjárfestingar
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 420 millj.kr. árið 2013, 409,5 millj.kr. árið 2014 og 429,3 millj.kr. árið 2015.


Lántökur
Ný langtímalán á árunum 2013 -2015 eru áætluð 1.285 millj.kr. en niðurgreiðslur eldri lána eru áætlaðar á sama tímabili 1.923 millj.kr.


Lokaorð
Aukin festa er að verða í áætlanagerð sveitarfélagsins og er meira samhengi á milli áætlana milli ára sem og markvissari beiting þriggja ára áætlanagerðar í ársáætlanagerð. Þrátt fyrir þetta og óvissu í ytra rekstrar- og verðbólguumhverfi má áfram búast við að sveitarfélagið þurfi að grípa inn í verkefni sem koma í fang þess. Óvæntar fjárfestingar eru ekki útilokaðar þó þær séu ekki á áætlun enda eru enn mörg verkefni óleyst þó vel hafi gengið að takast á við erfiðar áskoranir á síðustu árum. Fyrir tólf árum síðan voru skuldir að undanskildum lífeyrisskuldbindingum um helmingur af tekjum sveitarfélagsins. Árið 2010 voru þær nærri fjórum sinnum hærri að hlutfalli. Það er mikið grettistak að ná tökum á og minnka slíka skuldastöðu á sama tíma og við lækkum álögur á íbúa og tökum í fang fjárfestingarverkefni sem þurfa úrlausnar við. Á síðustu tveimur árum má nefna hér Björgunarmiðstöðina á Selfossi og Miðjureitinn. Fleiri óleyst fjárfestingarverkefni kunna að kalla á úrlausnir en í slíkum tilfellum er stefnt að því að leysa slík mál með lágmarkstilkostnaði fyrir sveitarfélagið. Rétt er að þakka starfsmönnum og íbúum fyrir gott samstarf og skilning á erfiðum viðfangsefnum sveitarfélagsins okkar. Framtíð sveitarfélagsins er björt og vaxtar- og þróunarmöguleikar með því besta sem þekkist. Traustur fjárhagsgrunnur er hér lykill að uppbyggingu og þróun til langrar framtíðar. 


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.


Lagt var til að þriggja ára fjárhagsáætlun verði vísað til síðari umræðu.
Var það samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari