18.10.2019 | 15. fundur Hverfaráð Stokkseryrar

Forsíða » Fundargerðir » 15. fundur Hverfaráð Stokkseryrar
image_pdfimage_print


Fundur hjá Hverfaráði Stokkseyrar 17. september 2019

Mætt eru: Guðný Ósk, Hafdís, Svala, Björg og Jónas

 1. Lýsing og merking á Fjörustígnum, sérstaklega við Gamla Hraun vantar lýsingu því þar liggur stígurinn yfir heimkeyrsluna, mikill slysahætta. – hefur verið tekið fyrir áður hjá hverfaráði og óskum við eftir því að farið verði fljótt og örugglega í þessa framkvæmd svo ekki verði stórslys.
 2. Lausar rollur í þorpinu– íbúar orðnir mjög þreyttir á þessu.
 3. Ákveðið að boða til opins íbúafundar og bjóða bæjarstjóra og bæjarfulltrúa á hann, annað hvort 9. eða 16. október 2019 kl. 20:00 í BES. Beðið er svara frá bæjarstjóra og bæjarfulltrúum
 4. Öll tré ónýt eftir sláttur sumarsins. Búið að slá börkinn af þeim. Hverfaráði þykir þetta mjög miður og óskar eftir því að sett verði ný tré.
 5. Hverfaráð var með netfang hjá sveitarfélginu, er það ennþá virkt?
 6. Laga innsiglingarmerki, hefur verið tekið fyrir áður hjá hverfaráði.
 7. Fá hundagerði strax, hefur verið tekið fyrir áður hjá hverfaráði og furðar það sig á því að ekki hafi verið brugðist við.
 8. Byggingarlóðir vantar strax!!!! Margir komið að tali við hverfaráð og furðað sig á þessu.
 9. Hraðahindrun á Stjörnusteina og Heiðarbrún. Mikil fjölgun á börnum þar og nauðsynlegt að draga úr hraða bifreiða.
 10. Vantar spegil við enda á götunni sem liggur frá sundlaug. Mikið um börn að leik og oft munað litlu að annaðhvort hafi verið keyrt á barn eða að bílar lendi saman.
 11. Ítreka að fólk klippi gróður svo hægt sé að nota gangstéttar.
 12. Setja grjót til að ekki sé hægt að keyra upp á sjóvarnargarðinn, vestan megin við þorpið.
 13. Áhaldahúsið – Hverfaráð óskar eftir að fá not af því fyrir skrautið sem að hverfin á Stokkseyri eiga.
 14. Vantar grænar ruslatunnur á ljósastaura á skólalóðinni hjá BES. Nemendur mjög duglegir að týna rusl en þurfa að fara yfir götu til að komast í ruslafötu.