21.9.2016 | 26. fundur bæjarstjórnar Árborgar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 26. fundur bæjarstjórnar Árborgar
image_pdfimage_print


 26. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn mánudaginn 19. september 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar: Andrea Lind Guðmundsdóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Elfar Oliver Sigurðarson, Freydís Ösp Leifsdóttir,  Pétur Már Sigurðsson, Sigdís Erla Ragnarsdóttir, Sigþór C. Jóhannsson, Sunneva Þorsteinsdóttir,  Sveinn Ægir Birgisson.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennaráðs Árborgar og aðra gesti.

Dagskrá:

Sveinn Ægir Birgisson tók til máls og sagði frá verkefni ungmennaráðs og það sem fram undan er hjá ráðinu.
I – 1609112. Fyrirspurn UNGSÁ vegna menningarsalarins

Sveinn Ægir Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá ungmennaráði:
Ungmennaráðið spyr hver staðan sé á Menningarsalnum ?

 • Ungmennaráðinu finnst leiðinlegt að svona stór salur í hjarta bæjarins standi auður og hvað lítið sé búið að gera málum salarins frá því að sveitarfélagið eignaðist hann.

 

 II – 1609113. Tillaga UNGSÁ um bíllausa viku í Árborg

 Ásdís Ágústsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráðið leggur til að samstarf verði milli ungmennaráðs og bæjarstjórnar um verkefnið bíllausa viku 2017. 

 • Ungmennaráð Árborgar leggur til að Sv. Árborg haldi bíllausa viku árið 2017. Íbúar verða hvattir til að hjóla eða ganga til vinnu eða skóla. Hugmyndin væri að halda vikuna í lok apríl eða lok ágúst næsta árs. Við óskum því eftir fjármagni fyrir auglýsingar, verðlaun og annað tilheyrandi.
 • Við stefnum á að fá kynningar frá slysavarnafélaginu og lögreglu varðandi umferðaröryggi og mikilvægi hjálmsins.
 • Þetta passar inn í stefnu sveitarfélagsins sem umhverfisvænt og heilsueflandi sveitarfélag.

Af hverju bíllaus vika?

 • Heilsueflandi

-Eykur hreyfingu yfir daginn

 • Umhverfisvænna

-Minnkar umferð ökutækja við skóla

-Minnkar útblástur

 • Fjölskyldueflandi

-Fjölskyldan saman að hreyfa sig

-Forvörn

 • Eykur umræðu um umhverfistengd og heilsueflandi málefni

Tímaramminn sem við sjáum fyrir okkur er ein vinnuvika, eða fimm virkir dagar.

Vikan hefst á mánudegi og endar á föstudegi. Kynning á verkefninu fer fram í vikunni á undan svo allir séu með á nótunum. Stefnum á að hafa keppni á milli skóla og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þann eða þá sem stendur uppi sem sigurvegari bíllausrar viku. Skoða má hvort viðburðurinn verður árlegur ef vel tekst til.

 III – 1609114.  Tillaga UNGSÁ um plastpokalausa Árborg

 Sigþór C. Jóhannsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið sendi fjölnotaburðarpoka á hvert og eitt heimili í sveitarfélaginu í tilefni átaksins plastpokalaust Suðurland.  

 • Plastpokar eru óþarfir, sérstaklega ef litið er til þess tíma sem tekur fyrir plastið að brotna niður í náttúrunni.
 • Burðarpokarnir gætu verið framleiddir hjá VISS og hvetja mætti nemendur í grunnskólum til að búa til fjölnota poka fyrir sitt heimili.
 • Hægt væri að fá fyrirtæki með í lið til þess að draga úr plastpokanotkun, t.d. með því að byrja að selja burðarpoka í auknum mæli.
 • Með fjölnota pokanum myndi fylgja upplýsingabæklingur um skaðsemi plasts í náttúrunni.
 • Vert er að benda á að Sveitarfélagið Stykkishólmur fór í átak og minni fyrirtæki hættu að selja plastpoka í verslunum sínum. Það gekk mjög vel.
 • Miðað við fjölda plastpoka sem hver Íslendingur notar má reikna með að íbúar Árborgar noti um 900.000 plastpoka á ári hverju.

IV – 1609115. Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma á unglingastigi í grunnskólum Árborgar

 Pétur Már Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu ungmennaráð

Ungmennaráð Árborgar leggur til að lífsleiknitímar á unglingastigi í grunnskólum verði lengri, markvissari og betur nýttir.

 • Hingað til hafa lífsleiknitímar á unglingastigi ekki verið nýttir nógu vel. Þeir fara yfirleitt bara í kökudaga eða spilatíma. Okkur í ungmennaráðinu finnst það synd, því þessir tímar eiga að vera undirbúningur fyrir lífið.
 • Við leggjum til að gerð verði kennsluáætlun fyrir lífsleiknitímana þar sem sérstakt efni verði tekið fyrir í hverjum mánuði, með fræðslu í upphafi og verkefnavinnu og umræðum í kjölfarið.
 • Einnig leggjum við til að lífsleiknitímar verði tvöfaldaðir því það munar svo miklu þegar hægt er að ná fram lengri umræðum eftir kynningar eða fræðslu.
 • Dæmi um fræðslu: Réttindi ungs fólks á vinnumarkaði, fjármálalæsi, skyndihjálp, kynfræðsla o.fl.
 • Sífellt er verið að brjóta á ungu fólki sem þekkir hvorki réttindi sín né vinnumarkaðinn nógu vel. Þetta mætti auðveldlega bæta með markvissri fræðslu og verkefnum með. Stéttarfélögin hafa síðustu ár verið með kynningu og við teljum það mjög gott. Þó má bæta smá við þetta með verkefnum.
 • Í fjármálalæsi má kenna gerð skattaskýrslna, læsi launaseðla, skilning á sköttum, lífeyrirssjóðum, tekjum, gjöldum o.s.frv. Strax við fermingu eignast meirihluti barna mjög mikið af peningum en kunna ekki einu sinni að leggja þá inn í banka.
 • Það er fullt af ungu fólki sem kann ekki skyndihjálp því það er svo lítið um fræðslu. Það er að sjálfsögðu ekki gott þegar á reynir. Hægt væri að fara í samstarf við björgunarsveitina, Rauða krossinn.
 • Það er nokkuð augljóst hvers vegna kynfræðsla er mikilvæg. Ungt fólk hefur oft margar spurningar en veit ekki hvert á að snúa sér með þær. Það er mjög gott að eiga stundum tíma sem gerður er fyrir slíkar spurningar. Einnig má reyna að fá allavega einu sinni á grunnskólagöngunni karlkyns kennara til þess að kenna strákum kynfræðslu.

V – 1609116.  Tillaga UNGSÁ um fræðslu um geðheilbrigði í grunnskólum Árborgar

 Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð leggur til að það verði meiri fræðsla um geðheilbrigði í grunnskólum sveitarfélagsins.

 • Lítið er um geðheilbrigðisfræðslu í grunnskólum eins og er. Vanþekking ýtir undir fordóma og mikið er um misskilning hvað varðar geðsjúkdóma og einkenni þeirra meðal ungmenna.
 • Auðvelt væri að bæta þessi mál, þó það væri ekki nema viðhald á plakötum og aðgengilegri upplýsingar að þjónustu og hjálparlínum. Einnig væri hægt að koma inn aukinni fræðslu í lífsleiknitíma.
 • Hægt er að fá fjöldann allan af fyrirlesurum víðs vegar af landinu sem bjóða upp á hnitmiðaða en áhrifaríka fræðslu. Sem dæmi má nefna fagaðila geðheilbrigðissviðs og einstaklinga sem sjálfir þekkja til geðrænna vandamála.
 • Auka þarf aðgengi að skólasálfræðingum innan veggja grunnskóla eins fljótt og auðið er. Eins og staðan er í dag getur verið margra mánaða bið eftir tíma hjá skólasálfræðingi. Brýnt er að fjölga sálfræðingum í heimabyggð.
 • Mikilvægt er að taka á geðrænum kvillum um leið og þeim byrjar að bregða fyrir.           

VI – 1609117.  Tillaga UNGSÁ um fræðsluefni fyrir ungmenni um stéttarfélög

 Freydís Ösp Leifsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu ungmennaráðs:

Ungmennaráð leggur til að gert verði fræðsluefni fyrir ungt fólk í samstarfi við stéttarfélögin á Suðurlandi.

 • Mikið er um að brotið sé á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.
 • Auka þarf fræðslu í formi forvarna svo sem bæklinga, fyrirlestra í skólum og myndbanda.
 • Tilvalið væri að nýta lífsleiknitíma í þessa fræðslu og hafa þá verkefni með, en ungmennaráð hefur mikla reynslu af slíku.
 • Ef Sv. Árborg leggur til fjármagn gæti ungmennaráð staðið að gerð fræðsluefnis í formi jafningjafræðslu í samstarfi við stéttarfélögin.

VII – 1609118.  Tillaga UNGSÁ um æfingasvæði fyrir akstur og akstursíþróttir

Andrea Lind Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu ungmennaráðs:

 Ungmennaráð Árborgar leggur til að bæjarstjórn komi upp ákveðnu svæði þar sem akstursáhugamenn geta komið saman og sinnt áhugamálum sínum.

 • Þess konar svæði er mjög hentugur vettvangur fyrir ökukennslu á margvíslegan hátt.
 • Hægt væri að nýta þetta svæði fyrir sérstaka viðburði á borð við Delludaga.

Þessi aðgerð myndi stuðla að:

 • Auknu öryggi bæði gangandi vegfarenda og annarrar umferðar innan sveitarfélagsins.
 • Minna álagi á götur og vegi sveitarfélagsins. Dregur úr viðhaldskostnaði.
 • Minni hljóðmengun í þéttbýliskjörnum.
 • Áhættuhegðun færist frá götum sveitarfélagsins á öruggt afmarkað svæði.
 • Að auki má færa rök fyrir því að aksturssvæði af þessu tagi geti stuðlað að öruggari umferð. Ef vísað er í skýrslu rannsóknarverkefnisins Kostnaður umferðarslysa við Háskólann í Reykjavík frá 2014 kemur fram að hvert banaslys í umferðinni er talið kosta 659,6 milljónir króna og hvert alvarlegt slys 86,4 milljónir króna. ggt afmarkað svæði. Svona svæði er góður vettvangur til að deila áhugamálum. Hægt væri að nýta þetta svæði fyrir t.d. Delludaga. Einnig væri þetta svæði mjög hentugur vettvangur til ökukennslu á margan hátt 

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Freydís Ösp Leifsdóttir, ungmennaráði, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Sveinn Ægir Birgisson, ungmennaráði, tóku til máls um tillögur ungmennaráðs.

Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi, tók til máls um tillögur og starf ungmennaráðs.
Lagt var til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og þakkaði fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna.
Gert var fundarhlé.
Fundi var fram haldið. 

 VIII – Fundargerðir til staðfestingar

1. 

a) 1601003

            Fundargerð fræðslunefndar                                                  23. fundur       frá 25. ágúst

https://www.arborg.is/23-fundur-fraedslunefndar-2/

 b) 82. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 1. sept.

https://www.arborg.is/82-fundur-baejarrads-2/

 2.

 a) 1601006. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        26. fundur       frá 7. sept.

https://www.arborg.is/26-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
b) 83. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 8. sept.             https://www.arborg.is/83-fundur-baejarrads-2/

 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 25. ágúst, lið 14, málsnr. 1608051 – Tillaga Örnu Írar Gunnarsdóttur um frí námsgöng fyrir grunnskólabörn.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

 • liður 2 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. september – Fjölgun byggingarleyfa í Árborg.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls.

 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. september, lið 10, málsnr. 1601304 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Byggðarhorni 9.           

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

 IX – 1608138.  Breyting á fulltrúum Æ-lista í nefndum

 Lagt er til að Guðfinna Gunnarsdóttir verði varamaður í bæjarráði.
Einnig er lagt til að Guðfinna Gunnarsdóttir verðir varamaður á aðalfundi SASS, fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga, landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga og aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í stað Más Ingólfs Mássonar.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 X – 1505237.  Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

 Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:25

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                Rósa Sif Jónsdóttir, ritari