22.3.2012 | 26. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 26. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

26. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

I. Fundargerðir til staðfestingar

 

1. a) 1201021
 Fundargerð fræðslunefndar  frá     9. febrúar
 b) 82. fundur bæjarráðs  frá   16. febrúar

 

2. a)  1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá    8. febrúar
b) 1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá  15. febrúar
c) 1201019
Fundargerð félagsmálanefndar frá  14. febrúar
d) 1201023
Fundargerð menningarnefndar frá  14. febrúar
e) 1201024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá  14. febrúar 
f)  83.fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá   23.febrúar
 Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
– liður 5, 1202229 –  Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu,
Stokkseyri, lagt er til að tillagan verði auglýst.
  – liður 6, 0908030 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 36, Selfossi,
  lagt er til að tillagan verði auglýst.

 

3. a) 84. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá        1. mars   

 

4. a) 1201022
  Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar  frá       2. mars
 b) 85. fundur bæjarráðs ( 1201001 )  frá       8. mars

 

5. a) 1201021
  Fundargerð fræðslunefndar  frá       8. mars
 b) 86. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá     15. mars

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. febrúar, lið 1, málsnr. 0806063 – Málefni Björgunarmiðstöðvar.

 

– liður 2 b) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. febrúar, lið 4, málsnr. 1202273 – Umhverfisverkefni sumarið 2012.
Eyþór Arnalds,  D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

 

Tillaga um skipan verkefnishóps um umhverfismál var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og V- lista,  gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista.

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 8. febrúar, lið 1, málsnr. 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerðar framkvæmda- og veitustjórnar frá 8. febrúar, lið 2, málsnr. 1201128 – Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og eignarhald og lið 6, málsnr. 1103049 – Götulýsing í Árborg
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 

– liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 8. febrúar, lið 7, málsnr. 1010065 – Verklagsreglur við snjómokstur.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

 

– liður 2 e) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. febrúar, lið 5, málsnr. 1202229 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu, Stokkseyri, og lið 6, málsnr. 0908030 – Tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 36, Selfossi.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu, Stokkseyri, og tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 36, Selfossi, voru borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

– liður 2 f) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. febrúar, lið 4- Fundargerð menningarnefndar, lið 3, málsnr. 1201086, –  Íslensku Hálandaleikarnir 2012
Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri tók til máls.

 

– liður 2 f) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. febrúar, lið 4 – Fundargerð menningarnefndar, lið 1, málsnr. 1201144 –  Menningarstúkur á Eyrarbakka . 

 

– liður 3 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. mars, lið 4, Umsögn – frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis.
 Andrés Rúnar Ingason, V-lista og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

– liður 3 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. mars, lið 3 – Erindi Skógræktarfélags Selfoss – Flutningur á trjám úr Hellisskóli inn í Árborg.
 Eggert Valur Guðmundsson og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.

 

– liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. mars, málsnr 111074 – Uppbygging íþróttamannvirkja í Árborg.
Eyþór Arnalds D,lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  tóku til máls.

 

– liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. mars, lið 4, málsnr. 1203002 – Beiðni Hestamannafélagsins Sleipnis um styrk til greiðslu fasteignaskatts á reiðhöllinni við Norðurtröð 5, Selfossi.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 

– liður 4 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. mars, lið 1- Fundargerð íþrótta- og tómstundarnefndar, málsnr. 1201022, lið 1, málsnr. 1202319 og lið 3, málsnr. 1202385 – Umsókn um styrkveitingar til reksturs og uppbyggingar mótorkrossbrautar og til Golfklúbbs Selfoss

 

– liður 5 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. mars lið 5, málsnr. 1202236 – Fundargerð SASS, lið f) – Varðandi námsmannakort.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.

 

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 

II. 1201103
 Hverfaráð
 a)   Kosning í hverfisráð Eyrarbakka í stað Lindu Ásdísardóttir
b)  Formenn hverfaráða á Eyrarbakka, Sandvíkurhreppi, Selfossi og Stokkseyri

 

a) Tillaga að fulltrúa í stað Lindu Ásdísardóttur er Arnar Freyr Ólafsson.
b) Tillaga að formönnum hverfaráða Árborgar eru:
Á Eyrarbakka, Þór Hagalín
Í Sandvíkurhreppi, Anne B. Hansen
Á Selfossi, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir
Á Stokkseyri, Grétar Zóphaníasson

 

 Tillögur bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða

 

III. 1201083
Samþykkt um hundahald – fyrri umræða

 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  fór yfir helstu breytingar á samþykktinni.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykkt um hundahald til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.

 

IV. 1203049
 Lántökur 2012
 Ari B. Thorarensen, D-lista, fylgir málinu úr hlaði.

 

 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 230.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta af afborgunum lána á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2012, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

 Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Lántökur 2012, lán að fjárhæð 230 m.kr. borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

V. 1202279
Breytingartillögur fulltrúa S- og B- lista við 3 ára fjárhagsáætlun

 

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi, S-lista, fylgdi úr hlaði breytingartillögu frá fulltrúum S- og B- lista, um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar (fjárfestingar 2013 til 2015).

A- hlutasjóðir
BES.  Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir 50 milljóna framlagi til húsnæðis barnaskólans á Eyrarbakka árið 2014. Okkar tillaga er sú að þegar á árinu 2013 verði varið 25 millj. til endurbóta á húsnæði skólans á Eyrarbakka og 25 millj. árið 2014. Það liggur fyrir að bæjaryfirvöld ætla sér að viðhalda skólastarfi á Eyrarbakka og okkar skoðun er sú að viðhald og endurbætur á húsnæði skólans þoli ekki þá bið sem gert ráð fyrir í framlagðri áætlun meirihlutans.
Eyrarbakki miðbær. Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir 20 millj. framlagi árið 2013 auk 20 millj. árið 2014 til uppbyggingar miðbæjar á Eyrarbakka. Okkar tillaga er sú að þetta framlag verði skert og 10 millj. úthlutað í framkvæmdirnar hvort ár og mismunurinn settur í uppbyggingu/endurbætur skólahúsnæðis á Eyrarbakka.
Fjörustígur, malarstígur. Ofáætlaðar eru samkvæmt framlagðri áætlun 8 milljónir í þetta verkefni þar sem frumáætlun gerir ráð fyrir 18 milljónum en gert er ráð fyrir því framlagi árin 2012 og 2013. Okkar tillaga er sú að þær 8 milljónir sem eru ofáætlaðar verði færðar á BES Eyrarbakka.
Lóð Árbær leikskóli. Undirrituð leggja til að á árinu 2013 verði  framlag vegna lagfæringar á lóð leikskólans hækkað um 3 millj. Á móti verði lækkað framlag til lóðarfrágangs við Vallaskóla um sömu fjárhæð.
Í ljósi niðurstöðu opins almenns fundar, sem haldinn var í félagsheimili hestamanna á Selfossi  fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar þar sem fulltrúar allra flokka lýstu sig reiðubúna til uppbyggingar hesthúsahverfis á Selfossi,  leggjum við til að gert verði ráð fyrir 10 millj. framlagi árið 2013 og 15 millj. árið 2014 vegna fráveituframkvæmda í hesthúsahverfinu. Ekki er gert ráð fyrir þessu í framlagðri áætlun.
Selfossveitur. Í framlagðri áætlun er gert ráð fyrir 5 millj. króna á árunum 2013- 2015 í stækkun dreifikerfis Selfossveitna. Við leggjum til að frekari fjármagni verði varið til stækkunar dreifikerfisins í ljósi þess að nú eru framkvæmdir í gangi til eflingar veitunnar auk þess að ljóst er að margir hafa óskað eftir því að tengjast hitaveitunni.
Undirrituðum þykir afar mikil bjartsýni af hálfu meirihlutans að gera ekki ráð fyrir almennum gjaldskrárhækkunum á tímabilinu vegna þeirrar þjónustu sem sveitarfélagið veitir og leggjum til að meirihlutinn endurskoði þá afstöðu sína. Einnig þykir undirrituðum vafasamt að gera ekki ráð fyrir launahækkunum á því tímabili sem um ræðir.
Undirritaðir fulltrúar taka undir það með meirihlutanum að framtíð sveitarfélagsins sé björt og vaxtar- og þróunarmöguleikar séu með því besta sem þekkist á Íslandi.    

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S- lista.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S- lista.
Helgi Sigurður Haraldsson, fulltrúi B- lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði til að tillögunum verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013 og þriggja ára áætlunar 2014 – 2016.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
 Tillaga Eyþórs var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

VI. 1202279
Þriggja ára áætlun 2013 – 2015 – síðari umræða

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og  Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

 

Gert var fundarhlé.

 

Tillaga að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2013 – 2015 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir , S-lista, gerði grein fyrir atkvæðum B- og S-lista
 Undirritaðir fulltrúar samþykkja framlagða 3 ára fjárhagsáætlun  meirihluta D-lista fyrir árin 2013-2015. Áætlunin er fyrst og fremst stefnumarkandi fyrir rekstur sveitarfélagsins til næstu 3 ára. Margir óvissuþættir geta haft áhrif á hann svo sem verðbólga, atvinnustig o.s.frv. Undirrituð lögðu fram breytingartilögur við fjárfestingarhluta á ætlunarinnar  og samþykkja framlagða fjárhagsáætlun í trausti þess að framlagðar breytingartillögur verði teknar inn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 og þriggja ára fjárhagsáætlunar 2014-2016.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S- lista.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S- lista.
Helgi Sigurður Haraldsson, fulltrúi B- lista.
Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók undir bókun fulltrúa B- og S lista.

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:45

 

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari