16.5.2012 | 29. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 29. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


29. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 15. maí 2012, kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista. 

Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

  1. I.                   1204170

            Ársreikningur 2011 – síðari umræða 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Í framlögðum ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar kemur fram rekstrarafgangur í samanlögðum A- og B- hluta sem nemur 35,5 milljónum króna. Ef aðeins er skoðaður A-hluti rekstursins er tap ársins rúmar 180 milljónir króna. Þar vegur þyngst fjármagnskostnaður upp á rúmar 519 milljónir nettó.  Til samanburðar var fjármagnskostnaður ársins 2010 213 milljónir. Þetta sýnir glöggt hvað þróun verðbólgu hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Ánægjulegt er að sjá að skatttekjur sveitarfélagsins aukast á milli ára en hluti af skýringu þess er hækkun  á útsvari  vegna tilfærslu málaflokks fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Umtalsverð hækkun hefur einnig orðið á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Helsta stjórntæki kjörinna fulltrúa til þess að fylgjast með rekstri sveitarfélagsins er samþykkt fjárhagsáætlun hvers árs. Því er nauðsynlegt að fá afhent reglulega sundurliðuð milliuppgjör eins og undirritaðir fulltrúar hafa óskað eftir ítrekað á kjörtímabilinu en því miður orðið misbrestur á.  Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að bregðast við ef einstaka málaflokkar eru að fara óhóflega fram úr fjárhagsáætlun.  Nefna má sem dæmi um frávik einstakra málaflokka á síðasta ári sem fóru allt að 50% fram úr fjárhagsáætlun.

Mikið hefur verið rætt um skuldahlutfall sveitarfélaga  að undanförnu. Hjá Sveitarfélaginu Árborg lækkar það úr 203% í 173% á milli ára. Auknar skatttekjur sem eru tilkomnar vegna tilfærslu málefna fatlaðs fólks yfir til sveitarfélaganna hefur bein áhrif á skuldahlutfallið sem nemur 5% til lækkunar.

Mikill niðurskurður hefur átt sér stað í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum og er það mat undirritaðra fulltrúa að sársaukamörkum sé náð á mörgum sviðum. Lánist kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins að vinna í sátt að uppbyggingu og rekstri þess, er framtíð Sveitarfélagsins Árborgar björt.

Undirritaðir fulltrúar samþykkja ársreikning sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2011.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Helgi S. Haraldsson, B-lista.
Andrés Rúnar Ingason, V-lista

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

Ársreikningur 2011 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

  1. II.     Fundargerðir til staðfestingar 

1          a)  90. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                frá    18. apríl  

2          a) 1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar,       32. fundur             frá      4. apríl

b)1201021
 Fundargerð fræðslunefndar,                               20. fundur             frá    12. apríl

c)    1201024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar,     23. fundur             frá    17. apríl

d)   1201023
Fundargerð menningarnefndar,                          16. fundur             frá    20. apríl

e)    91. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                frá    26. apríl

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

–          liður 7, málsnr. 1204044 – Fyrirspurn um að sameina lóðir að Austurvegi 60 og 60a Selfossi. Lagt er til að götureiturinn milli Rauðholts og Langholts, sunnan Austurvegar, verði deiluskipulagður og að ráðstöfun lóðarinnar Austurvegar 60a verði frestað þar til þeirri vinnu er lokið.

–          liður 14, málsnr. 1204048 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Strandgötu að vestan Hásteinsvegi að austan. Lagt er til að reiturinn verði deiliskipulagður. 

3          a) 1201019
            Fundargerð félagsmálanefndar                           16. fundur             frá  17. apríl

            b) 1201023
            Fundargerð menningarnefndar                           17. fundur             frá  24. apríl

            c) 92. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                 frá     3. maí 

4          a) 1201021
            Fundargerð fræðslunefndar                                21. fundur             frá     3. maí

            b) 93. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                                 frá   10. maí       

–          liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls un fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl, lið 7, málsnr. 1202319 – Rekstrarsamningur við UMF Selfoss um rekstur á mótorkrossbraut í Hrísmýri og lið 8 málsnr. 1202385 – Þjónustusamningur við Golfklúbb Selfoss. 

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl, lið 4, málsnr. 1204104 – Málefni félagsþjónustu.

Eyþór Arnalds, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls. 

–          liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. apríl, lið 17, málsnr. 1204108 – Úthlutun beitilanda á Selfossi

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 –          liður 2 b)  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 7, málsnr. 1204044 – Fyrirspurn um að sameina lóðir að Austurvegi 60 og 60a. Lagt er til að götureiturinn milli Rauðholts og Langholti sunnan Austurvegar verði deiliskipulagður og að ráðstöfun lóðarinnar Austurvegar 60a verði frestað þar til þeirri vinnu er lokið.   

Tillaga um að götureiturinn milli Rauðholts og Langholts, sunnan Austurvegar, verði deiliskipulagður og að ráðstöfun lóðarinnar Austurvegar 60a verði frestað þar til þeirri vinnu er lokið var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

–          liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 14, málsnr. 1204048 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi Strandgötu að vestan og Hásteinsvegar að austan. Lagt er til að reiturinn verði deiliskipulagður. 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi  Strandgötu að vestan og Hásteinvegar að austan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–          liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 3. maí, lið 11, málsnr. 1201153 – Skýrsla um atvinnumálafund í Hótel Selfoss. 

–          liður 4 b) Arna Ír Gunnardóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí,  lið 1, málsnr. 1204011 – Skipulagsbreytingar á fræðslusviði- og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu: 

Breytingartillaga vegna tillögu um breytingar á fræðslusviði Sveitarfélagsins Árborgar lögð fram á fundi í bæjarstjórn 15.maí 2012:

Undirrituð leggur til að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á fræðslusviði með tilheyrandi úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands verði frestað. Undirrituð leggja jafnframt til að skipaður verði vinnuhópur með fulltrúum frá fræðslusviði,  fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt óháðum aðilum sem skoða hvernig  sveitarfélagið getur gert góða sérfræðiþjónustu betri  til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar. Vinnuhópurinn móti framtíðarsýn fyrir sérfræðiþjónustuna í sveitarfélaginu og skili tillögum þar um til bæjaryfirvalda. Í framhaldi af því verði lagt mat á ákvörðun um úrsögn úr samstarfi um skólaskrifstofu eður ei.

Gert var fundarhlé kl. 17:25

Fundi var framhaldið kl. 17:37

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu aðð aftan við tillögu Örnu komi eftirfarandi breyting:

Vinnuhópur skal skipaður af bæjarráði í samráði við fræðslustjóra og skal hópurinn skila af sér skýrslu til bæjarstjórnar um málið eigi síðar en 31. desember nk.

Tillaga Örnu með viðbót Söndru var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, Gunnar Egilsson D-lista sat hjá.

Elfa Dögg Þórðardóttir D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Undirrituð samþykkir framkomna tillögu þar sem hún er ákveðin málamiðlunarleið sem kemur til móts við gagnrýniraddir sérfræðinga innan Sveitarfélagsins Árborgar vegna úrsagna áforma meirihluta meirihlutans í Árborg. Mikilvægt er að breið samstaða sé um svo veigamiklar breytingar á viðkvæmum málefni í Sveitarfélaginu. Tekur þó fram að hún er alfarið mótfallin áformum um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands.
Elfa Dögg Þórðardóttir

–       liður 4 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 3. maí, lið 2, málsnr. 1204029 – Foreldrakönnun í grunnskólum.

            Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls.

–          liður 4 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí – Ályktun vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. 

–          liður 4 b) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí,  lið 1 – Fundargerð fræðslunefndar.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, Eggert Valur Guðmundsson. S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls 

Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

f)                               1204195

            Breyting á fulltrúum D-lista í nefndum 2012

Lagt var til að Gunnar Egilsson verði formaður framkvæmda- og veitustjórnar í stað Elfu Daggar Þórðardóttur.

Einnig var lagt til að Eyþór Arnalds verði formaður í skipulags- og byggingarnefnd. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:06

Eyþór Arnalds                                                   
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                                      
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari