23.8.2018 | 3. fundur – aukafundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 3. fundur – aukafundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


3. fundur – aukafundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson, varamaður, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð þau Álfheiði Eymarsdóttur, varamann, Á-lista og Svein Ægi Birgisson varamann, D-lista, velkomin á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.  

Dagskrá:

I.   Fundargerð til staðfestingar

1.
a) 1806173
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        3. fundur         frá 22. ágúst
            Fundargerð verður lögð fram á fundinum.  

Fundargerðin var lögð fram og borin undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

 
II.
18051486
            Íbúakosning um miðbæjarskipulag – skýrsla yfirkjörstjórnar 

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, flutti skýrslu yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna íbúakosninganna 18. ágúst sl.

 

III.       1603203
            Staðfesting á aðalskipulagi fyrir miðbæ Selfoss           

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu framkvæmdastjóra:
Framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins leggur til að staðfest verði breyting á aðalskipulagi fyrir miðbæ Selfoss sem samþykkt var í íbúakosningu þann 18. ágúst sl.

 

Greinargerð:
Áður auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi var samþykkt í íbúakosningu með 2.130 atkvæðum gegn 1.425. Auðir / ógildir voru 85. Kjörsókn var 54,9% og því vilji bæjarstjórnar að kosningin sé bindandi.

Lögð er fram greinargerð með aðalskipulagi þar sem bætt hefur verið við texta er varðar samþykkt Vegagerðarinnar á nýrri tengingu við Tryggvatorg á Selfossi. Skipulagsgögn eru lögð fram til samþykktar.  

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun allra bæjarfulltrúa á fundinum:
Á bæjarstjórnarfundi þann 21. mars sl. var lögð fram ósk um að fram færi undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu, vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Selfoss í þeim tilgangi að ná fram nægjanlegum fjölda undirskrifta til að fara fram á  íbúakosningu um breytingar á aðalskipulaginu.  Á sama fundi var samþykkt að verða við þeirri beiðni og að undirskriftarsöfnun færi fram dagana, 23. mars til og með 20. apríl sl.  Í framhaldi af því náðist nægjanlegur fjöldi undirskrifta til að hægt væri að fara fram á íbúakosningu um breytingar á skipulaginu.  Á fundi bæjarstjórnar þann 14.maí sl. var lögð fram tillaga um að fram færi íbúakosning um þær breytingar sem samþykktar höfðu verið á fundi bæjarstjórnar þann 21. febrúar sl. og var hún samþykkt samhljóða.

Á fundi bæjarráðs þann 13. júlí sl. var síðan samþykkt að áðurnefnd íbúakosning færi  fram þann 18. ágúst sl. með hefðbundnum hætti í kjördeildum sveitarfélagsins.   Einnig var þar samþykkt að ef kjörsókn færi yfir 29%, yrðu úrslit hennar bindandi fyrir bæjarstjórn, í málinu. Úrslit kosninganna urðu þær að hlynntir breytingu á aðalskipulaginu voru 2130, andvígir 1425, auð og ógild atkvæði voru 85 en atkvæði greiddu 3640.  Kjörsókn var 54,89%.

Það er því ljóst að nægjanleg þátttaka var í kosningunum til þess að úrslit þeirra sé bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar í málinu.  Það er von bæjarstjórnar að með því að uppfylla óskir  íbúa um íbúakosningu, og að hafa gefið það út að niðurstaðan yrði bindandi miðað við kjörsókn yfir 29%, að þá muni íbúar nú virða niðurstöðu hennar og vilja meirihluta þeirra sem kusu í henni,  en það mun bæjarstjórn gera og vinna með framkvæmdaaðila að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. 

 

IV. 1507134
            Staðfesting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss  

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu framkvæmdastjóra:
Framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins leggur til að staðfest verði breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss sem samþykkt var í íbúakosningu þann 18. ágúst sl. 

Greinargerð:
Áður auglýst tillaga að breytingum á deiliskipulagi var samþykkt í íbúakosningu með 2.034 atkvæðum gegn 1.434. Auðir / ógildir voru 172. Kjörsókn var 54,9% og því vilji bæjarstjórnar að kosningin sé bindandi.

Lögð er fram greinargerð þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun allra bæjarfulltrúa á fundinum:
Á bæjarstjórnarfundi þann 21.mars sl. var lögð fram ósk um að fram færi undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu, vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss í þeim tilgangi að ná fram nægjanlegum fjölda undirskrifta til að fara fram á  íbúakosningu um breytingar á deiliskipulaginu.  Á sama fundi var samþykkt að verða við þeirri beiðni og að undirskriftarsöfnun færi fram dagana, 23.mars til og með 20.apríl sl.  Í framhaldi af því náðist nægjanlegur fjöldi undirskrifta til að hægt væri að fara fram á íbúakosningu um breytingar á skipulaginu.  Á fundi bæjarstjórnar þann 14.maí sl. var lögð fram tillaga um að fram færi íbúakosning um þær breytingar sem samþykktar höfðu verið á fundi bæjarstjórnar þann 21.febrúar sl. og var hún samþykkt samhljóða.

Á fundi bæjarráðs þann 13.júlí sl. var síðan samþykkt að áðurnefnd íbúakosning færi  fram þann 18.ágúst sl. með hefðbundnum hætti í kjördeildum sveitarfélagsins.   Einnig var þar samþykkt að ef kjörsókn færi yfir 29%, yrðu úrslit hennar bindandi fyrir bæjarstjórn, í málinu. Úrslit kosninganna urðu þær að hlynntir breytingu á deiliskipulaginu voru 2034, andvígir 1434, auð og ógild atkvæði voru 172 en atkvæði greiddu 3640.  Kjörsókn var 54,89%.

Það er því ljóst að nægjanleg þátttaka var í kosningunum til þess að úrslit þeirra sé bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar í málinu.  Það er von bæjarstjórnar að með því að uppfylla óskir  íbúa um íbúakosningu, og að hafa gefið það út að niðurstaðan yrði bindandi miðað við kjörsókn yfir 29%, að þá muni íbúar nú virða niðurstöðu hennar og vilja meirihluta þeirra sem kusu í henni,   en það mun bæjarstjórn gera og vinna með framkvæmdaaðila að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. 

            Gert var fundarhlé.

Fundi var framhaldið.

            Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 15:20.

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Álfheiður Eymarsdóttir                                     
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Sveinn Ægir Birgisson                                      
Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari