17.7.2014 | 3.fundur bæjarráðs Árborgar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 3.fundur bæjarráðs Árborgar
image_pdfimage_print

3. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 17. júlí 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, varamaður, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
 
 
Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar

1.

1106016 – Byggingarnefnd vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss, verkfundargerðir

 

1. fundur haldinn 13. maí 2. fundur haldinn 3. júní 3. fundur haldinn 24. júní

 

Lagt fram.

 

   

2.

1403296 – Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar

 

Fundur hverfisráðs haldinn 15. maí

 

Lagt fram.

 

   

3.

1402007 – Fundargerð stjórnar SASS

 

Aukaaðalfundur haldinn 2. júlí

 

Lagt fram.

 

   

4.

1407032 – Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks

 

7. fundur 13. júní 2014

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1405278 – Flugsafn við Selfossflugvöll og framtíðarhlutverk Selfossflugvallar, beiðni um skipan starfshóps

 

Bæjarráð felur Ástu Stefánsdóttur og Eggerti Val Guðmundssyni að vinna með Flugsögufélaginu að flutningi Flugsögusafns á Selfoss og með Flugmálafélaginu, Flugklúbbi Selfoss og ISAVIA að skipulagi flugvallarsvæðisins og framtíðarhlutverki flugvallarins.

 

   

6.

1406153 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – gististaður að Nýjabæ

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.

 

   

7.

1407039 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi – gististaður að Grafhólum 9

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.

 

   

8.

1407064 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um tækifærisleyfi – Sumar á Selfossi

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

9.

1406192 – Útitafl á Selfossi upplýsingar um kostnað

 

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar til umsagnar.

 

   

10.

1406066 – Ráðning framkvæmdastjóra 2014-2018, ráðningarsamningur

 

Ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra var lagður fram til staðfestingar. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi breytingartillögur: Undirritaðir leggja fram eftirtaldar breytingartillögur á ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra Svf. Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018. Breyting á 4.grein er varðar kaup og kjör framkvæmdastjórans, föst mánaðarlaun verði kr.1.000.000,- í stað 1.150.000. Breyting á 4.grein er varðar kaup og kjör framkvæmdastjórans, laun framkvæmdastjórans verði ekki tengd við breytingu á launavísitölu, heldur fylgi breytingum á launum opinberra starfsmanna á Suðurlandi, eða því stéttarfélagi sem framkvæmdastjórinn greiðir í. Ekki verði um sérstakar launagreiðslur að ræða fyrir störf fyrir Leigubústaði Árborgar, sem reknir eru af sveitarfélaginu og hafa lengst af verið hluti af verkefnum framkvæmdastjóra/bæjarstjóra sveitarfélagsins. Breyting á 6.grein er varðar greiðslu fyrir akstur, í stað þess að framkvæmdastjórinn fái greidda aksturspeninga sem svarar 1400 km á mánuði, algjörlega óháð akstri, fái hann greitt fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók og viðmiðunartaxta opinberra starfsmanna. Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og felldar með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæði bæjarfulltrúa S-lista. Eggert Valur gerði grein fyrir atkvæði sínu: Samkvæmt þeim ráðningarsamning sem hér er til afgreiðslu, er gert ráð fyrir að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins fái þóknun fyrir sín störf um það bil 1.600.000 kr per mánuð. Eða tæpar 80.000.000 millj á kjörtímabilinu. Þau sundurliðast á eftirfarandi hátt. 1.Föst heildarlaun 1.150.000 kr. 2. Mánaðarleg greiðsla vegna vinnu við málefni Leigubústaða Árborgar 100.000 kr. 3. Fastur greiddur bifreiðastyrkur 162.000 kr 4. Þóknun fyrir formennsku í skipulags og byggingarnefnd 30.000 kr. 5. Þóknun fyrir störf sem kjörinn fulltrúi 158.000 kr. Á fundi kjaranefndar þann 7. Júlí síðastliðinn var ráðningarsamningur framkvæmdastjórans til umfjöllunar. Á þeim fundi voru lagðar fram athugasemdir við samninginn sem meirihluti nefndarinnar sá ekki ástæðu til þess að taka tillit til. Sá samningur sem hér er til afgreiðslu er ekki í takt við þau ráðningarkjör og laun sem tíðkast hafa hjá sveitarfélaginu, auk þess sem gert er ráð fyrir að launin fylgi breytingum á launavísitölu en fylgi ekki almennum launabreytingum. Sem dæmi má nefna að ef fyrri samningur hefði verið tryggður með sama hætti hefðu laun framkvæmdastjórans hækkað um tæp 30% á síðasta kjörtímabili. Í samningnum er m.a ákvæði um fasta greiðslu fyrir 1400 km akstur á mánuði óháð því hve mikið er ekið, og hvort starfsmaðurinn er í orlofi eða ekki. Eðlilegra hefði verið að gera ráð fyrir að framkvæmdastjórinn fái greitt eftir akstursdagbók. Í ráðningarsamningnum er vísað í ákvörðun sem kjaranefnd tók þann 16. apríl síðastliðinn, um greiðslu til framkvæmdastjórans fyrir vinnu fyrir Leigubústaði Árborgar. Það er okkar skilningur að sú ákvörðun sem kjaranefnd tók þá ætti að gilda út síðasta kjörtímabil, enda ráðningarsamningur framkvæmdastjórans þá á enda. En ekki framlengjast sem launauppbót inná nýtt kjörtímabil. Frá síðasta kjörtímabili og ráðningu framkvæmdastjórans er lagðar til verulegar hækkanir á launakjörum hans og eru þær alls ekki í takt við aðrar launahækkanir á almennum markaði og þar á meðal hjá stærstum hluta starfsmanna Sveitarfélagsins Árborgar. Þess vegna getum við alls ekki fallist á fyrirliggjandi ráðningarsamning án þeirra breytinga sem við leggjum til hér að framan. Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista. Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista. Ráðningarsamningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæði bæjarfulltrúa S-lista.

 

   

11.

1407069 – Þóknanir til bæjarfulltrúa fyrir setu í bæjarstjórn bæjarráði og nefndum

 

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að þóknun fyrir störf kjörinna fulltrúa.

 

   

12.

1407120 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um tækifærisleyfi – Bryggjuhátið 2014

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

Erindi til kynningar

13.

1407024 – Ályktanir af þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 2014

 

Lagt fram.

 

   

14.

1407002 – Upplýsingar um íbúafjölda í Árborg

 

Lagt fram til kynningar. Íbúar í Árborg eru nú 7.917.

 

   

15.

1407065 – Ályktanir – 9.fundur sveitarstjórnarstigs EFTA

 

Lagt fram.

 

   

16.

1406052 – Landsþing Sambandsins 2014 fundarboð

 

Lagt fram.

 

   

17.

1407003 – Alþjóðleg ráðstefna um plast í hafinu

 

Ráðstefnuboð lagt fram.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:40.
  

Gunnar Egilsson

 

Ari B. Thorarensen

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Eyrún Björg Magnúsdóttir

 

Ásta Stefánsdóttir