18.9.2014 | 3. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 3. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

3. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Magnús Gíslason, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Margnúsdóttir, varamaður, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Magnús Gíslason velkominn á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.

Forseti leitaði afbrigða að taka á dagskrá lið 16, málsnr. 1302008, í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september, – Deiliskipulagsbreyting vegna lagningar á jarðstreng og ljósleiðara. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Dagskrá:

1. Fundargerðir til staðfestingar

1
a) 1406099
Fundargerð fræðslunefndar                                      1. fundur                    frá 21. ágúst
https://www.arborg.is/1-fundur-fraedslunefndar-2/

b) 1406097
Fundargerð félagsmálanefndar                                 1. fundur                    frá 13. ágúst
https://www.arborg.is/1-fundur-felagsmalanefndar-2/

 c) 6. fundur bæjarráðs ( 1407137 ) frá 28. ágúst
https://www.arborg.is/6-fundur-baejarrads/

2.
a) 1406097
Fundargerð félagsmálanefndar                                 2. fundur                    frá 28. ágúst
https://www.arborg.is/2-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 7. fundur bæjarráðs ( 1407137 ) frá 4. sept. 
https://www.arborg.is/7-fundur-baejarrads/

3.
a) 1406098
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              2. fundur                    frá 2. sept.
https://www.arborg.is/2-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/

b) 1406100
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                2. fundur                    frá 3. sept.
https://www.arborg.is/2-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

c) 1406101
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        2. fundur                    frá 3. sept.
https://www.arborg.is/2-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/

d) 8. fundur bæjarráðs ( 1407137 ) frá 11. sept.
https://www.arborg.is/8-fundur-baejarrads/

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 8. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 5, málsnr. 1402123 – Deiliskipulag – Lóð FSU.

Lagt er til við bæjarráð að tillagan verði auglýst.

 • liður 6, málsnr. 1402124 – Tillaga að deiliskipulagi við Hraunlist ( Kríuna ). Lagt er til við bæjarráð að tillagan verði auglýst.
 • liður 7, málsnr. 1209098 – Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna göngu- og hjólastígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Skipulagslýsing hefur verið auglýst og athugasemdir borist. Nefndin samþykkir að aðalskipulagstillagan verði kynnt og lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

 • liður 8, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga að fráveituhreinsistöð við Geitanes.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Nefndin tekur eftirfarandi afstöðu til framkominna athugasemda.

 • liður 3 d) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. september, lið 13, málsnr. 1409063 – Framlag til starfsmannafélaga og sameiginlegrar árshátíðar starfsmannafélaga sveitarfélagsins 2014.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og tók undir bókun Eggerts Vals   Guðmundssonar, S-lista, frá 8. fundi bæjarráðs.

 • liður 3 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 3. september, lið 2, málsnr. 1408035 – Menningarmánuðurinn október 2014.
 • liður 3 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 3. september, lið 4, málsnr. 1408179 – Stofnun bókabæja á Suðurlandi.
 • liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 2. september, lið 2, málsnr. 1408165 – Sunnulækjarskóli – viðbygging, 5. áfangi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 5, málsnr. 1402123 – Deiliskipulag – Lóð FSu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 6, málsnr. 1402124 – Tillaga að deiliskipulagi við Hraunlist ( Kríuna ). Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 7, málsnr. 1209098 – Tillagan að breytingu á aðalskipulagi vegna göngu- og hjólastígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði kynnt íbúum sveitarfélagsins.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september – liður 8, málsnr. 1312089 – Deiliskipulagstillaga að fráveituhreinsistöð við Geitanes.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og samþykki þau svör við athugasemdum sem bárust vegna skipulagsins sem skipulags- og byggingarnefnd leggur til.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 3 c) Fundargerð skipulags- byggingarnefndar frá 3. september – liður 16, málsnr. 1302008 – Deiliskipulagsbreyting vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara við Víkurheiði. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki matslýsingu og að farið verði með deiliskipulagsbreytinguna sem óverulega sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

II.
1301020
Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir breytingu á erindisbréfi framkvæmda- og veitustjórnar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

III.
1408070

Erindisbréf fræðslunefndar

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og fór yfir breytingar á erindisbréfi fræðslunefndar.

Erindisbréf fræðslunefndar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV.
1406031
Kosning í hverfisráð Árborgar

Breyting í hverfisráði Eyrarbakka

Lagt er til að Guðbjört Einarsdóttir verði aðalmaður í stað Ívars Arnar Gíslasonar og að Ingólfur Hjálmarsson verði varamaður.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.
1309226
 Fjárhagsáætlun 2014
Viðauki við fjárhagsáætlun.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

VI.
1409113
Tillaga frá bæjarfulltrúa B-lista – Ráðning atvinnu- og ferðamálafulltrúa

Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:

Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að ráða til starfa, atvinnu- og ferðamálafulltrúa fyrir sveitarfélagið. Gert verði ráð fyrir að hann hefji störf í byrjun árs 2015.  Í vinnu við fjárhagsáætlun, fyrir árið 2015, verði gert ráð fyrir kostnaði vegna þessa nýja starfs.

Greinargerð:
Sveitarfélagið Árborg hefur verið í stöðugum vexti undandarin ár og nálgast íbúafjöldi þess núna 8000 íbúa. Á sama tíma hefur ekki orðið mikil aukning á nýjum atvinnutækifærum til að mæta þessari fjölgun íbúa.  Mikil fjölgun hefur orðið á fjölda ferðamanna til landsins og því hafa þar skapast tækifæri til að efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með aukinni samvinnu og skipulagningu.  Þrátt fyrir þátttöku sveitarfélagsins í ýmsum samstarfsverkefnum, s.s Markaðsstofu Suðurlands, SASS o.fl., er nauðsynlegt að Sveitarfélagið Árborg hafi starfsmann í fullu starfi til að sinna þessum málaflokki, skipulagningu hans, eflingu þess atvinnulífs sem fyrir er og leiti að nýjum tækifærum. Helgi S Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista. Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Undirrituð leggja til að tillögu um ráðningu atvinnu- og ferðamálafulltrúa verði vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og niðurstaðan liggi fyrir 1. desember 2014.

Greinargerð:
Undirrituð taka undir með bæjarfulltrúa B- lista um mikilvægi þess að í sveitarfélaginu sé starfandi atvinnu- og ferðamálafulltrúi. En áður en til þess kemur er  nauðsynlegt að bæjaryfirvöld klári vinnu við stefnumótun í atvinnu- og ferðamálum til framtíðar sem hófst á síðasta kjörtímabili. Þar þurfa að koma fram helstu áherslur og markmið í málaflokknum. Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að ráðning eins aðila í starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa án þess að slík vinna hafi farið fram muni ekki skila þeim árangri sem til er ætlast. Í ljósi þess að atvinnumál heyra formlega undir bæjarráð í stjórnkerfi sveitarfélagsins, teljum við eðlilegast að mótun og skilgreining á nýju starfi atvinnu- og ferðamálafulltrúa fari fram á vettvangi bæjarráðs áður en samþykkt er að auglýsa eftir nýjum starfsmanni. Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 greiddum atkvæðum, bæjarfulltrúi B-lista sat hjá.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:30

 

Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Magnús Gíslason
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari