4.8.2010 | 3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar
image_pdfimage_print

3. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 4. ágúst 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00


Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson. starfsmaður,


Dagskrá:


1. 1008004 – Vatnsöflun og vatnsveita Árborgar. Jón Tryggvi Guðmundsson, deildarstjóri veitusviðs, Sigurður Sigurjónsson, lögmaður og Páll Bjarnason verkfræðingur kynna vatnsveitumál í Árborg og stöðu á vatnsöflun fyrir sveitarfélagið.


Páll Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson og Jón Tryggvi Guðmundsson fóru yfir vatnsveitumál í Sveitarfélaginu Árborg. Vatnsöflunarkostir við Ingólfsfjall skoðaðir og skýrt frá fundi með forsvarsmönnum Grímsnes og Grafningshrepps varðandi samvinnu í vatnsöflun. Fundarmenn fóru í vettvangsferð að vatnsöflunarsvæðum.


 


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:45


Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert V. Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Jón Tryggvi Guðmundsson