5.4.2019 | 31. fundur bæjarráðs 4. apríl 2019

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 31. fundur bæjarráðs 4. apríl 2019

image_pdfimage_print
  1. fundur bæjarráðsÁrborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:                     

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 1901038 – Skoðun á samstarfi við Innviðasjóð slhf.
  Kl. 17:00 – Auðunn Guðjónsson frá KPMG kemur inn á fundinn og kynnir skýrslu KPMG vegna hugsanlegra aðkomu Innviða fjárfestinga slhf. að fráveitu Árborgar.
  Bæjarráð þakkar kynninguna. Stefnt er að kynningu fljótlega fyrir bæjarfulltrúa.

Bókun vegna skýrslu KPMG
Eins og kunnugt er hafa framtíðarlausnir í fráveitumálum sveitarfélagsins verið óleystar. Á næstunni er stefnan að byggja hreinsistöð sem áætlað er að kosti í kringum 1,5 milljarða, auk þess sem reikna má með að aðrar nauðsynlegar fjárfestingar í fráveitumálum sveitarfélagsins kosti um 1 milljarð kr. Þessi verkefni eru stór og viðamikill og kalla á verulegar lántökur. Það er skylda kjörinna fulltrúa að skoða allar færar leiðir til þess að tryggja það að nauðsynlegir innviðir séu í lagi, og standist samanburð við önnur sveitarfélög. Það er einnig skylda kjörinna fulltrúa að tryggja góðan rekstur og efnahag sveitarfélagsins. Af þessum ástæðum m.a hefur verið til skoðunar á undanförnum vikum hvort það væri valkostur í stöðunni sem uppi er að Innviðasjóður, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, gæti komið með einhverjum hætti að þessum verkefnum ásamt sveitarfélaginu. Það liggur fyrir að lántaka frá öðrum en Lánasjóði Sveitarfélaga væri dýr kostur og því var sérstök áhersla lögð á að skoða mögulega aðkomu Innviðasjóðs með hlutafjárframlögum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar s.l að fá endurskoðunarfyrirtækið KPMG, til þess að leggja mat á þær hugmyndir að Innviðasjóður kæmi inn með hlutafé í fráveitu Árborgar. Nú hefur KPMG lagt fram vandaða og ítarlega skýrslu um þennan valkost. En áður en endanleg ákvörðun verður tekin í þessu máli þarf að fara fram kynning á niðurstöðu skýrslunnar fyrir öllum kjörnum fulltrúum. Stefnt er að því að sú kynning verði fljótlega. Umfjöllun og opinber kynning kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hefur verið eins gagnsæ og opin í þessu máli eins og kostur er og sett fram í þeim eina tilgangi að vinna íbúum og sveitarfélaginu til heilla.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Á-lista

Kynning_Fráveita Árborgar 280319

Fylgiskjöl Kynning Innviðir Árborg Fráveita

     
2. 1904020 – Umhverfismat – Þórustaðanáma í Ingólfsfjalli
  Kl. 17:30 – Fulltrúi landeiganda og fulltrúi Fossvéla mæta á fundinn og fara yfir vinnu vegna umhverfismats vegna stækkunar á Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli.
  Bæjarráð þakkar kynningu á vinnu við undirbúning umhverfismats vegna fyrirhugaðrar stækkunar Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Bæjarráð fagnar þeirr vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar.
 
  Gestir
  Magnús Ólason, framkvæmdastjóri Fossvéla – 17:50
  Helgi Eggertsson, landeigandi Þórustaði – 17:50
     
3. 1903301 – Beiðni – úrbætur á hurðum á kennslustofum
  Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 28. mars, þar sem óskað er eftir settir verði gluggar í hurðir á kennslustofum sem notaðar eru til tónlistarkennslu í Vallaskóla, BES Stokkseyri og Eyrarbakka – Vörn gegn kynferðisáreiti/-ofbeldi og er það með öryggi nemenda og kennara að leiðarljósi.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá umsjónarmanni húseigna.

1903301 -Beiðni um glugga á kennslustofum

     
4. 1904004 – Rekstur samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka
  Drög að auglýsingu frá íþrótta- og menningarfulltrúa vegna reksturs samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka.
  Bæjarráð samþykkir að auglýst verði með þessum hætti.
     
5. 1903189 – Lántökur 2019
  Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um að birta bókun Lánasjóðs sveitarfélaga um afgreiðslu á láni til Árborgar.
  Gunnar Egilsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Á fundi framkvæmda- og veitustjórnar hinn 30. janúar s.l. samþykkti meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600.000.000 kr., til 16 ára til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu lánsins stæði einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar og setji það til tryggingar tekjur sínar. Fulltrúar D-lista sitja hjá við þessa afgreiðslu málsins.
Nú hefur verið lagður fram tölvupóstur með afgreiðslu stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem eftirfarandi kemur fram:
„Stjórn Lánasjóðsins tók fyrir lánsumsókn Árborgar á síðasta fundi, síðastliðinn þriðjudag og var lánsumsókn fyrir 600 mkr. samþykkt.
Lánsumsóknin var samþykkt þannig að 580 mkr. séu vegna afborganir eldri lána og 20 mkr. séu vegna framkvæmda ársins.“
Afgreiðslan er skilyrt við að langstærstur hluti lánsins, 580 mkr, sé nýttur til afborgana eldri lána og einungis 20 mkr vegna framkvæmda ársins. Í samþykkt framkvæmda- og veitustjórnar var hinsvegar sótt um lán til að fjármagna framkvæmdir ársins samkvæmt fjárhagsáætlun, ekki til endurfjármögnunar. Þessi afgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga staðfestir það sem haldið hefur verið fram af fulltrúum D-lista að fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins fær ekki staðist skoðun og er mjög óábyrg. Ljóst er að áætluð fjárfesting er alltof há og áætlaðar tekjur á móti fjárfestingu af gatnagerðargjöldum eru með öllu óraunhæfar. Undirritaður óskar eftir að upplýst verði hvernig meirihluti bæjarstjórnar hyggst fjármagna þær framkvæmdir sem áætlaðar eru.Gunnar Egilsson, D-lista.Bókun vegna beiðni bæjarfulltrúa D lista
Það vekur furðu undirritaðra bæjarfulltrúa sú beiðni fulltrúa D lista, að afgreiðsla stjórnar Lánasjóðs Sveitarfélaga sé færð inn sem sérstakt mál inn á fund bæjarráðs. Afgreiðslumál Lánasjóðsins eru ekki leyndarmál enda um opinbera aðila að ræða, það vekur líka furðu hvers vegna fulltrúi D lista leggur ekki sjálfur fram með hvaða hætti stjórn Lánasjóðsins afgreiddi lánsumsókn sveitarfélagsins í ljósi þess að hann fékk hana senda í tölvupósti frá bæjarstjóra í síðustu viku. Það er ekkert óeðlilegt við það að lán frá Lánasjóði Sveitarfélaga fari til afborgana eldri lána enda er það ætlun meirihluta bæjarstjórnar að leita leiða til þess að endurfjármagna eldri lán með hagstæðari kjörum. Á næstu dögum fer í gang vinna við endurskoðun fjárfestingaráætlunar,sérstaklega með tilliti til breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu frá því í haust.
Það felur í sér mikla ábyrgð að vera kjörinn bæjarfulltrúi. Við gerð fjárhags og fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins á liðnu hausti voru allir kjörnir fulltrúar boðaðir á vinnu og samráðsfundi, alls níu talsins. Það er ein af frumskyldum þeirra sem kjörnir eru til þess að stýra sveitarfélaginu, að taka þátt í slíkri vinnu til þess að vera vel upplýstir um fyrirhugaðar fjárfestingar, rekstur og lántökur næstu ára. Fulltrúi D lista í bæjarráði mætti einungis á einn slíkan samráðsfund og boðaði ekki forföll á hina. Sú fjarvera skýrir hugsanlega á einhvern hátt fjölmargar fyrirspurnir og bókanir fulltrúans varðandi fjárhag, hugsanlegar fjárfestingar og rekstur sveitarfélagsins á undanförnum vikum og mánuðum.Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Á-lista
     
6. 1904025 – Styrktarsjóður EBÍ 2019
  Bréf frá EBÍ, dags. 25. mars, þar sem fram koma upplýsingar um styrktarsjóð EBÍ 2019.
  Bæjarráð óskar eftir að íþrótta- og menningarfulltrúi takið erindið til skoðunar og meti möguleika sveitarfélagsins til að leggja inn umsókn.
     
7. 1904023 – Orlof húsmæðra 2019
  Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. apríl, þar sem fram koma upplýsingar um framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda. Framlag skal minnst vera 144,22 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins.
  Lagt fram til kynningar.

1904023 – Orlof húsmæðra 2019

     
8. 1904027 – Fundartími bæjaráðs 2019
  Fundartími bæjarráðs í apríl.
  Næsti fundur bæjarráðs verður á venjulegum tími þann 11. apríl. Vegna hátíðisdaga mun bæjaráð svo funda næst þar á eftir föstudaginn 26. apríl klukkan 8:10.
     
9. 1810209 – Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossvelli
  Yfirlýsing vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossvelli.
  Formaður bæjarráðs leggur til að sameiginleg yfirlýsing Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossvelli verði samþykkt.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn þremur, Gunnar Egilsson D-lista greiddi atkvæði á móti.Gunnar Egilsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa bæjarfulltrúar D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tímum.
Gunnar Egilsson, D-lista
     
Fundargerðir
10. 1903013F – Íþrótta- og menningarnefnd – 9
  9. fundur haldinn 1. apríl

Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

     
Fundargerðir til kynningar
11. 1903280 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2019
  1. fundur haldinn 21. mars
  Bæjarráð felur bæjarritara að samræma athugasemdir hverfisráða Árborgar í ný drög að erindisbréfi fyrir hverfisráðin.

Fundargerð hverfisráðs Sandvíkurhrepps

     
12. 1903289 – Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2019
  Fundur haldinn 20. mars
  Bæjarráð vísar hugmyndum í liðum 2, 3, 6, 7 og 10 til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Bæjarráð vísar hugmyndum í liðum 9 og 13 til umfjöllunar í Eigna- og veitunefnd.
Bæjarráð vísar hugmyndum í lið 11 til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.Bæjarráð vísar hugmyndum í lið 4 til þeirrar vinnu sem er í vinnslu hjá Mannvirkja- og umhverfissviði. Benda má á að Fjörustígurinn verður malbikaður í sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma tillögu í 5. lið á framfæri við Póstinn.
Verið er að leggja lokahönd á drög að nýju deiliskipulagi, vegna svæðis í framhaldi af Tjarnarstíg, sem auka mun framboð af byggingarlóðum á Stokkseyri, líkt og óskað er eftir í fundarlið nr. 8.
Í tengslum við 12. lið fundargerðar má benda á að frumhönnun vegna framkvæmda við planið á bak við Gimli er þegar farin í gang.Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:40

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson