21.9.2012 | 32. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 32. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

32. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. september 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 Dagskrá: 

I.   Fundargerðir til staðfestingar 

1.    a)   105. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                       frá        23. ágúst 

2.   a) 1202236
           Fundargerð fræðslunefndar                             23.fundur     frá        23. ágúst
      b) 106. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                         frá        30. ágúst

3.      a)  107. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                     frá   6. september

4.    a)  1201019 Fundargerð félagsmálanefndar     20. fundur    frá  3. september
                                                                                           21. fundur    frá  5. september

       b)  1201020
       Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar       39. fundur    frá  4. september
       c)  1201024                                           
        Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar    28. fundur    frá  5. september
       d) 108. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                          frá 13.september
       Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

–          liður 16, málsnr. 1106045 – Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni, lagt er til að tillagan verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga. 

–          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. ágúst, lið 10, málsnr. 1208004 – Málefni Gráhelluhverfis. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 2 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 30. ágúst, lið 6, málsnr. 1206085 – Erindi íbúa við Hlaðavelli varðandi umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28. 

                 Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls. 

–          liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. september, lið 7, málsnr. 1201041 – Lóðarumsókn Kaþólsku kirkjunnar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

–          liður 6 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. september, lið 6, málsnr. 1209008 – Ályktun um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls. 

–          liður 6 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. september, lið 3, málsnr. 1004111 – Skipan starfshóps um framtíðarhlutverk Tryggvaskála- og lagði fram eftirfarandi bókun: 

            Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi þann 10. mars 2010 : 

„Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að þegar verði hafinn undirbúningur að stofnun Árborgarstofu. 

Árborgarstofa (vinnuheiti) hafi það meginhlutverk að annast menningar-, kynningar- og markaðsmál sveitarfélagsins auk þess sem ferða- og atvinnumál heyri undir hana. Upplýsingamiðstöð Árborgar sem nú er staðsett í Bókasafni Árborgar á Selfossi verði hluti af starfsemi Árborgarstofu. Leitað verði eftir nánu samstarfi og samvinnu við Skálafélagið ses. um að Árborgarstofa verði staðsett í Tryggvaskála á Selfossi. Formleg opnun Árborgarstofu verði eigi síðar en vorið 2011. 

Árborgarstofa verði uppbyggð og starfrækt með sambærilegum hætti og Akureyrar-, Akranes- og Höfuðborgarstofa. Stofan verði í nánu samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sem og hafi náið samráð og samstarf við einkaaðila, félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu, sem eiga sameiginlega hagsmuni með starfsemi Árborgarstofu.                                                                           

Bæjarstjórn felur verkefnisstjóra íþrótta- forvarnar- og menningarmála að vinna að undirbúningi að stofnun Árborgarstofu. Fjármagn til verkefnisins á árinu 2010 byggist á vinnuframlagi verkefnisstjóra, fjármagni sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun til kynningarmála, auk þess sem gert er ráð fyrir því að verkefnisstjóri leiti eftir styrkjafjármagni til verkefnisins í sjóði sem gætu komið að og styrkt starfsemi Árborgarstofu.           

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.“                                                                           

Með hliðsjón af þessu er það sérstakt fagnaðarefni að nú hafi verið skipað í starfshóp um framtíðarhlutverk hins sögufræga húss, Tryggvaskála. Undirrituð telja að miklir möguleikar geti falist í því að koma öflugri starfsemi í húsið  sem allra fyrst,  íbúum og gestum sveitarfélagsins til heilla.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

–          liður 4 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 4. september, lið 4, málsnr. 1207083 – Fjárfestingaráætlun 2013 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–          liður 4 d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. september, lið 10, málsnr. 1109126 – Ytra mat á skólastarfi. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–          liður 4 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, lið 7, málsnr. 1208119 – Óskað eftir leyfi fyrir landnámshænum að Hafnartúni Selfossi.  

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.  

–          liður 4 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 16, málsnr. 1106045 – Tillaga  að breyttu aðals- og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að tillagan verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga.  

–          Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur.  

I.                   1205357 Breyting á fulltrúum í undirkjörstjórn
Lagt er til að Elvar Ingimundarson verði kosinn aðalmaður í undirkjörstjórn 2 í stað Ingibjargar Jóhannesdóttur. 

Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

II.                1201103
Kosning varamanns í hverfisráð Eyrarbakka
Lagt er til að Ívar Örn Gíslason verði varamaður í stað Baldurs Bjarka Guðbjartssonar í hverfisráði Eyrarbakka.  

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

III.             1209099
Kosning í embætti og nefndir 2012
a) 1 aðalfulltrúi á aðalfund SASS
b) 2 varafulltrúar á aðalfund SASS 

a)      Lagt er til að Ásta Stefánsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Kjartans Björnssonar á aðalfundi SASS og Kjartan verði 1. varafulltrúi.

b)      Lagt er til að Árni Gunnarsson verði varamaður í stað Erlings Rúnars Huldarssonar á aðalfundi SASS.  

Tillaga borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:40

  

Eyþór Arnalds                                                   
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                                
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari