16.3.2017 | 32. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 32. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


32. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar 
1.
a) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              36. fundur       frá 18. janúar
            https://www.arborg.is/26-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-4/

 

b) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                27. fundur       frá 8. febrúar
https://www.arborg.is/27-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/


c) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                      29. fundur       frá 9. febrúar
            https://www.arborg.is/29-fundur-fraedslunefndar-2/

d) 100. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 16. febrúar
https://www.arborg.is/100-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            32. fundur       frá 16. febrúar
            https://www.arborg.is/32-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

b) 101. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 23. febrúar
            https://www.arborg.is/101-fundur-baejarrads-2/

 

3.
a) 1701026
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 27. fundur       frá 16. febrúar
            https://www.arborg.is/27-fundur-felagsmalanefndar-2/

 

 b) 1702305
            Fundargerð kjaranefndar                                          6. fundur         frá 22. febrúar
            https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2017/03/2-1702305.pdf

c) 102. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 2. mars
            https://www.arborg.is/102-fundur-baejarrads-2/

4.
a) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              37. fundur       frá 22. febrúar
            https://www.arborg.is/37-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar

b) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            33. fundur       frá 1. mars
            https://www.arborg.is/33-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

 

c) 103. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                           frá 9. mars
            https://www.arborg.is/103-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 103. fund bæjarráðs

            til afgreiðslu:

–          liður 5, málsnr. 1702281 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir endurnýjun á háspennustreng frá Austurvegi við Rauðholt að Vallholti. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 6, málsnr. 1702280 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir háspennustreng frá Stóra -Hrauni að Hraunsstekk. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 7, málsnr. 1702279 – Framkvæmdaleyfisumsókn til endurnýjunar á háspennustreng og lágspennustreng frá Eyravegi að Kirkjuvegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 8, málsnr.  1702298 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu til uppdælingar á kælivatni. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.

–          liður 11, málsnr. 1611004 – Umsókn um breytingu á byggingarreit að Háheiði 3, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–          liður 12, málsnr. 1611133 –  Umsókn um breytingu á stærð byggingarreits að Mólandi 5 – 7, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

–          liður 16, málsnr. 1609217 – Deiliskipulagsbreyting, Víkurheiði. Lagt er til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og deiliskipulagsbreytingin sem tekur mið af þeim verði samþykkt.

–          liður 17, málsnr. 1609216 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.       

 –          liður 1 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir,  D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 9. febrúar, lið 5, málsnr. 1701159 – Samstarf grunnskóla í Árborg um valgreinar.

–          liður 4 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 9. febrúar, lið 4, málsnr. 1701129 – Fjölmenning í Árborg.

–          liður 1 d) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 16. febrúar, lið 10, málsnr. 1702102 – Unglingalandsmót UMFÍ 2020 og Landsmót UMFÍ 50 + 2019.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

–          liður 1a ) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 18. janúar, lið 3, málsnr. 1609137 – Orkusjóður – styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

          liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 18. janúar, lið 6, málsnr. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar.  

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 2, málsnr. 1701046 – Vor í Árborg 2017.

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 4, málsnr. 1701080 – Styrkbeiðni vegna verkefnisins Sögusjóður Selfossbæjar. 

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 5, málsnr. 1702029 – Bókun stjórnar fimleikadeildar UMFS vegna kjörs íþróttakarls og -konu Árborgar.

–          liður 1 b) Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 8. febrúar, lið 11, málsnr. 1701138 – Knatthús á Selfossvöll.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar – Staða í lóðamálum í sveitarfélaginu. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

–          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar, lið 4, málsnr. 1702173 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluskýli að Gagnheiði 59.

–          liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. mars, lið 8, málsnr. 1603040 – Tilnefning fulltrúa í dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni hjúkrunarheimilis á Selfossi.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

–          liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. mars, lið 4, málsnr. 1506088 – Umferð og umferðaskipulag við Votmúlaveg.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–          liður 4 a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22. febrúar, lið 2, málsnr. 1701041 – Klæðning-Suðurhólar 2017.

Gunnar Egilsson, D-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

–          liður 4 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 22. febrúar, lið 4, málsnr. 1312062- Samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Árborg.

Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls.  

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, vék af fundi og Ari Björn Thorarensen tók við fundarstjórn.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar kom aftur inn á fundinn.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls um fundarsköp og fundarstjórn.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 5, málsnr. 1702281 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir endurnýjun á háspennustreng frá Austurvegi við Rauðholt að Vallholti. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 6, málsnr. 1702280 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir háspennustreng frá Stóra -Hrauni að Hraunsstekk. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 7, málsnr. 1702279 – Framkvæmdaleyfisumsókn til endurnýjunar á háspennustreng og lágspennustreng frá Eyravegi að Kirkjuvegi. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 8, málsnr.  1702298 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu til uppdælingar á kælivatni á lóð MS. Lagt er til að leyfið verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 11, málsnr. 1611004 – Umsókn um breytingu á byggingarreit að Háheiði 3, Selfossi. Lagt er til að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 12, málsnr. 1611133 –  Umsókn um breytingu á stærð byggingarreits að Mólandi 5 – 7, Selfossi. Lagt er til að breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 16, málsnr. 1609217 – Deiliskipulagsbreyting, Víkurheiði. Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og deiliskipulagsbreytingin sem tekur mið af þeim verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–          liður 4 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars, liður 17, málsnr. 1609216 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Hagalandi. Lagt er til að tillagan verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

  II:    1702332
            Endurskoðun innkaupareglna

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir breytingar á innkaupareglum.

            Innkaupareglur voru borar undir atkvæði og samþykktarsamhljóða.

 

III.   1703049     Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2017

            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir gjaldskrá skipulags- og byggingarmála.

Lagt var til að gjaldskránni yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða.

IV.   1703065
            Breytingar á fulltrúum S-lista í nefndum 2017           

Lagt er til að Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir verði aðalmaður í íþrótta- og menningarnefnd í stað Eggerts Vals Guðmundssonar og Arna Ír Gunnarsdóttir verði varamaður í stað Antons Arnar Eggertssonar.

Lagt er til að Eggert Valur Guðmundsson verði aðalmaður í framkvæmda- og veitustjórn í stað Viktors Stefáns Pálssonar og Viktor verði varamaður í stað Eggerts Vals.

Lagt er til að Viktor Stefán Pálsson verði aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd í stað Guðlaugar Einarsdóttur og Kristján Júlíusson verði  varamaður í stað Hermanns Dan Mássonar.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

V. 1207024
            Tillaga um áfrýjun dóms Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013  

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu um áfrýjun dóms Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013:
Bæjarstjórn samþykkir að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-147/2013 sem kveðinn var upp hinn 21. febrúar 2017. Bæjarstjórn felur Torfa Sigurðssyni hrl. að undirbúa áfrýjunina.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og Æ-lista, bæjarfulltrúar B- og S-lista sátu hjá.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: 
Undirritaðir bæjarfulltrúar mótmæltu á sínum tíma mjög eindregið  þeirri ákvörðun meirihluta D-lista að hafna innsendum tilboðum í sorphirðu í sveitarfélaginu og vildu að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda. Á þeim tíma sem þessi undarlega ákvörðun meirihluta D-lista var tekin, var ekkert tillit tekið til né hlustað á málflutning minnihluta bæjarstjórnar. Það hlýtur að teljast eðlilegt að þau sem hófu þessa  vegferð klári sig af því ein og óstudd.  Það er einlæg von okkar að þetta mál fái farsælan endi og skaði ekki veikburða  stöðu bæjarsjóðs. Í ljósi aðdraganda og tilurðar þessa máls sitjum við undirrituð hjá við afgreiðslu þessa máls.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista

Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:40

 

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir       
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari