10.5.2019 | 34.fundur bæjarráðs 9.maí 2019

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 34.fundur bæjarráðs 9.maí 2019
image_pdfimage_print
  1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 9. maí 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

 

Mætt:                  

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Helga María Pálsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 8. maí, fundargerð eigna – og veitunefndar frá 6. maí og fundargerð fræðslunefndar frá 8. maí. Var það samþykkt.

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 1904175 – Umsögn – frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
  Á 33. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra, í samráði við bæjarfulltrúa, að gera drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið er fremur jákvæð og Sambandið átti fulltrúa í starfshópi um gerð þess. Mjög ólíkar skoðanir hafa hinsvegar komið frá sveitarfélögum og einhverjar sveitarstjórnir hugnast illa að setja á stofn sérstaka Þjóðgarðastofnun, hefur Grímsnes- og Grafningshreppur m.a. sent frá sér umsögn í þá veru. Einnig er ljóst að sveitarstjórnir sjá ekki endilega fyrir sér að umdæmaráð muni reynast heppilegri leið til samráð um málefni friðlýstra svæða heldur en beint samráð við einstakar sveitarstjórnir.
  Fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar gerir bæjarráð eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
Bæjarráð telur brýnt að gera breytingu á frumvarpinu í þá veru að þeir aðilar sem nefndir eru í 3. tölulið 2. mgr. 12. greinar um umdæmisráð gegni stöðu áheyrnarfulltrúa. Eins og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent á mun slík breyting á frumvarpinu undirstrika að meginhlutverk þess er að vera samráðsvettvangur Þjóðgarðastofnunar og sveitarfélaga.
Bæjarráð Árborgar hvetur til þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að drög að atvinnustefnu fyrir friðlýst svæði verði samþætt verndar- og stjórnaráætlun. Heiti slíkra áætlana gæti þá orðið stjórnunar-, verndar- og nýtingaráætlanir.
Bæjarráð tekur undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að mikilvægt sé að huga að því að það fyrirkomulag stjórnsýslu sem lagt er til í frumvarpinu verði ekki þyngra í vöfum en tilefni er til.
Bæjarráð Árborgar telur að breyta þurfi frumvarpinu þannig að áréttað verði að miðlæg stoðþjónusta geti átt sér stað utan aðalskrifstofu. Jafnframt óskar Svf. Árborg eftir því að aðalskrifstofa Þjóðgarðastofnunar hafi aðsetur í höfuðstað Suðurlands, á Selfossi.
     
2. 1905014 – Umsögn – frumvarp til laga um skráningu einstaklinga
  Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
  Lagt fram til kynningar.
     
3. 1904267 – Minnisblað um leikskólamál
  Minnisblað um leikskólamál frá Þorsteini Hjartarsyni.
  Vinna er í gangi við að útvega færanlegar kennslustofur til að mæta þeim vanda sem óskað er lausnar á. Bæjarráð leggur áherslu á að farsæl lausn liggi fyrir á næstu vikum.
     
4. 1904255 – Fyrirspurn – gatnagerðargjöld á Gagnheiði 20
  Fyrirspurn Fossmáta ehf, dags. 9. apríl, spurt er hvort að hægt sé að fá lækkun á gatnagerðargjöldum ef byggt yrði iðnaðarhús á lóðinni við Fossheiði 20. Fossmát ehf. eru eigendur að Gagnheiði 20 en ekki Fossheiði 20.
  Bæjarráð hafnar erindinu.
     
5. 1810162 – Rekstrarleyfisumsögn – Guesthouse Heba
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 19. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Íragerði 12, Stokkseyri. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 18. fundi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
     
6. 1811175 – Rekstrarleyfisumsögn – gistiheimilið South Central Selfoss apartment
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 21. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Furugrund, Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 18. fundi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
     
7. 1901344 – Rekstrarleyfisumsögn – Skolo apartment
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Skólavöllum 9, Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 18. fundi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
     
8. 1810177 – Rekstrarleyfisumsögn – gististaðurinn Thoristun Villa
  Beiðni sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 með síðari breytingum.
Óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, íbúðir, að Þóristúni 19.
Skipulags- og byggingarnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 6. mars síðastliðinn og leggst gegn veitingu leyfis þar sem starfsemin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
  Bæjarráð leggst gegn veitingu leyfis þar sem starfsemin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
     
9. 1904204 – Gildistaka laga um opinber innkaup og námskeið
  Lagður fram upplýsingapóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna laga um opinber innkaup og breytinga er varða sveitarfélög.
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1904257 – Umsögn – jarðgerð Íslenska gámafélagsins á Selfossi
  Tilkynning Íslenska Gámafélagsins um jarðgerð á Selfossi. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Árborgar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Erindið var til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 8. maí.
  Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar til málsins og telur ekki nauðsynlegt að fram fari umhverfismat vegna framkvæmdarinnar með vísan til 2.viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
     
11. 1905017 – Umsögn – grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga
  Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
  Lagt fram til kynningar.
     
12. 1905080 – Beiðni um afnot af skúr fyrir dvalarheimilið Sólvöllum
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarritara að ganga frá samningi um afnot.
     
13. 1905082 – Umsögn Sambandsins á tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024
  Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis og hvetur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama.
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármálaáætlun 2020-2024.
Farið er í umsögninni yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórnarinnar.
Í umsögninni er einnig farið nokkuð ítarlega yfir einstök málefnasvið í fjármálaáætluninni enda snúa fjölmargar aðgerðir að samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Á meðal atriða sem sambandið leggur mesta áherslu á má nefna:
Að innheimtuþóknun sem sveitarfélögin greiða ríkinu fyrir innheimtu útsvars í staðgreiðslu verði lækkuð verulega.
Að tryggt verði fjármagn til sóknaráætlana landshluta og til almenningssamgangna.
Að tekjur af gistináttaskatti færist til sveitarfélaga og að gripið verði til aðgerða til að bæta stöðu ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni.
Að hraðað verði vinnu við mótun tillagna um skattlagningu orkumannvirkja.
Að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað.
Að unnið verði áfram að umbótum í menntamálum, með áherslu á nýliðun í kennarastétt.
Að rekstrarforsendur hjúkrunar- og dagdvalarrýma á öldrunarstofnunum verði treystar, þannig að daggjöld taki mið af kröfulýsingum fyrir þessar stofnanir.
Að teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig hægt verði að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar.
     
Fundargerðir
14. 1904009F – Eigna- og veitunefnd – 1
  1. fundur haldinn 24. apríl
     
15. 1904006F – Skipulags og byggingarnefnd – 18
  18. fundur haldinn 10. apríl og framhaldið 29. apríl.
  15.3 1902099 – Ósk Rarik og Vörðulands ehf. um breytingu á deiliskipulagi Austurbyggðar.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst.
   
 
  15.4 1904046 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu heimtaugar að Austurvegi 69 Selfossi. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
  Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna lagningu heimtaugar að Austurvegi 69, Selfossi.
 
  15.10 1901247 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingarleyfis að Grenigrund 31 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Bæjarráð vísar tillögu skipulagsnefndar í liðum 14.10 og 14.14 verði vísað til bæjarstjórnar.
 
  15.14 1903047 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingaáforma að Lækjarbakka 7 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 18
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
  Bæjarráð vísar tillögu skipulagsnefndar í liðum 14.10 og 14.14 verði vísað til bæjarstjórnar.
 
     
16. 1905001F – Skipulags og byggingarnefnd – 19
  19. fundur haldinn 8. maí.
  16.1 1901275 – Tillaga að skipulagslýsingu við Tjarnarstíg Stokkseyri.
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 19
  Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði kynnt og auglýst, einnig að lýsingin verði kynnt fyrir hverfaráði Stokkseyrar.
  Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagslýsingin verði kynnt og auglýst og einnig að óskað verði eftir umsögn hverfisráð Stokkseyrar um deiliskipulagslýsinguna.
 
  16.4 1904257 – Beiðni um umsögn vegna jarðgerðar Íslenska gámafélagsins á Selfossi
 
  Niðurstaða Skipulags og byggingarnefnd – 19
  Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
   
 
     
17. 1904013F – Umhverfisnefnd – 1
  1. fundur haldinn 2. maí
  17.1 1904351 – Hreinsunarátak 2019
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Hreinsunarátak 2019 verður dagana 13.-25.maí með sama sniði og undanfarin ár. Á tímabilinu verður þjónusta á gámasvæði sveitarfélagsins gjaldfrjáls fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Gámar verða staðsettir á Eyrarbakka, austan tjaldsvæðis við Búðarstíg og á Stokkseyri við áhaldahús 13.-17.maí.
Nefndin hvetur íbúa til að taka þátt í hreinsunarátakinu og virða almennar umgengnisreglur um gámana.

Kristján Jóhannesson verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og tók þátt í umræðu um hreinsunarátakið.

   
 
  17.2 1904352 – Sumaropnunartími gámasvæðis 2019
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Rætt var um opnunartíma á gámasvæði. Samþykkt var að opnunartími gámasvæðis sumarið 2019 verði frá 10-17 mánudaga-laugardaga auk þess sem opnunartími verður lengdur til kl 18:30 einn virkan dag í hverri viku. Verkstjóra þjónustumiðstöðvar falið að útfæra breytingar á opnunartíma.

Kristján Jóhannesson verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og tók þátt í umræðu um opnunartíma á gámasvæði.

   
 
  17.3 1904353 – Erindisbréf Umhverfisnefndar
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Farið var yfir drög að erindisbréfi nefndarinnar og bæjarritara falið að vinna drögin áfram.
   
 
  17.4 1904354 – Sorpflokkun í Svf. Árborg
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Fyrirkomulag sorpflokkunar í stofnunum sveitarfélagsins rædd og hvetur nefndin alla starfsmenn til þess að taka þátt í aukinni flokkun með jákvæðu hugarfari.
   
 
  17.5 1904356 – Kynning á verkefnum umhverfisdeildar
 
  Niðurstaða Umhverfisnefnd – 1
  Dagskrárlið frestað til næsta fundar.
   
 
     
18. 1905003F – Eigna- og veitunefnd – 2
  2. fundur haldinn 6. maí.
  18.1 1905067 – Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Kristinn Hauksson frá Eflu fór yfir aðdraganda á útboði vegna ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Svf. Árborgar og kynnti niðurstöður.

Tvö tilboð bárust:
Gagnaveita Reykjavíkur 45.346.163 kr
Míla 53.936.000 kr
Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 83.527.676 kr

Eigna- og veitunefnd leggur til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda svo framarlega sem hann standist kröfur sem tilteknar eru í útboðsgögnum.

  Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gagnaveitu Reykjavíkur, svo framarlega sem hann standist kröfur sem tilteknar eru í útboðsgögnum.
 
  18.2 1811216 – Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Fulltrúar Verkís hf og Alark ehf skiluðu af sér og kynntu forhönnun fyrsta áfanga fjölnota Íþróttahúss á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Einnig lögðu fulltrúar Verkís fram og kynntu framkvæmda- og greiðsluáætlun með lykildagsetningum fyrir lokahönnun, útboð og framkvæmd á byggingu hússins. Gestir frá UMFS sátu kynninguna.

Framkvæmdaáætlun Verkís gerir ráð fyrir að útboðshönnun fyrir jarðvinnuverksamning og byggingarverksamning ljúki í sumar. Verksamningarnir verði síðan boðnir út á sama tíma með það að augnamiði að gefa verktökum tækifæri til þess að gera tilboð í hvorn verksamning fyrir sig, með möguleika á að gera frávikstilboð í báða samningana á sama tíma.

Framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir því að jarðvinnuframkvæmdir geti hafist í byrjun október 2019, sem gefur jarðvinnuverktaka möguleika á að nýta haustið og veturinn til undirbúnings og uppgraftrar með það fyrir augum að ljúka allri vinnu við steyptar undirstöður og veggi, ásamt fyllingum í jörðu fyrir unglingalandsmót UMFÍ í ágúst 2020. Gert er ráð fyrir hléi frá 15.júli til 10. ágúst vegna unglingalandsmótsins.

Þá gerir áætlunin ráð fyrir að boðinn sé út verksamningur um íþróttabúnað og innréttingar fyrir lok árs 2020 svo vinna við frágang innanhúss geti hafist á fyrstu mánuðum ársins 2021.

Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum ljúki með lögbundinni öryggisúttekt 1. júlí 2021 og að mannvirkið og lóðin séu afhent tilbúin til notkunar 1. ágúst 2021. Lögbundin lokaúttekt fer svo fram ári síðar, þann 1. ágúst 2022, þegar ábyrgðartími verksamninga rennur út.

Með því að gefa verktökum rúman byggingartíma og stýra greiðsluflæði framkvæmdarinnar þannig, að jafnar greiðslur falli til allan framkvæmdatímann, mun kostnaður vegna byggingarinnar dreifast á fjögur ár, sem gerir sveitarfélaginu auðveldar fyrir að fjármagna verkefnið.

Meirihluti Eigna- og veitunefndar leggur til við bæjarráð að samþykkja ofangreinda framkvæmdaáætlun og jafnframt óskar meirihluti nefndarinnar eftir því við bæjarráð að sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs verði falið að undirrita samninga um útboðshönnun verkefnisins við Verkís og AlArk.

Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa nefndarmenn D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tímum.

  Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta eigna- og veitunefndar og felur sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að undirrita samninga um útboðshönnun verkefnisins við Verkís og AlArk.

Fulltrúi D-lista tekur undir afstöðu og bókun fulltrúa D-lista í eigna- og veitunefnd.

 
  18.3 1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Útboðsgögn og kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima og endurgerð á eldra húsi lögð fram. Nefndin leggur áherslu á að viðbygging sem inniheldur starfsmannaaðstöðu verði kláruð á þessu ári.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að fela starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissvið að bjóða verkið út eins fljótt og kostur er.

  Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út eins fljótt og kostur er.
 
  18.4 1903228 – Endurgerð götu – Smáratún
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Niðurstaða útboðs á verkinu „Endurgerð götu – Smáratún“ kynnt.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið:

Gröfutækni ehf 79.245.375 kr
Borgarverk ehf 93.490.000 kr
Aðalleið ehf 98.599.370 kr

Kostnaðaráætlun var 101.647.425kr

Lagt er til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið svo framarlega sem hann uppfylli skilyrði sem tiltekin eru í útboðsgögnum og starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga.

  Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo framarlega sem hann uppfyllir skilyrði sem tiltekin eru í útboðsgögnum.
 
  18.5 1905068 – Útboð á göngu og hjólastígum 2019
 
  Niðurstaða Eigna- og veitunefnd – 2
  Lögð fram áætlun um útboð á göngu- og hjólastígum í sveitarfélaginu 2019.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að hafa samráð við skipulags- og byggingarfulltrúa vegna umferðaöryggis stígana, samþykkja áætlunina og fela starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út.

  Bæjarráð samþykkir áætlunina og felur starfandi sviðstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út.
 
     
Fundargerðir til kynningar
20. 1905081 – Fundargerðir kjaranefndar 2019
  Fundur kjaranefndar 30. apríl 2019.
     
21. 1902257 – Fundargerðir Veiðifélags Árnesinga 2019
  Aðalfundur haldinn 28. mars
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:35

 

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
Helga María Pálsdóttir