17.5.2019 | 35. fundur bæjarráðs 16.maí 2019

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 35. fundur bæjarráðs 16.maí 2019
image_pdfimage_print
  1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 16. maí 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

 

Mætt:                

Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

 

Formaður óskaði eftir að taka á dagskrá með afbrigðum svar við fyrirspurn Gunnars Egilssonar í 5. lið 31. fundi bæjarráðs frá 4. apríl. Það var samþykkt.

Dagskrá:

 

Almenn erindi
1. 1905139 – Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020
  Erindi frá deildarstjóra menningar- og frístundadeildar um stofnun vinnuhóps vegna unglingalandsmóts 2020. Ásamt samstarfssamningi við UMFÍ.
  Bæjarráð tilnefnir starfsmennina Braga Bjarnason og Auði Guðmundsdóttur og bæjarfulltrúana Tómas Ellert Tómasson og Kjartan Björnsson sem fulltrúa í vinnuhópinn.
     
2. 1905206 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista – Upplýsingar um biðlista og leikskólapláss
  Fyrirspurn Gunnars Egilssonar:
1. Hvað eru mörg börn frá 12 mánaða að 18 mánaða aldri á biðlista eftir leikskólaplássi?
Svar: 23 börn
2. Hvað eru mörg börn eldri en 18 mánaða á biðlista eftir leikskólaplássi?
Svar: 28 börn
3. Hversu mörg þeirra barna sem eru á biðlista verða orðin 18 mánaða í ágúst n.k.?
Svar: 35 börn
     
3. 1905039 – 97. þing HSK
  Tillögur frá héraðsþingi HSK ásamt ársskýrslu 2018.
  Bæjarráð þakkar fyrir ársskýrsluna. Stefna sveitarfélagsins er að halda áfram að styðja og styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu og á vettvangi HSK.
     
4. 1905166 – Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030
  Stefnumótun frá mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum, dags. 2. maí.
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.
     
5. 1905193 – Framkvæmdir við brú yfir Ölfusá
  Erindi frá Vegagerðinni, dag. 8. maí, þar sem óskað er eftir umsögn vegna viðhaldsframkvæmda á brú yfir Ölfusá.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn enda verði Vegagerðin í nánu samráði við bæjaryfirvöld um framkvæmdirnar.
     
6. 1905207 – Samgönguáætlun 2020-2024
  Erindi frá Vegagerðinni, dags. 6. maí, um fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.
     
7. 1905210 – Áskorun – fjölgun bekkja við götur á Selfossi
  Áskorun frá Félagi eldri borgara Selfossi, dags. 10. maí, um að fjölga bekkjum á Selfossi.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
     
8. 1905211 – Breyting á póstnúmeri 801
  Tilkynning frá Íslandspósti dags. 13. maí, um breytingu á dreifbýlispóstnúmerum hjá 5 sveitarfélögum sem tilheyra 801 Selfoss.
  Bæjarráð gerir engar athugasemdir við breytt fyrirkomulag á póstnúmerum.
     
9. 1905212 – Þingfundur ungmenna 17. júní 2019
  Upplýsingar um þingfund ungmenna sem halda á 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar frístunda- og menningarnefnd og ungmennaráði.
     
15. 1903189 – Lántökur 2019
  Gunnar Egilsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn undir 5. lið 31. fundar bæjarráðs þann 4. apríl:
Undirritaður óskar eftir að upplýst verði hvernig meirihluti bæjarstjórnar hyggst fjármagna þær framkvæmdir sem áætlaðar eru.
  Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði að öllu leyti fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og lántökum frá Lánasjóði Sveitarfélaga. Ekki er talin þörf á öðrum leiðum, þó að KPMG hafi greint mögulega fjármögnun frá lífeyrissjóðum og leitt í ljós að sú nálgun eykur fjárfestingargetu Árborgar umtalsvert.
Eins og bæjarráð kallaði eftir, 21. mars síðastliðinn, er fjárfestingaáætlun 2019-2022 nú í endurskoðun. Í því samhengi þótti nauðsynlegt að endurmeta einnig forsendur í fjárhagsáætlun enda hefur afkoma sveitarsjóðs mikil áhrif á fjárfestingargetu. Stefnt er að því að endurmat liggi fyrir í byrjun júní. Þar mun koma fram hvernig æskilegt er að fjárfestingar dreifist og hvernig haga þarf lántökum. Tillaga um uppfærða fjárfestingaáætlun ætti þá að geta komið til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 19. júní.

Ályktun bæjarráðs frá 21. mars síðastliðnum:
„Í ljósi breyttra forsenda telur bæjarráð rétt að endurmeta fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins 2019-2022 og kanna hvort ástæða er til að gera breytingar frá þeirri áætlun sem samþykkt var í desember síðastliðinn.
Á fyrstu mánuðum ársins hafa verið samþykktir miklir viðaukar vegna útgjalda í sorpmálum vegna breyttra aðstæðna. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að samþykkja frekari viðauka, vegna stofnframlaga og annarra útgjalda. Þessir viðaukar hafa lækkað áætlaðan afgang ársins 2019 umtalsvert.
Það má einnig ætla að fyrir liggi nýjar kostnaðarupplýsingar um einhverjar af þeim fjárfestingum sem ráðgerðar eru í fjárfestingaáætlun og jafnvel nýjar upplýsingar um fyrirsjáanlega framvindu í gatnagerð ársins. Loks eru blikur á lofti í efnahagslífinu og ástæða til að meta hvort það kallar á sérstök viðbrögð.“

     
Fundargerðir
10. 1905005F – Eigna- og veitunefnd – 3
  3. fundur haldinn 11. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
11. 1905004F – Íþrótta- og menningarnefnd – 10
  10. fundur haldinn 13. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1901272 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
  196. fundur haldinn 9. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
13. 1902248 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
  7. fundur haldinn 16. apríl.
8. fundur haldinn 7. maí.
  Lagt fram til kynningar.
     
14. 1901345 – Fundargerðir BÁ 2019
  5. fundur haldinn 30. apríl og ársreikningur
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:45

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson