13.7.2017 | 36. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 36. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

36. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 13. júlí 2017 kl. 07:30 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð,
Kjartan Björnsson, D-lista, 
Gunnar Egilsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá: 

I.    1706063 Samningur við Árfoss ehf um málefni lóðarinnar Austurvegar 4b, Selfossi 

Lagður var fram samningur við Árfoss ehf um málefni lóðarinnar Austurvegar 4b, Selfossi.

Samningur vegna lóðar, Austurvegur 4

Samningurinn var samþykktur með fimm atkvæðum, bæjarfulltrúanna Ástu Stefánsdóttur, D-lista, Söndru Hafþórsdóttur, D-lista, Ara B. Thorarensen, D-lista, og Eyrúnar Guðmundsdóttur, Æ-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, greiddu atkvæði á móti, Íris Böðvarsdóttir, B-lista situr hjá.

Gert var fundarhlé.

Eggert Valur og Arna Ír lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð geta ekki samþykkt samning Svf og Árfoss ehf er varðar málefni Austurvegar 4 á Selfossi. Í stuttri bókun er ekki hægt að fara lið fyrir lið yfir þau atriði sem okkur þykir orka tvímælis í samning þessum. M.a. hugnast okkur ekki að bæjaryfirvöld samþykki skuldbindandi kvaðir gagnvart Árfoss ehf verði nýtt deiliskipulag miðbæjarreitsins ekki samþykkt. Undirrituð telja eðlilegra að ef skipulagið nær ekki fram að ganga að þá sé rétti tíminn til þess að lóðarhafar setjist að samningaborði.

Eggert Valur Guðmundsson, S lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S lista.

 

 II.  1503158 Samningur við Sigtún Þróunarfélag um uppbyggingu í miðbæ Selfoss   

Lögð voru fram drög að samningi við Sigtún Þróunarfélags ehf um málefni lóðarinnar Austurvegar 4b, Selfossi. Samningsdrögin eru gerð með fyrirvara um að deiliskipulag vegna verkefnisins öðlist gildi og að sýnt verði fram á fjármögnun framkvæmda.

Drög að samkomulagi vegna miðbæjar Selfoss

Lagt var til að bæjarstjórn feli framkvæmdastjóra að ganga frá samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og undirrita hann.

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. Bæjarfulltrúar B- og Æ-lista sátu hjá. Bæjarfulltrúar S-lista greiddu atkvæði á móti samningnum og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð geta ekki samþykkt samning milli Svf. Árborgar og Sigtúns Þróunarfélags með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum. Að okkar mati eru of margir óvissuþættir í samningnum sem þarf að skoða og rýna betur. Hér er um stórt hagsmunamál að ræða sem skiptir íbúa miklu að vel takist til með. Í ljósi þess að hér er sennilega um að ræða verðmætustu lóðir á Suðurlandi er það skoðun okkar að kalla ætti hlutlausa matsmenn til, með það fyrir augum að verðmeta lóðir sveitarfélagsins á miðbæjarreitnum. Þetta teljum við nauðsynleg til þess að tryggja fullt gagnsæi og upplýsingar til íbúa um verðmæti þessarar eignar sveitarfélagsins.

Eggert Valur Guðmundsson, S lista

Arna Ír Gunnarsdóttir, S lista

 

III.             1701024

Fundargerð 39. fundar skipulags- og byggingarnefndar            frá 11.07.17 

-liður 1, 1507134 tillaga að deiliskipulagi miðbæjar Selfoss og aðalskipulagsbreyting, lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting vegna nýrrar vegtengingar af hringtorgi við brúarsporðinn, inn á miðbæjarsvæðið verði auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Tillagan hefur þegar verið kynnt Skipulagsstofnun.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D og Æ-lista. Bæjarfulltrúar S-lista sátu hjá.

-liður 2, 1707096, breyting á byggingarreit Vallarland 7, bæjarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um grenndarkynningu á erindinu.

 

Fundargerðin staðfest. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 09:35.

 

 

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Íris Böðvarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir  
Eyrún Björg Magnúsdóttir