14.12.2012 | 36. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 36. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

36. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. desember 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Ingi Rúnarsson, varamaður, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

I.   Fundargerðir til staðfestingar              

1.  a ) 117. fundur bæjarráðs ( 1201001 )            frá   22. nóvember

2.   a)  1201023
      Fundargerð menningarnefndar                    22. fundur      frá   15. nóvember
      b) 118. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                    frá   29. nóvember

3.   a)  1201022
       Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar     10. fundur  frá   15. nóvember
      b)   1201024
      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  31. fundur    frá    27. nóvember
      c)    1201020
      Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     47. fundur   frá    28. nóvember

d)   119. fundur bæjarráðs ( 1201001 )                                   frá      6. desember
       Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
–          liður 3, málsnr. 1106045, tillaga um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að breytt    aðalskipulag búgarðabyggðar í Byggðarhorni verði auglýst.

–          liður 3 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá  15. nóvember.

–          liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 28. Nóvember, lið 1, málsnr. 1210108 – Lyfta í íþróttahúsi Vallaskóla. 

–          liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 15. nóvember, lið 8, málsnr. 1211065 –  Jól í Árborg 2012 – og vildi koma á framfæri þökkum til starfsmanna sveitarfélagsins og annarra hugmyndasmiða vegna uppsetningar á jólagarðinum. 

–          liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 15. nóvember, lið 6, málsnr. 1202261 –  Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg.

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi.  

–          liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. nóvember, lið 11, málsnr. 1208115 – Umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun að Austurvegi 52, Selfossi.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls. 

Þessi liður fundargerðarinnar var borinn upp til staðfestingar og staðfestur með með 7 atkvæðum B-, D- og V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, sat hjá.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, gerð grein fyrir hjásetu sinni.
 Undirrituð leggur áherslu á að afar mikilvægt sé að hlustað sé á raddir íbúa og tryggt sé með öllum ráðum að íbúar í nærliggjandi íbúðarhúsum verði fyrir sem minnstu ónæði vegna hugsanlegs rekstrar á vínveitingahúsi að Austurvegi 52.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, kom inn á fundinn. 

–          liður 3 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 3, málsnr. 1106045, – Tillaga um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að breytt aðalskipulag búgarðabyggðar í Byggðarhorni verði auglýst.            

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.        1210118 
            Fjárhagsáætlun 2013 – síðari umræða

Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi úr hlaði viðauka við greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir ári 2013 -2016  
                        
Viðauki við greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir ári 2013 – 2016 
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2013 – 2016 er lögð fram til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 12.desember. Fyrri umræða fór fram þann 31.október síðastliðinn. 

Breytingar hafa átt sér stað á milli umræðna og verður farið yfir þær hér á eftir. Einkum verður gerð grein fyrir breytingum á áætlun ársins 2013 en stiklað á stóru fyrir áætlanir fyrir árin 2014 – 2016. 

Verðbólga
Í fyrri umræðu var gert ráð fyrir að verðbólga væri 3,9% en í fjárhagsáætlun 2013 sem lögð er fram til seinni umræðu er gert ráð fyrir að verðbólga sé 4,1% samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í nóvember. 

Hækkanir á gjaldskrám
Í fyrri umræðu var gert ráð fyrir því að hækka gjaldskrár um 3,9% milli áranna 2012 og 2013 en í fjárhagsáætlun sem lögð er fram til seinni umræðu er gert ráð fyrir því að gjaldskrár hækki um 4,1%. 

Rekstrarniðurstaða
Áhrif breytinga á fjárhagsáætlun 2013 eru þau að rekstrarafgangur lækkar úr 72,5 millj.kr. í 37,5 millj.kr.
Rekstrarafgangur árið 2014 lækkar úr 129,3 millj.kr. í 99,6 millj.kr.
Rekstrarafgangur árið 2015 lækkar úr 152,7 millj.kr. í 122,2 millj.kr.
Rekstrarafgangur árið 2016 lækkar úr 197,2 millj.kr. í 170,1 millj.kr. 

Breytingar á málaflokkum milli umræðna
Í töflunni hér á eftir má sjá breytingar á málaflokkum milli umræðna :
Tafla 

 •  Málaflokkur 00 – Skatttekjur
  Hækkun á framlagi frá Jöfnunarsjóði vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í skólum, samtals 7,6 millj.kr. 
 •  Málaflokkur 02 – Félagsþjónusta
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 3,7 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til veikindalauna og aukinna þjónustukaupa. 
 • Málaflokkur 04 – Fræðslu- og uppeldismál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 8,8 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til aukins launakostnaðar vegna starfsloka, aukningar á námsvistargjöldum vegna fjölgunar barna, kostnaðar við ytra mat á skólum og aukinna þjónustukaupa. Einnig hækka tekjur í málaflokknum vegna hækkunar á gjaldskrám úr 3,9% í 4,1% milli umræðna.
   
 • Málaflokkur 05 – Menningarmál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 300 þús.kr. milli umræðna, um er að ræða styrki sem heyra undir menningarnefnd.
   
 • Málaflokkur 06 – Æskulýðs- og íþróttamál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 4,2 millj.kr. milli umræðna. Um er að ræða aukningu á styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála samkvæmt samningum.
   
 • Málaflokkur 08 – Hreinlætismál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 10 þús.kr. sem rekja má til hækkunar á gjaldskrám vegna hunda- og kattaeftirlits úr 3,9% í 4,1%.
   
 • Málaflokkur 10 – Umferðar- og samgöngumál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 15 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til þjónustukaupa vegna strætó á Árborgarsvæðinu sem féllu niður við fyrri umræðu.
   
 • Málaflokkur 13 – Atvinnumál
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 1,7 millj.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til aukningar á framlagi til SASS/Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá fyrri umræðu.
   
 • Málaflokkur 21 – Sameiginlegur kostnaður
  Fjárheimildir til málaflokksins hækka um 550 þús.kr. milli umræðna. Aukninguna má rekja til aukningar á framlagi til SASS/Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá fyrri umræðu. 

Breytingar á fjárfestingaáætlun

 • Í fyrri umræðu voru fjárfestingar árið 2013 áætlaðar 462.850.000 kr. og í fjárhagsáætlun, sem lögð er fram til seinni umræðu hér, eru fjárfestingar áætlaðar 507.800.000 kr. Um er að ræða aukningu um 44.950.000 kr. Breytingar á fjárfestingum eru eftirfarandi :

Eignadeild :
Vallholt 38 – Vinaminni                                             10.200.000 kr.
Lóð BES Eyrarbakka                                                    4.000.000 kr.
Sundhöll Selfoss – eftirlitsmyndavélar                    3.000.000 kr.
Gatnagerð- flugvöllur                                                   1.700.000 kr.
Sólvellir – gatnagerð                                                     2.800.000 kr.
Íþróttahús Stokkseyri – þak                                        5.400.000 kr.
Birkivellir – gatnagerð                                                  3.000.000 kr.
Vallaskóli – lyfta                                                             6.500.000 kr.
Tryggvaskáli                                                                    1.000.000 kr.
Tjaldsvæðið Eyrarbakka – aðstöðuhús                      3.750.000 kr.
Vinnuskólinn – húsnæði                                             -2.000.000 kr.

Selfossveitur :
Hitaveita Ásamýri                                                             5.600.000 kr. 

 • Fjárfestingar árið 2014 lækka um 2.250.000 kr.
  Húsnæði fyrir Vinnuskóla 5.000.000 kr. fellur út, kostnaður við Tryggvaskála lækkar um 1.000.000 kr. og aðstöðuhús á tjaldsvæði 3.750.000 kr. er nýtt inn.
   
 • Fjárfestingar árið 2015 lækka um 5.000.000 kr.
  Húsnæði fyrir Vinnuskóla 5.000.000 kr. fellur út.
   
 • Fjárfestingar árið 2016 eru óbreyttar milli umræðna. 

Lántökur
Árið 2013 hækka ný langtímalán um 65 millj.kr. milli umræðna.
Árið 2014 hækka ný langtímalán um 30 millj.kr. milli umræðna.
Árið 2015 eru ný langtímalán óbreytt frá fyrri umræðu.
Árið 2016 lækka ný langtímalán um 100 millj.kr. milli umræðna. 

Skuldahlutfall
Skuldahlutfall í samræmi við útreikning skv. 14.gr. reglugerðar nr. 502/2012
                                               Fyrri umræða                    Seinni umræða
                2013                           145,70%                              146,82%
                2014                           147,90%                              149,48%
                2015                           148,50%                              149,88%
                2016                           146,60%                              146,08%

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun sú, sem hér er lögð fram fyrir árið 2013 og byggð er á rekstri sveitarfélagsins árið 2012, gefur nokkuð glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins.  Ljós er að ekki mun takast að greiða niður skuldir sveitarfélagsins, jafn hratt, og draumur núverandi meirihluta  var fyrir síðustu kosningar, heldur munu skuldir aukast á næsta ári miðað við árið 2011 og áætlun ársins 2012.  Þetta sýnir best ástandið eins og það er í rekstri almennt á Íslandi.  Munar þar mest um gífurleg fjármagnsgjöld á skuldum sveitarfélagsins sem áætlaðar eru á árinu 2013 um 500 milljónir, nettó.
Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að heildarrekstur sveitarfélagsins verði jákvæður þó ekki sé um stórar upphæðir að ræða. 
Ég vil einnig ítreka þá skoðun mína sem áður hefur komið fram að þá verðbólguspá sem miðað er við í gerð fjárhagsáætlunarinnar og hækkun gjaldskráa, um 4,1%, tel ég ekki raunhæfa, til að halda í við verðbólgu næsta árs.  Nýjustu spár í vikunni gera ráð fyrir 5% verðbólgu á árinu 2013.
Með það í huga að ég tel að ekki sé mikið svigrúm til að gera betur í rekstrinum en orðið er og fyrirsjáanlegt er, án þess að skera verulega meira niður og stöðva nánast allar framkvæmdir, þá samþykki ég þessa fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bókun vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar er eitt stærsta verkefni hverrar sveitarstjórnar. Fjárhagsáætlanir  eru skuldbindandi gagnvart tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn sveitarfélagsins á reikningsárinu. Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun hefur verið unnin í ágætu samstarfi bæjarfulltrúa allra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Svf. Árborgar og fyrir það ber að þakka. Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á milli fyrri og seinni umræðu að þessu sinni. Einnig má benda á að  fjárfestingaráætlun fyrir árið 2013 er tæplega sú sama og sú sem samþykkt var samhljóða af framkvæmda- og veitustjórn á  44.fundi stjórnar þann 3.okt. sl.
 Rekstur málaflokka hefur verið í góðu jafnvægi og ástæða til þess að þakka forstöðumönnum hinna einstöku sviða sérstaklega fyrir góð störf. Hins vegar er Sveitarfélagið Árborg skuldsett sveitarfélag. Skuldirnar eru tilkomnar vegna nauðsynlegrar uppbyggingar í kjölfar þess að íbúafjöldi jókst langt umfram landsmeðaltal á afar skömmum tíma. Á innan við 10 árum voru hér byggðir 3 leikskólar fyrir rúmlega 400 börn, 2 grunnskólar fyrir 600 börn, farið var í afar fjárfreka holræsagerð, byggð upp íþróttamannvirki ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum. Eðlilegt verður að teljast að svo gríðarleg uppbygging sé greidd niður á löngum tíma. Skuldahlutfall hefur smám saman verið að nálgast það viðmið sem  eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna setur, sem er vel. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að tekjur sveitarfélagsins hafa verið að aukast ásamt framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þrátt fyrir að stöðugt sé leitað allra leiða til þess að gæta aðhalds á öllum sviðum rekstrarins þarf sveitarfélagið að taka ný lán á árinu 2013 að fjárhæð um 400 milljónir króna.  Til glöggvunar á skuldastöðu sveitarfélagsins þá voru skuldir á hvern íbúa árið 2009 961 þús., árið 2010 1.202 þús., árið 2011 1.199 þús. og stefnir í að í ár verði þær 1.171 þús.
Ástæða er til þess að fagna því að heildarniðurstaða reksturs samstæðunnar fyrir árið 2013 eigi að vera jákvæð. Einnig er það jákvætt að tekjur virðast halda áfram að aukast umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt er að á næstu árum verði áfram gætt hámarks aðhalds í rekstri stofnana og sameiginlegum verkefnum, án þess þó að niðurskurðar- og hagræðingaraðgerðir bitni meira en orðið er á barnafólki og þeim sem eru tekjulágir. Eitt af  verkefnum bæjarstjórnar á næstunni verður m.a. að leita leiða til hagræðingar í  samstarfsverkefnum með öðrum sveitarfélögum.
Bæjarfulltrúar S-lista hafa á árinu lagt fram fjölda tillagna varðandi rekstur sveitarfélagsins, sumar hafa verið samþykktar en aðrar felldar. Það er skoðun undirritaðra að betur megi gera á fjölmörgum sviðum í rekstri sveitarfélagsins, nefna má í því sambandi nauðsyn þess að ná utan um innkaupamál og ráða innkaupastjóra til sveitarfélagsins, en tillaga þess efnis var felld af meirihlutanum. Það er von undirritaðra bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar að vel verði tekið í málefnalegar ábendingar og tillögur sem lagðar verða fram á næsta ári.
Undirritaðir bæjarfulltrúar munu greiða atkvæði með framlagðri fjárhagsáætlun. Þó ber að taka fram að undirrituð eru mótfallin því að framlög til menningarnefndar verði aukin til þess að nefndin geti veitt menningarstyrki. Bæjarráð hafði áður hafnað þessari aukningu á framlögum á fundi sínum vegna þess að Sveitarfélagið er nú þegar að veita menningarstyrki í gegnum Menningarráð Suðurlands. 
Undirritaðir bæjarfulltrúar eru einnig ósammála þeirri forgangsröðun að veita 20 milljónum króna til framkvæmda við göngustíg við Árveginn ásamt gangstétt á Eyrarbakka. Að okkar mati hefði þessum fjármunum verið betur varið í uppbyggingu á skólalóðum Barnaskólans á Eyrarbakka og við Vallaskóla á Selfossi. Þegar um er að ræða jafn takmarkaða fjármuni til framkvæmda og raunin er í dag er afar mikilvægt að forgangsraða í þágu barnanna í sveitarfélaginu.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: 
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 sýnir góðan afgang af rekstri og bætt skuldahlutfall fjórða árið í röð. Bæjarfulltrúar D-lista vilja þakka gott samstarf við aðra bæjarfulltrúa, starfsmenn og íbúa. Gjaldskrár lækka minna en verðbólga og má segja að um raunlækkun um 1-2% sé að ræða milli ára. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0.325% í 0,3% eða um 8% lækkun fasteignaskattstuðulsins.  Með þessu móti er komið til móts við íbúa á erfiðum tímum. Skuldir lækka umtalsvert, bæði að nafnvirði, og raunvirði eða um 557 milljónir að raunvirði milli áranna 2011 og 2012 og um 315 milljónir milli áranna 2012 og 2013 að raunvirði. Skuldahlutfall hefur lækkað úr 206% og er nú komið undir 150% af tekjum.

            Fjárhagsáætlun 2013 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.       1210160
            Fjárhagsáætlun 2014 – 2016 – síðari umræða 

            Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

            Fjárhagsáætlun 2014 – 2016 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IV.       1210142
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skólavistun í Árborg 2013 – síðari umræða
          
Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá.

V.        1210147
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2013 – síðari umræða
            Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

VI.       1210148
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir mat í leikskólum í Árborg 2013 – síðari umræða 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

VII.     1210149
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum í Árborg 2013 – síðari umræða 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa B-, D- og S- lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

VIII.    1210150
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2013 – síðari umræða  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IX.       1210151
            Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2013 – síðari umræða  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

X.        1202231
            Breyting á fulltrúum V-lista í nefndum 2012

            Lagt er til að Andrés Rúnar Ingason verði aðalmaður í framkvæmda- og veitustjórn í stað Bjarna Harðarsonar og Þórdís Eygló Sigurðardóttir verði varamaður.  

Einnig er lagt til að Andrés Rúnar Ingason verði varamaður á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, SASS, Skólaskrifstofu Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Héraðsnefndar Árnesinga í stað Bjarna Harðarsonar. 

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykkar samhljóða.  

XI.       1212015
            Sameining menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar 

–          Kosning 5 fulltrúa og 5 til vara 

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að frá og með 1. janúar 2013 verði menningar- og íþróttanefnd Árborgar sameinaðar í eina nefnd, íþrótta- og menningarnefnd. Nefndin verði skipuð fimm fulltrúum. Bæjarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna erindisbréf fyrir hina sameinuðu nefnd. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði í nefndinni:
Aðalmaður:                                       Varamaður:            
Kjartan Björnsson, formaður          Þorsteinn Magnússon                                    
Grímur Arnarson,                              Gísli Jónsson
Brynhildur Jónsdóttir                       Gísli Felix Bjarnason                            
Þorlákur Helgason                            Tómas Þóroddsson                                    
Björn Harðarson                               Íris Böðvarsdóttir                                      

 Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.18:45 

Eyþór Arnalds                                                    Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson 
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir   
Andrés Rúnar Ingason                                       Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari