9.3.2017 | 37. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 37. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print


37. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 22. febrúar 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Guðjón Guðmundsson., varamaður, D-lista.  

Formaður leitar afbrigða fyrir mál nr. 1702275, Gámasvæði Árborgar -færsla á girðingu 2017.

Helgi Haraldsson boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1605337 – Borun á ÞK-18
  Staða borverks í Laugardælum kynnt. Búið er að bora niður á 1560 m dýpi.
     
2. 1701041 – Klæðning -Suðurhólar 2017
  Niðurstaða útboðs var kynnt. Eftirfarandi tilboð bárust: Borgarverk: 16.750.000 kr. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir: 19.644.800 kr. Kostnaðaráætlun: 22.610.000 kr. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
     
3. 1702251 – Hagaland – göngustígar og yfirborðsfrágangur 2017
  Stjórnin samþykkir að bjóða út malbikun á göngustígum við Hagalæk og Urðarmóa.
     
4. 1312062 – Samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Árborg
  Framkvæmda- og veitustjóri kynnti umræður á vettvangi Samorku um vandamál vegna notkunar á sorpkvörnum á heimilum, m.a. vegna þess að fráveitukerfi eru ekki hönnuð til að taka á móti slíkum úrgangi. Stjórnin leggur til að við gerð nýrrar samþykktar um fráveitu verði tekið tillit til þessa og tenging sorpkvarna við fráveitukerfið ekki heimiluð.
     
Erindi til kynningar
5. 1702275 – Gámasvæði Árborgar -færsla á girðingu 2017
  Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að undirbúa útboð á færslu girðingar á gámasvæði Árborgar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

 

Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Viktor Pálsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
Guðjón Guðmundsson