21.9.2017 | 38. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 38. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


38. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. september 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Estelle Burgel, varamaður, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Estelle Burgel velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.  

Dagskrá:

I,
Fundargerðir til staðfestingar

 1.
a) 118. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                frá 24. ágúst
            https://www.arborg.is/118-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð 118. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:

–        liður 10, málsnr. 1708092 – Fjárhagsáætlun 2017 – Erindi frá Álfheimum. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna leiðréttinga á launalið og kostnaðar við alþrif að fjárhæð kr. 3.280.000.             

2.
a) 1701026
            Fundargerð félagsmálanefndar                                              32. fundur       frá 22. ágúst
            https://www.arborg.is/32-fundur-felagsmalanefndar-2/

            b) 1701028
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                           42. fundur       frá 23. ágúst
            https://www.arborg.is/42-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

          c) 119. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                frá 31. ágúst
            https://www.arborg.is/119-fundur-baejarrads-2/ 

            Úr fundargerð 119. fundar bæjarráðs til afgreiðslu:
–        liður 3, málsnr. 1708161 – Beiðni um aukin stöðugildi í Vallaskóla. Lagt er til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.865.000 vegna fjölgunar stöðugilda í Vallaskóla.

3.
a) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                                   34. fundur       frá 31. ágúst
            https://www.arborg.is/34-fundur-fraedslunefndar-2/

b) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                            32. fundur       frá 6. sept.
            https://www.arborg.is/32-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

 c) 1701024
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                         41. fundur       frá 6. sept.
            https://www.arborg.is/41-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

d) 120. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                frá 14. sept.
            https://www.arborg.is/120-fundur-baejarrads-2/

  Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 120. fund bæjarráðs til afgreiðslu. 

–        liður 2, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyrarvegi 11 og 13, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni.

–        liður 24, málsnr. 1709001 – Tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2. Lagt er til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að gera deiliskipulagstillögu að landareign sinni.

–        liður 25, málsnr.1504329 – Breytt skipulag á lóð að Hásteinsvegi 30, Stokkseyri. Lagt er til að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.  

–        liður 2 b) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 23. ágúst, lið 4, málsnr. 1609137 – Orkusjóður – styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–        liður 2 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 23. ágúst, lið 1, málsnr. 1708095 – Gatnagerð við Flugvöll Selfoss – Vallarheiði 2017.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

–        liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 31. ágúst, lið 4, málsnr. 1603040 – Áskorun til heilbrigðisráðherra vegna væntanlegs hjúkrunarheimilis í Árborg.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–        liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september – Stöðuleyfi fyrir gáma og umhirða lóða.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–        liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, lið 14, málsnr. 1708193 – Umsókn um lóðina Eyrargötu 15, Eyrarbakka.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

–        liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september – Úthlutun lóða og byggingarleyfi. 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista tók, til máls.

–        liður 3 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 6. september, lið 1, málsnr. 1703030 –  Menningarmánuðurinn október 2017.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

–        liður 1 a) Fundargerð bæjarráðs frá 24. ágúst, liður 10, málsnr. 1708092 – Fjárhagsáætlun 2017 – Erindi frá Álfheimum. Lagt er til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna leiðréttinga á launalið og kostnaðar við alþrif að fjárhæð kr. 3.280.000.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 31. ágúst, liður 3, málsnr. 1708161 – Beiðni um aukin stöðugildi í Vallaskóla. Lagt er til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.865.000 vegna fjölgunar stöðugilda í Vallaskóla.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, liður  2, málsnr. 1705110 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Eyrarvegi 11 og 13, Selfossi. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi svörum við  athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni. 

  1. Athugasemd frá Keipi ehf. Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er hótelbyggingu að Eyravegi 11-13 mótmælt sökum þess að umferð valdi miklu ónæði og lýst áhyggjum af því að bifreiðum verði lagt um allt. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í aðalskipulagi eru fasteignir nr. 8-24 við Eyraveg skilgreindar fyrir blandaða byggð íbúðasvæðis og verslunar- og þjónustusvæðis. Íbúar á slíkum svæðum mega búast við því að verða fyrir meira ónæði en þeir íbúar sem búa á íbúðasvæðum. Starfsemin sem fyrirhuguð er á lóðinni við Eyraveg 11-13 fellur innan skilgreiningar svæðisins skv. aðalskipulagi og er ekkert sem bendir til þess að ónæði af starfseminni verði umfram það sem eðlilegt getur talist miðað við skilgreiningu svæðisins. Til þess að koma til móts við athugasemdir hefur verið gerð breyting á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og bílastæðum á lóðinni fjölgað. 2. Athugasemd frá Maríu H. Sigurjónsdóttur og Jafet Óskarssyni Samantekt athugasemdar: Í athugasemd er bent á að hugsanlega verði íbúar fyrir óþægindum vegna umferðar bifreiða við fyrirhugaða hótelbyggingu. Óskað er eftir því að sett verði grindverk meðfram öllu húsinu á aðliggjandi lóð við Heiðarveg. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Fært hefur verið inn í greinargerð deiliskipulagstillögunnar að gert sé ráð fyrir timburgirðingu á lóðamörkum við Heiðarveg sem er 1,3 m á hæð. Girðingin á að tryggja að íbúar á nærliggjandi lóð við Heiðarveg verði ekki fyrir óþægindum vegna bílaumferðar. Eigandi lóðarinnar við Eyraveg 11-13 hefur í yfirlýsingu samþykkt að bera kostnað af girðingunni. 3. Athugasemd frá Samfylkingarfélagi Árborgar Samantekt athugasemdar: Í athugasemdum er byggt á því að sameiginleg aðkoma að Eyravegi 11-13 og Eyravegi 15 sé ekki sýnd á uppdrætti fyrir deiliskipulagtillöguna. Einnig er gerð athugasemd við það að bílastæði á lóðinni við Eyraveg 15 séu ekki sýnd á uppdrætti. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni hefur verið bætt inn texta þess efnis að á lóðinni við Eyraveg 11-13 verði aðkoma fyrir 4 stæði á lóðinni við Eyraveg 15. Bílastæði á lóðinni við Eyraveg 15 hafa verið færð inn á uppdráttinn fyrir deiliskipulagstillöguna. 4. Umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að breyttu deiliskipulagi. Í umsögn Vegagerðarinnar um tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Eyraveg 11-13 er talið óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis að vera með samsíða bílastæði við stofnvegi líkt og Eyravegur er og eindregið mælt með að bílastæðin verði felld út en að öðrum kosti að brugðist verði við með því að setja eyjar til að auka umferðaröyggi. Þá getur Vegagerðin ekki fallist á að stæði fyrir langferðabifreiðar verði samsíða Eyravegi. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Bílastæði þau er nefnd eru í umsögn Vegagerðar, samsíða Eyravegi, eru utan deiliskipulagsreits og verða óbreytt. Fallið hefur verið frá því að hafa sérstakt stæði fyrir langferðabifreiðar samsíða Eyravegi. 5. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á texta greinargerðar: Vanda skal til útlitshönnunar allra bygginga og leitast við að ná markmiðum aðalskipulags um að draga fram byggðarsérkenni. Gæta skal að samræmi og heildarsvip í byggingarstíl. Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins skal meta útlitshönnun og byggingarstíl. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, liður 24, málsnr. 1709001 – Tillaga að deiliskipulagi Votmúla 2. Lagt er til að landeiganda verði heimilað að gera deiliskipulagstillögu að landareign sinni.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–        liður 3 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, liður 25, málsnr.1504329 – Breytt skipulag á lóð að Hásteinsvegi 30, Stokkseyri. Lagt er til að skipulag lóðarinnar verði samþykkt. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:55

 

  Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson

 

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

 

Estelle Burgel                                                    Rósa Sif Jónsdóttir, ritari