21.2.2013 | 38. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 38. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

38. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá lántökur 2013 ásamt beiðni Bjarna Harðarsonar um lausn frá störfum sem varabæjarfulltrúi. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

I.   1302181
Beiðni Bjarna Harðarsonar um lausn frá störfum sem varabæjarfulltrúi 

Beiðni Bjarna Harðarsonar um lausn frá störfum var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

II.      Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1301009
             Fundargerð fræðslunefndar                             28. fundur                  frá  10. janúar
b)   123. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá  17. janúar  

2.       a) 124. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá  24. janúar 

3.       a)  1301007
          Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar     49. fundur                  frá  23. janúar
          b)   125. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá  31. janúar 

4.       a)  1301010
          Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar   33. fundur                  frá  29. janúar
          b)  1301011
          Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar      1. fundur                    frá  29. janúar
          c)     1301008
         Fundargerð félagsmálanefndar                           25. fundur                  frá  30. janúar
         d)   126. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                 frá   7. febrúar
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
–          liður 2, málsnr. 1205364 – Deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagslýsingu deiliskipulagstillögunnar. Lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

–          liður 3, málsnr. 1207067 – Aðalskipulagsbreyting göngustígar meðfram Hóla- og Helluhverfi. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skipulagslýsingu af breytingunni, lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

–          liður 6, málsnr. 1202229 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu, Stokkseyri. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist, lagt er til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

–          liður 13, málsnr. 1106045 – Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni, lagt er til við bæjarstjórn að óska heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Úr fundargerð félagsmálanefndar, til afgreiðslu:
– liður 1, málsnr. 1301214, – Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Árborg 2013

– liður 2, málsnr. 1301215 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2013

 – liður 3, málsnr. 1301216 – Reglur um verkaskiptingu milli félagsmálanefndar Árborgar og starfsmanna félagsþjónustu Árborgar 2013

 – liður 4, málsnr. 1301361 – Gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu 2013

– liður 5, málsnr. 1301353 – Greiðslur til stuðningsfjölskyldna á grunni laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 árið 2013. 

5.         a)  127. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                              frá 14. febrúar  

6.         a) 1301009
            Fundargerð fræðslunefndar                          29. fundur                  frá  14. febrúar 

–   liður 1 a) Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar  frá 10. janúar, lið 6, málsnr. 1208041 – Vinnuhópur um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Árborg og lagði fram eftirfarandi bókun: 

,,Ég lýsi vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið orðið við tilmælum fulltrúa V-lista á þessum fundi um að leita eftir formlegri umsögn og viðræðum við Skólaskrifstofu Suðurlands um efnisatriði skýrslunnar um sérfræðiþjónustu skóla í Árborg.“

Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi V-lista.

–   liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, lið 3, málsnr. 1301057 – Beiðni Rannveigar Önnu Jónsdóttur um afnot af herbergi að Túngötu 40, Blátúni, Eyrarbakka, til að nota fyrir Konubókastofu. 

–   liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, lið 4, málsnr. 1011089 – Styrkbeiðni Sæbýlis ehf, afsláttur af heitu vatni 2012. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–  liður 1 b) Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, lið 6, málsnr. 1210005 – Söluferli Pakkhússins. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–  liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 24. janúar, lið 7, málsnr. 1301154 – Málefni hjúkrunarheimila. 

Eyþór Arnalds, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. 

–  liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 31. janúar, lið 7, málsnr. 1203112 – Fundargerð stjórnar Sandvíkurseturs ehf.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.  

-liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 31. janúar, lið 8, málsnr. 1206166            – Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.                       

–     liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 2, málsnr. 1205364 – Deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–     liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 3, málsnr. 1207067 – Aðalskipulagsbreyting göngustígar meðfram Hóla- og Helluhverfi. Lagt er til að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–  liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 6, málsnr. 1202229 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu Stokkseyri. Tillaga hefur verið auglýst og engar athugasemdir hafa borist. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.  

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 13, málsnr. 1106045 – Tillaga að breyttu  aðal- og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni. Lagt er til að óska heimildar Skipulagsstofnunar á að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. janúar. 

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls. 

–  liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. janúar, lið 3, málsnr. 1103146 – Undirbúningur að landsmótum UMFÍ 2012 og 2013 í Árborg.  

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.  

–  liður 4 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. janúar, lið 5, málsnr. 1301321 – Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 1, málsnr. 1301214 –Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Árborg 2013. Lagt er til að reglurnar verði samþykktar. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókun hans frá 126. fundi bæjarráðs verði færð inn í fundargerðina: 

 „Undirritaður er mótfallinn  því að gera þá kröfu til umsækjenda um félagslegt leiguhúsnæði að þeir  þurfi að hafa átt lögheimili í Sveitarfélaginu  Árborg í a.m.k. þrjú ár í stað eins árs eins og verið hefur. Undirrituðum þykja það hæpin rök að þessi aðgerð sé nauðsynleg til þess að stytta biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Að gera breytingar á þennan hátt hjálpar ekkert þeim hópi sem á í alvarlegum húsnæðisvanda og er eingöngu að því er virðist fallin til að gera vandamálið minna sýnilegt. Undirritaður vekur athygli á því að t.d hjá Vestmannaeyjabæ og  Kópavogsbæ er reglan sú að umsækjendur um félagslegt leiguhúsnæði hafa þurft að eiga lögheimili í það minnsta 6 mánuði áður en þeir geta sótt um. Á Akureyri er þess eingöngu krafist að umsækjandi sé með lögheimili í sveitarfélaginu þegar sótt er um. Í Mosfellsbæ sem er sveitarfélag af svipaðri stærðargráðu og Svf. Árborg gildir sú regla að umsækjendur þurfa að hafa átt

lögheimili í sveitarfélaginu í eitt ár. Sama regla gildir í Reykjanesbæ.“ Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls og tóku m.a. undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar.    

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa B- og D-lista  gegn þremur atkvæðum fulltrúa S- og V-lista.  

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 2, málsnr. 1301215 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2013. Lagt er til að reglur um fjárhagsaðstoð verði samþykktar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 3, málsnr. 1301216 – Reglur um verkaskiptingu milli félagsmálanefndar Árborgar og starfsmanna félagsþjónustu Árborgar 2013. Lagt er til að reglurnar verði samþykktar.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 4, málsnr. 1301361 – Gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu 2013. Lagt er til að gjaldskráin verði samþykkt.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

-liður 4 c) Fundargerð félagsmálanefndar – liður 5, málsnr. 1301353 – Greiðslur til stuðningsfjölskyldna á grunni laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 árið 2013. Lagt er til að greiðslur til stuðningsfjölskyldna verði samþykktar.   

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–   liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 1, málsnr. 1302081 – Efling skólastarfs og sérfræðiþjónustu í Árborg og fylgdi úr hlaði eftirfarandi tillögu sem samþykkt var af fræðslunefnd:          

,,Í ljósi þeirrar vinnu sem fram hefur farið um mótun framtíðarsýnar fyrir sérfræðiþjónustu skóla í Sveitarfélaginu Árborg, þar sem lögð er áhersla á þróun þjónustunnar til hagsbóta fyrir notendur hennar, leggur fræðslunefnd til við bæjarstjórn að sveitarfélagið segi sig úr byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Suðurlands og taki alla sérfræðiþjónustu til sín og felli hana að stjórnkerfi sínu.“

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingatillögu fyrir sína hönd og Andrésar Rúnars Ingasonar, V-lista: 

Undirrituð leggja til að valin verði leið 1 samkvæmt úttektarskýrslu Trausta Þorsteinssonar og Gunnars Gíslasonar á sérfræðiþjónustu skóla í Sveitarfélaginu Árborg.
,,Undirrituðum þykir eðlilegt að eiga samtal við stjórn og fulltrúa skólaskrifstofu hvort sú þjónusta sem í boði er samrýmist ekki þeim framtíðarhugmyndum sem Svf. Árborg hefur í fræðslumálum svo ekki sé gripið  til jafn afdrifaríkra afleiðinga og segja sig að fullu úr byggðasamlagi um skólaskrifstofu.“  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Andrés Rúnar Ingason, V-lista 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls 

Breytingatillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum fulltrúa D-lista og Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista.  Helgi S. Haraldsson, B-lista, sat hjá.   

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillaga fræðslunefndar var borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum fulltrúa D-lista, Helga S. Haraldssonar, B-lista og Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, gegn tveimur atkvæðum Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, og Andrésar Rúnars Ingasonar, V-lista. 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu. 

Þegar fyrstu hugmyndir meirihluta sjálfstæðismanna í Svf. Árborg um að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands komu upp, voru þær mjög einhliða.  Þar var pólitíkin að verki án þess að fram færi skoðun meðal skólasamfélagsins í sveitarfélaginu um skoðun þess á málinu , kosti og göllum.   Úr varð að samþykkt var að fá sérfræðinga til að skoða málið ásamt einstaklingum úr skólasamfélaginu, bæði úr leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.  Niðurstaða þessa hóps liggur fyrir þar sem allir eru sammála um að gera þurfi breytingar á stöðunni eins og hún er í dag.  Meirihluti hópsins, fjórir fulltrúar af fimm, leggja til að sveitarfélagið segi sig úr SKS og byggi upp sína eigin öflugu þjónustu og færa fyrir því ýmis rök í niðurstöðu sinni.  Fimmti fulltrúinn vill breytingar en gera þær í samstarfi við SKS.  Á þessum niðurstöðum hljóta hinir kjörnu  fulltrúar m.a að byggja niðurstöðu sína  þegar ákvörðun er tekin.

Formaður fræðslunefndar, sem einnig er bæjarfulltrúi meirihluta Sjálfstæðismanna, lagði fram tillögu í fræðslunefnd þar sem hann rökstyður þá ákvörðun að segja sig úr samstarfinu í SKS og talar hann m.a um að hægt verði að auka stöðugildi í þessum málflokki um 2,5-3 umfram þau 2 sem áætlað er að séu innan SKS í þjónustu við Svf. Árborg.  Þarna er sleginn tónn meirihluta Sjálfstæðismanna um að auka eigi verulega við þjónustu í fræðslumálum og er það vel.  Því það eru jú börnin og unglingarnir sem eiga að fá alla þá þjónustu sem hægt er að veita til að aðstoða þau í gegnum skólagönguna og undirbúa þau fyrir lífið framundan.

Það er ljóst að ákvörðun um að segja sig úr samstarfi við önnur sveitarfélög um rekstur SKS mun ekki falla öllum í geð.  Vel má vera að einhver sveitarfélög sjái tækifæri við þær breytingar meðan önnur gera það ekki.  Meðan það hefur legið í loftinu að Svf. Árborg muni segja sig úr þessu samstarfi hafa þó engin sveitarfélög komið að málið við Svf. Árborg til að ræða þessa væntanlegu stöðu og má furða sig á því að þau hafi ekki gert það ef þeim er umhugað um þetta samstarf.  Það má vel vera að annað samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi  sé í uppnámi vegna þessarar ákvörðunar, en þó skal minnt á það að þegar Svf. Ölfus sagði sig úr þessu samstarfi heyrðist ekki mikið og það látið gott heita.  Einnig má benda á að það eru ekki öll sveitarfélög á Suðurlandi í samstarfi um skólaskrifstofuna, ekki frekar en það að þau taka ekki öll þátt í mörgum sameiginlegum verkefnum á svæðinu.  Þegar tekin er ákvörðun um samstarf er það væntanlega byggt á því að það sé viðkomandi aðilum í hag að vinna saman að einstökum málum, frekar en ein og sér.

Úrsögn úr SKS þarf að skila fyrir 1.júlí nk. ef segja á sig úr samstarfinu.  Vel má vera að önnur sveitarfélög og Svf.Árborg vilji ræðast við fram að þeim tíma til að kanna hvort flötur sé á að gera þessar breytingar á annan hátt þrátt fyrir þessa samþykkt, það er spurning en þá þarf að koma þeim áhuga á framfæri, ekki bara og sitja og bíða.

Engar samþykktir eru þannig að ekki megi breyta þeim seinna.

Helgi S Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókun hennar og fulltrúa V-lista frá 29. fundi fræðslunefndar verði færð inn í fundargerðina. 

Undirrituð lýsa ánægju sinni með þá vinnu sem hefur farið fram síðastliðna mánuði í mótun framtíðarsýnar sérfræðiþjónustu skóla í Sveitarfélaginu Árborg. Það var augljóslega tímabært að fara í slíka vinnu því eins og fram kemur í skýrslu Trausta Þorsteinssonar og Gunnars Gíslasonar hefur Sveitarfélagið Árborg ekki mótað sér ákveðna sýn um hvers konar þjónustu megi vænta frá Skólaskrifstofu Suðurlands né að það hafi einhverjar væntingar til hennar.

Miðað við þá vinnu sem hefur farið fram í vinnuhópnum og niðurstöður í úttektarskýrslunni geta undirrituð ekki séð annað en að hugmyndir Sveitarfélagsins Árborgar um þróun og framtíðarsýn á sérfræðiþjónustu skóla geti auðveldlega orðið að veruleika með áframhaldandi aðild að byggðasamlaginu um SKS.

Það er skoðun undirritaðra að skólarnir í sveitarfélaginu eigi afar sterkt bakland í þeirri þjónustu sem SKS veitir. Með sérfræðiþjónustu með mörgum fagmönnum er hægt að veita fjölbreyttari og öflugri þjónustu en mögulegt er með færra starfsfólki. Með öflugri sérfræðiþjónustu verður til breið þekking og fagleg deigla sem skilar sér í betri þjónustu öllum til heilla. Afar mikilvægt er að með sérfræðiþjónustu sem sinnir svo mörgum skólum og raunin er með SKS verður til reynsla í flóknum einstaklingsmálum sem koma upp í skólum víðs vegar á svæðinu jafnvel með löngu millibili. Eftir því sem sérfræðiþjónustan sinnir færri nemendum myndast síður reynsla í slíkum málum.

Með úrsögn úr byggðasamlaginu um SKS setjum við það góða starf sem greiningarteymi barna á Suðurlandi hefur sinnt í uppnám. Greiningarteymið hefur fengið tilvísanir frá öllu starfssvæði HSu og SKS og hefur sú vinna sem þar fer fram skipt sköpum varðandi það að vinna samkvæmt hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Víðs vegar um landið hefur verið horft til greiningarteymisins sem fyrirmyndar að því hvernig hægt er að sinna þjónustu/snemmtækri íhlutun við börn með frávik heima í héraði.

Öflugt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla á Suðurlandi hefur leitt ýmislegt gott af sér. Eitt af því er ART verkefnið sem sett var á laggirnar þegar skólar á Suðurlandi upplifðu knýjandi þörf fyrir úrræði fyrir börn með hegðunarraskanir. ART verkefnið er gott dæmi um hvað samstarf margra aðila getur leitt af sér. Það er nánast hægt að fullyrða að slíkt verkefni hefði ekki náð að vaxa og verða að því sem það er í dag ef ekki hefði verið fyrir úthald og seiglu fjölmargra skóla- og sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi.

Með úrsögn úr samstarfi um SKS bregst Sveitarfélagið Árborg sínu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það er ekki góður samstarfsaðili sem ákveður einhliða að segja sig frá margra ára farsælu samstarfi án þess að eiga gagnkvæmar samræður við samstarfsaðila sína og láta sig varða hvaða áhrif það hefur á sérfræðiþjónustu í hinum sveitarfélögunum. Afar mikilvægt er að sveitarfélögin á Suðurlandi eigi í góðu samstarfi þar sem þeim eru sífellt falin fleiri og flóknari verkefni til þess að sinna. Með því að kljúfa sig út úr samstarfinu um SKS stefnir Sveitarfélagið Árborg samstarfi sveitarfélaganna í núverandi og framtíðarverkefnum í uppnám. Gott samstarf kemur ekki af sjálfu sér. Það byggir á áralöngu trausti milli aðila, trausti sem maður ávinnur sér með því að sýna raunverulegan samstarfs- og sáttavilja í þeim verkefnum sem maður tekur sér á hendur. Sveitarfélagið Árborg hefur með þessu útspili tekið mikla áhættu varðandi stöðu sína í framtíðarsamstarfi sveitarfélaganna á Suðurlandi. Með þessari ákvörðun er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Við viljum þakka vinnuhópnum sem sem fékk það hlutverk að fjalla um sérfræðiþjónustu skóla hér í Svf. Árborg fyrir gott og óeigingjarnt starf.

Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.

Andrés Rúnar Ingason, fulltrúi V-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, gerði grein fyrir atkvæðinu sínu.  

,,Sú leið sem bæjarstjórn ákvað sl. vor að láta fagaðila skoða og móta framtíðarfyrirkomulag sérfræðiþjónustu skóla í sveitarfélaginu, hefur skilað mjög góðu yfirliti um stöðu skólamála í Svf Árborg.  Sú ákvörðun að láta taka út sérfræðiþjónustu skóla er frumkvöðlastarf sem vafalaust á eftir að nýtast á margvíslegan hátt til framdráttar í almennu skólastarfi á næstu árum. Það er skoðun undirritaðs að ekki eigi að leggja ofuráherslu á skipulagsformið á þjónustunni, heldur miklu fremur hvað þjónustan inniheldur. Ekki er síður mikilvægt að áherslur þjónustunnar stuðli að öflugu skólastarfi og góðri kunnáttu starfsfólks skólanna til að takast á við þeirra mikilvæga verkefni. Undirritaður trúir því sveitarfélagið geti sjálft sinnt sérfræðiþjónustu við skólana, án þess að vera aðili að sérstöku byggðarsamlagi vegna málaflokksins. Ef farin verður sú leið að sveitarfélagið segi sig frá samstarfi um rekstur skólaskrifstofu , ættu ákvarðanir um áherslur og  stefnu í málaflokknum að verða einfaldari en í dag.   Aðgengi íbúanna að þjónustunni ætti að verða betra, enda um að ræða mikilvæga grunnþjónustu sem í raun við sjálf eigum að bera ábyrgð á samkvæmt nýlegri reglugerð um leik og grunnskóla. Vinnuhópurinn sem settur var á laggirnar hefur skilað frá sér ákveðinni framtíðarsýn og mælir með ákveðinni leið.  Afstaða undirritaðs byggist á því að niðurstaða fjögurra af fimm nefndarmönnum vinnuhóps um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Svf Árborg sé sú besta miðað við þær aðstæður sem við búum við í dag.“

Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista. 

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu og tók undir bókanir Helga S. Haraldssonar, B-lista og Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista. 

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. 

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.  

– liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 6, málsnr. 1302087 – Framhaldsskóli barnanna- samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Suðurlands og Sveitarfélagsins Árborgar. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

– liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 10, málsnr. 1203169 – Samstarf leik- og grunnskóla. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

– liður 6 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 14, málsnr. 1301025 – Aðalnámskrár leik- og grunnskóla.  

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.  

–   liður 6 a) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar, lið 7, málsnr. 1302086 – Þjónustukönnun Capacent – Niðurstöður Árborgar fyrir leik- og grunnskóla haustið 2012. 

liður 6 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar.  

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

III.         1108086
      Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 

      Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

      Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða  

IV.        1301020
          Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnarGunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.           1301051
          Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar
 

Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

VI.        1302001

           Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.  

Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

VII.     1302052
       Kosning í hverfisráð 

            Forseti bæjarstjórnar lagði til að kosningu í hverfisráð verði frestað til næsta fundar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VIII.       1302175
           Lántökur 2013 

          Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi úr hlaði tillögu um lántöku: 
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 265.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta af afborgunum lána á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2013, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf.  f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. 

Eyþór Arnalds, D-lista tók til máls.  

Lántökur 2013, lán að fjárhæð 265 m.kr. borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:53  

Eyþór Arnalds                                                          
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                             
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                                    
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                                    
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason                      
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

a