19.12.2013 | 39. fundur fræðslunefndar

Forsíða » Fundargerðir » Fræðslunefnd » 39. fundur fræðslunefndar
image_pdfimage_print

39. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 12. desember 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30. 

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, varaformaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Hildur Bjargmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.  

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál

1.

1312024 – Sumarlokanir leikskóla 2014

 

Samþykkt að hafa sumarlokanir leikskóla frá 2. júlí 2014 til og með 5. ágúst 2014.

 

   

2.

1311088 – Tillögur UNGSÁ um skólamál

 

Tillögur ungmennaráðs Árborgar um skólamál:  Tómas Smári Guðmundsson lagði fram eftirfarandi tillögur frá ungmennaráði: Ungmennaráðið leggur til að reglur verði samræmdar innan skóla sveitarfélagsins hvað varðar nesti nemenda. Mikilvægt er að hafa þessar reglur mjög skýrar og ákvarðaðar í samstarfi við foreldra og kennara. Sömu reglur myndu þá gilda fyrir alla skólana og allan aldur.  

Fræðslunefnd þakkar tillögu ungmennarás. Í nýrri skólastefnu Árborgar á bls. 9 er lögð áhersla á að í skólum sveitarfélagsins sé hugað vel að lýðheilsu nemenda á þann hátt að áherslur skólanna stuðli að því að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin heilsu og leggi rækt við heilbrigða lífshætti. Hreyfing, hollur matur og félagsfærni skipta þar miklu. Þar er einnig lögð áhersla á að matur í skólum sé hollur, góður og að nemendur fái nægan tíma til að nærast. Taka skal mið af manneldismarkmiðum embættis landlæknis. Að setja eina samræmda reglu um nestismál væri ekki í anda skólastefnunnar. Hins vegar hefur fræðslustjóri hvatt til samræmingar þar sem það á við á samráðsfundum með skólastjórnendum og í ljósi tillögu ungmennaráðs er sjálfsagt að fjalla enn meira um nestismálin á þeim fundum. 

Í framhaldi af fyrri tillögu myndum við vilja aukið samstarf á milli skóla í sveitarfélaginu hvað hádegismat varðar. Leggjum með þessu til að þeir sem stýra mötuneytum í leik- og grunnskólum fái vettvang til að deila hugmyndum og verklagi. Með því viljum við leggja áherslu á að öll börn í sveitarfélaginu á leik- og grunnskólaaldri fái svipaða næringu í hádeginu. Fólk er að borga sama verð fyrir misgóðan mat eftir skólum sem getur skapað vissan meting innan samfélagsins. Að lokum teljum við að með þessu sé verið að auðvelda þeim foreldrum sem eru með börn í sitthvorum skólanum að hafa sameiginlegan kvöldmat. 

Nú þegar hefur verið skapaður vettvangur meðal stjórnenda skólamötuneyta en ályktun ungmennaráðs hvetur til enn meiri samvinnu. Þetta málefni hefur verið tekið sérstaklega á dagskrá samráðsfunda með skólastjórnendum og þá m.a. út frá niðurstöðum nýlegra foreldrakannana í skólum.  Unnið er markvisst að því að skapa samræmi í matargerð skólamötuneyta, m.a. til að koma í veg fyrir meting milli skóla og umræðu um að matur í skólum sveitarfélagsins sé misgóður. Næstu mælingar skólapúlsins í grunnskólum munu vonandi sýna breytingar til batnaðar. 

Hrefna Björg Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: Ungmennaráðið leggur til að bætt verði við sameiginlegt val í grunnskólum. Frá síðasta fundi hefur ein sameiginleg valgrein verið starfrækt sem er stuttmyndagerð. Við viljum bæta við fleiri valfögum.  Með meiri sameiningu teljum við krakka kynnast betur á milli skóla og þar af leiðandi minni rígur og minni einangrun. Spara mætti mikið með sameiginlegu vali ásamt því að minni líkur væru á að fella þyrfti niður einhver valfög vegna dræmrar þátttöku, meiri nýting á hverjum skóla til mismunandi hluta. t.d. málmsmíðastofa í Vallaskóla, útivist á Stokkseyri og fleira. Valið er góður kostur fyrir unglinga að kynnast öðrum einstaklingum með sambærilegt áhugasvið innan sveitarfélagsins. Með þessu geta unglingar notið alls þess góða sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða óháð búsetu innan sveitarfélagsins. 

Á þessu skólaári eru tvær sameiginlegar valgreinar grunnskólanna í Árborg í boði í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsíuz. Það er ekki síst að þakka ungmennaráði sem lagði fram tillögu um  sameiginlegar valgreinar á árinu 2012. Fræðslunefnd beinir tillögunni til skólastjóra og fræðslustjóra til frekari skoðunar og hvetur til aukins samstarfs um valgreinar, sé hægt að koma því við.  

     

Erindi til kynningar

3.

 1312028 – Húsnæðismál Sunnulækjarskóla og þróun nemendafjölda 2012-2018

 

Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, kom á fundinn til að kynna teikningar vegna breytinga á húsnæði skólans og minnisblað vegna nemendafjöldaþróunar 2012-2018. 

 

   

4.

1312014 – Skólanámskrá Sunnulækjarskóla

 

Birgir Edwald, skólastjóri, kynnti helstu áherslur.

 

   

5.

1306038 – Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla

 

Lagt fram:
1) Minnisblað fræðslustjóra frá 27. nóvember 2013
2) Eyðublöð v/þjónustubeiðna fyrir leik- og grunnskóla – vinnuplögg.
3) Verkferlar fyrir þjónustubeiðnir og gögn.
4) Fundargerð samráðsfundar félagsþjónustu og skólaþjónustu frá 28. nóvember 2013.

 

   

6.

1312037 – Sjálfsmatsskýrsla Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 2012-2013

 

Elísabet St. Jóhannsd. Sörensen, aðstoðarskólastjóri, kynnti skýrsluna og lýstu fundarmenn yfir ánægju með kynninguna og sjálfsmatsvinnuna.

 

   

7.

1312043 – Auglýsing um ytra mat í leikskólum 2014

 

Námsmatsstofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2014. Samþykkt var í samráði við leikskólastjóra að sækja um að gerð verði úttekt á leikskólunum Brimveri og Æskukoti. Fræðslustjóra falið að fylgja málinu eftir. 

 

   

8.

1312029 – Minnisblað um styrkumsókn í sjóðinn „Forritar framtíðarinnar“

 

Fræðslustjóri og tómstunda- og forvarnarfulltrúi sendu umsókn fyrir hönd Árborgar sl. föstudag að höfðu samráði við skólastjóra og framkvæmdastjóra. Meðal annars er gert ráð fyrir sameiginlegri valgrein fyrir 8.-10. bekk á næsta skólaári í forritun og vonandi fæst styrkur í verkefnið.

 

   

9.

1312023 – Samráð skólastjóra og fræðslustjóra 2013

 

Yfirlit yfir helstu mál sem tekin voru fyrir á samráðsfundum ársins en þeir eru að jafnaði tveir til þrír í mánuði.

 

   

10.

1304044 – Fundur leikskólakennara, leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa, formanns fræðslunefndar og fræðslustjóra.

 

Fundargerð frá 27. nóvember 2013 til kynningar.

 

   

11.

1312002 – Samræmd könnunarpróf skólaárið 2014-2015

 

Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 2. desember 2013, til kynningar.

 

   

12.

1312008 – Ályktun – aðalfundur Kennarafélags Suðurlands 2013

 

Bréf frá 3. desember 2013 til kynningar.

 

   

13.

1204180 – Álfheimafréttir

 

Til kynningar fréttabréf í desember 2013. Fræðslunefnd óskar skólanum til hamingju með 25 ára afmælið.

 

   

14.

1310047 – Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Til kynningar 23. fundur sem var haldinn 29. nóvember 2013.

 

   

15.

1301048 – Skólaráð Sunnulækjarskóla

 

Til kynningar 29. fundur sem var haldinn 27. nóvember 2013.

 

   

16.

1304120 – Skólaráð Vallaskóla

 

Til kynningar fundur sem var haldinn 27. nóvember 2013.

 

   

17.

1301198 – Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013

 

Til kynningar fundur stjórnar með fulltrúum nýrra/væntanlegra skólaþjónusta á Suðurlandi sem var haldinn 6. desember 2013.  

 

   

18.

1310050 – Fréttabréf Brimvers og Æskukots

 

Fréttabréf í nóvember og desember 2013 til kynningar.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Grímur Arnarson

Ragnheiður Guðmundsd.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

Magnús J. Magnússon

Eygló Aðalsteinsdóttir

 

Hildur Bjargmundsdóttir

Málfríður Garðarsdóttir

 

Málfríður Erna Samúelsd.

Ingibjörg Harpa Sævarsd.

 

Þorsteinn Hjartarson