20.9.2018 | 4. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 4. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


4. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, í stað Sigurjóns Vídalín Guðmundssonar,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, í stað Ara B. Thorarensen

Fulltrúar ungmennaráðs Árborgar sitja fundinn sem sérstakir gestir bæjarstjórnar:
Brynhildur Ágústsdóttir
Emilía Sól Guðmundsdóttir
Heimir Ingi Róbertsson
Jakob Heimir Burgel Ingvarsson
Jón Karl Sigurðsson
Kristín Ósk Guðmundsdóttir
Sigdís Erla Ragnarsdóttir
Veigar Atli Magnússon

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ingibjörg Garðarsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennráðs Árborgar.

Dagskrá: 

Gunnar Egilsson tók til máls  og lagði fram bókun um fundarboð bæjarstjórnar.

Ég undirritaður geri athugasemd við fundarboð bæjarstjórnar. Athugasemdin lýtur að því að í fundarboði er ekki gert ráð fyrir að nokkrir liðir í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar séu teknir til afgreiðslu eins og ber að gera skv. 2. mgr. 37. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, sem hljóðar svo: „Þær ályktanir eða tillögur í fundargerðum sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar eru lagðar fyrir sem sérstök mál og eru afgreidd með formlegum hætti.” Er hér um að ræða 2., 4. og 7. lið í 6. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 6. september 2018 sem þarfnast staðfestingar.  Sama gildir um 8. lið 8. fundar bæjarráðs frá 6. september sl.

Þá er jafnframt bent á ákvæði 3. mgr. 37. gr. samþykktanna þar sem segir:  “Ályktun nefndar sem hefur fjárútlát í för með sér skal lögð fyrir bæjarráð.” Verður því ekki annað séð en að vísa verði þessum liðum fundargerðar framkvæmda- og veitustjórnar til umfjöllunar í bæjarráði að því marki sem þessir liðir varða fjárútlát. Athygli er vakin á því að misbrestur á því að rétt sé staðið að ákvarðanatöku getur leitt til ógildingar ákvörðunar á síðari stigum og er því nauðsynlegt að vanda til verka í upphafi.

Gunnar Egilsson, D-lista

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gísli Halldór Halldórsson tóku til máls.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tók til máls og sagði frá verkefnum ungmennaráðs og því sem áunnist hefur hjá ráðinu og framundan er.

Tillögur:

1.
Tillögur ungmennaráðs Árborgar til bæjarstjórnar

 a) 1809135
Tillaga UNGSÁ um lýsingu göngustíga í sveitarfélaginu

Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:  Ungmennaráð leggur til að stígur sem liggur upp Stórahól verði lýstur upp. Einnig að göngustígurinn frá brúnni að Arnbergi verði lýstur upp.

Stígurinn sem þjónar nú jafnframt sem sleðabraut á Stórahól er sem stendur án viðunandi lýsingar, og leggur unmennaráð því til að sú braut verði lýst upp þar sem ungviði sveitarfélagsins notar brautina oftar en ekki í svartasta skammdegi vetrarins og mun það reynast erfitt að sjá aðskotahluti sem leynast á brautinni í myrkrinu.

Að auki er afar slæm lýsing á göngustígnum að Olís sem er talsvert nýttur af íbúum sveitarfélagsins. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

b) 1809138
Tillaga UNGSÁ um endurskinsvesti handa nemendum 1. bekkjar

Heimir Ingi Róbertsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:   Ungmennaráð leggur til að Sveitarfélagið Árborg gefi nemendum 1. bekkjar í grunnskólum sveitarfélagsins endurskinsvesti í byrjun hvers skólaárs. 

Sveitarfélagið fer nú ört stækkandi og þar með hefur umferð ökumanna sem og gangandi vegfaranda aukist til muna. Ungmennaráð telur því mikilvægt að huga að því að hafa yngstu kynslóðina vel sýnilega í skammdeginu með slíkum vestum. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar. 

c) 1809139
Tillaga UNGSÁ um endurskoðun umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar

Kristín Ósk Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: Ungmennaráð leggur til að bæjarstjórn endurskoði umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar. 

Ungmennaráð telur að nú sé löngu orðið tímabært að endurskoða umhverfisstefnu sveitarfélagsins þar sem núverandi stefna var samþykkt þann 27. janúar 2005. Ótal margt hefur breyst á rúmum 13 árum hvað varðar umhverfisvernd og þykir ungmennaráði skammarlegt að stefnan hafi ekki verið endurnýjuð í svo langan tíma. Einnig er mikilvægt að stefnan sé endurskoðuð reglulega. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til starfshóps sem á að fara yfir og endurskoða umhverfisstefnuna.

 d) 1809140
Tillaga UNGSÁ um sundlaugar við Sunnulækjarskóla eða nýjan grunnskóla í Björkurstykki.

Jón Karl Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: Ungmennaráð leggur til að sundlaug verði reist við Sunnulækjarskóla eða nýja grunnskólann í Björkurstykki.

Ungmennaráðið leggur til að byggð verði kennslulaug við Sunnulækjarskóla eða nýjan fyrirhugaðan skóla í Björkustykki. Ungmennaráðið telur það vera tilgangslaust að það sé verið að færa rúmlega 700 nemendur milli staða svo þau komist í 40 mínútna sundkennslustund. Þess vegna teljum við að það sé mikilvægt að það verði hægt að sækja sundkennslu í sínu nær umhverfi.

Að loknum umræðum samþykkir Bæjastjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.

e) 1809141
Tillaga UNGSÁ um rafhleðslustöðvar í sveitarfélaginu           

Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:  Ungmennaráð leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp innan sveitarfélagsins. 

Ungmennaráðið leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp í sveitarfélaginu. Grunnskólarnir eru góðir staðir fyrir nýjar rafhleðslustöðvar, þar sem þeir eru meðal fjölmennustu vinnustaða sveitarfélagins. Vegna aukningar á rafmagnsbílum hjá fólki  þarf að bjóða upp á stæði fyrir starfsmenn og íbúa sem sækja þjónustu við skólann. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

f.) 1809142
Tillaga UNGSÁ um menningarsalinn            

Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:  Ungmennaráð leggur til að samningur við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum verði kláraður. 

Ungmennaráðið telur það vera hreina nauðsyn að sveitarfélagið geri samning við ríkið um að endurbyggja menningarsalinn, sem er í Hótel Selfoss. Þetta er stór og flottur salur sem hefur margvístlegt notagildi en legið ónothæfur í fjölda ára. Þess vegna þarf að hefja viðræður við ríkið um að vinna með sveitarfélaginu í að laga þennan sal. Því það er synd og skömm að Árborg hafi ekki almennilegan stað fyrir tónleikahald. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til íþrótta- og menningarnefndar.

g) 1809143
Tillaga UNGSÁ um tíma fyrir íbúa 60 ára og eldri til hreyfingar í íþróttahúsum           

Sigdís Erla Ragnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði: 
Ungmennaráð leggur til að það  verði hafðir tímar fyrir íbúa 60 ára og eldri til hreyfingar í íþróttahúsum.

Ungmennaráð Árborgar leggur til að fundinn verði tími sem eldri borgarar geti notað til góðrar hreyfingar. Hægt yrði að hafa hann vikulegan lið í starfi félags eldri borgara. Í mikilli hálku eiga flestir sem stunda hreyfingu úti, á hættu að detta, eldri borgarar eru í sérstökum áhættuhópi. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til íþrótta- og menningarnefndar.

 h) 1809144
Tillaga UNGSÁ um íþróttavöllinn

Emilía Sól Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð leggur til að lýsing sé bætt á frjálsíþróttavelli og að salernisaðstöðu sé komið upp við völlinn.

Lýsingu er mjög ábótavant við völlinn og hefur áhrif á nýtingu hans. Einnig er afar bagalegt að ekki sé salernisaðstaða við völlinn sem kemur illa við unga sem aldna iðkendur frjálsra íþrótta í sveitarfélaginu.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

 i) 1809146
Tillaga UNGSÁ um uppsetningu á vatnshönum í sveitarfélaginu

Emilía Sól Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð leggur til að vatnshönum verði komið upp á gönguleiðum innan sveitarfélagsins.

Engir vatnshanar eru við hlaupa- eða gönguleiðir innan sveitarfélagsins. Ungmennaráðið telur að þetta geti verið skref til þess að Árborg verði heilsueflandi sveitarfélag.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til framkvæmda- og veitustjórnar.

 j) 1809148
Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSU           

Veigar Atli Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að heimavist verði komið upp að nýju við FSU. 

Það er ólíðandi að ekki sé heimavist til staðar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Leiguverð hefur hækkað mikið á síðustu misserum og því er ekki jafnræði á meðal ungs fólks í landshlutanum varðandi nám við skólann. Sem dæmi er vitað að ungmenni séu að keyra yfir 80 km á hverjum morgni til að mæta í skólann. Ferðakostnaður hefur einnig hækkað mikið á þessu tímabili. Þetta er stærsti framhaldsskólinn á svæðinu og sá öflugasti sem býður upp á iðnám. Þrátt fyrir þessa staðreynd er FSu eini skólinn á svæðinu sem hefur ekki heimavist við skólann. Sveitarfélagið Árborg getur stutt við þessa hugmynd með aðgerðum svo sem að gefa lóð undir fasteignina. 

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjaráðs.

 k) 1809149
Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma í grunnskólum Sveitarfélagsins Árborgar            

Brynhildur Ágústsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:
Ungmennaráð leggur til að lífsleiknitímar á unglingastigi í grunnskólum verði lengri, markvissari og betur nýttir. 

 • Hingað til hafa lífsleiknitímar á unglingastigi ekki verið nýttir nógu vel. Þeir fara yfirleitt bara í kökudaga eða spilatíma. Okkur í ungmennaráðinu finnst það synd, því þessir tímar eiga að vera undirbúningur fyrir lífið.
 • Við leggjum til að gerð verði kennsluáætlun fyrir lífsleiknitímana þar sem sérstakt efni væri tekið fyrir í hverjum mánuði, með fræðslu í upphafi og verkefnavinnu og umræðum í kjölfarið.
 • Einnig leggjum við til að lífsleiknitímar verði tvöfaldaðir því það munar um leið svo miklu þegar hægt er að ná fram lengri umræðum eftir kynningar eða fræðslu.
 • Dæmi um fræðslu: Réttindi ungs fólks á vinnumarkaði, fjármálalæsi, skyndihjálp, kynfræðsla o.fl.

o   Sífellt er verið að brjóta á ungu fólki sem þekkir hvorki réttindi sín né vinnumarkaðinn nógu vel. Þetta mætti auðveldlega bæta með markvissri fræðslu og verkefnum með. Stéttarfélögin hafa síðustu ár verið með kynningu og við teljum það mjög gott. Þó má bæta smá við þetta með verkefnum.

o   Í fjármálalæsi má kenna gerð skattaskýrslna, læsi launaseðla, skilning á sköttum, lífeyrirssjóðum, tekjum, gjöldum o.s.frv. Strax við fermingu eignast meirihluti barna mjög mikið af peningum en kunna ekki einu sinni að leggja þá inn í banka.

o   Það er fullt af ungu fólki sem kann ekki skyndihjálp því það er svo lítið um fræðslu. Það er að sjálfsögðu ekki gott þegar á reynir. Hægt væri að fara í samstarf við björgunarsveitina, Rauða krossinn.

o   Það er nokkuð augljóst hvers vegna kynfræðsla er mikilvæg. Ungt fólk hefur oft margar spurningar en veit ekki hvert á að snúa sér með þær. Það er mjög gott að eiga stundum tíma sem gerður er fyrir slíkar spurningar. Einnig má reyna að fá allavega einu sinni á grunnskólagöngunni karlkynskennara til þess að kenna strákum kynfræðslu.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar. 

Gunnar Egilsson,

D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista,  tóku til máls.

2.  1801221
Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um fjárhagsaðstoð

Tillaga frá 2. fundi félagsmálanefndar frá 30. ágúst sl., liður 7, um breytingu á 22. grein reglna um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg, samanber 8. fundargerð bæjarráðs frá  6. september – Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á 22. gr.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

3.  1609215
Deiliskipulag í landi Bjarkar

Tillaga frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 1.  Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

4.  1808156
Ósk um breytingu á innkeyrslum við Starmóa 14 og 16, Selfossi

Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt að Starmóa 12,13, 15 og 17. Einnig verður óskað eftir umsögn framkvæmda- og veitusviðs.

Forseti leggur til að erindið verði grenndarkynnt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

5.  1801230
Leyfi fyrir byggingu á bílageymslu að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 14, lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og        byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að leyft verði að byggja frístandandi bílageymslu með 40m2 íbúð á 2. hæð að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

6.  1712014
Grenndarkynning vegna breytinga á byggingarreit að Urðarmóa 8, Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 15, lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingareitnum að Urðarmóa 8 verði breytt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7.  1709001
Deiliskipulag fyrir Votmúla II, Sandvíkurhreppi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 16, skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsti að athugasemdir við deiliskipulagstillöguna hafi verið dregnar til baka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

 8.  1804320
Breytt deiliskipulag að Ólafsvöllum Stokkseyri

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 17,

deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

 9.  1711075 Óveruleg breyting á aðalskipulagi að Eyravegi 34-38, Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 19, umsóknin var áður til afgreiðslu hjá nefndinni 2.júlí sl. Lagt er til við bæjarstjórn að hin óverulega breyting aðalskipulags að Eyravegi 34-38 verði samþykkt með eftirfarandi rökstuðningi:

Lóðarhafar hafa óskað eftir að landnotkun á Eyrarvegi 34-38 verði breytt í blandaða notkun þannig að einnig verði heimilt að hafa íbúðir á viðkomandi lóðum. Meginástæða breytingarinnar er sú að eftirspurn eftir þjónustu lóðum er nánast engin í sveitarfélaginu en vöntun hefur verið á lóðum fyrir íbúðabyggð. Um er að ræða lóðir sem eru staðsettar á blönduðu svæði verslunar- og þjónustu. Lóðirnar sem eru alls 9.540 fermetrar að stærð, eru að hluta aðliggjandi íbúðasvæði til norðurs þar sem standa þrjú fjölbýlishús 4-5 hæða. Með breytingunni er verið að auka nýtingarmöguleika þess húsnæðis sem fyrir er sem og á auðum lóðum en efri hæðir á Eyravegi 38 hafa staðið auðar svo árum skiptir og sama er að segja um lóðirnar við Eyraveg 34-36 en þær hafa staðið auðar og eru í dag nýttar undir gamla bíla og almennt geymslusvæði íbúa og fyrirtækja í grennd við lóðirnar.

Áætlað er að breytingin hafi lítil eða engin áhrif á þá starfsemi sem fyrir er eða á nærliggjandi íbúðasvæði en líklegt er að verðmæti lóðanna aukist með auknum heimildum til nýtingar.

Staðsetning m.t.t. íbúabyggðar er hentug m.a vegna nálægðar við leikskóla og opin svæði til leikja, göngustígakerfi er til staðar og góð tenging umferðar út á aðalgötu. Umrætt svæði er því vel í stakk búið til að taka á móti auknum íbúafjölda.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Helgi S. Haraldsson tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

 10.  1804105
Grenndarkynning vegna breyttrar þakgerðar að Urðarmóa 11 Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 22, lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt þakgerð hússins að Urðarmóa 11 verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

11.  1804236
Grenndarkynning á stækkun byggingarreits að Vallartröð 3, Selfossi

Afgreiðsla frá 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september sl., liður 24, stækkun byggingarreitsins hefur verið grenndarkynnt, engin athugasemd barst. Lagt er til við bæjarstjórn að byggingarreiturinn verði stækkaður.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

12.  1808041
Þóknanir til kjörinna fulltrúa

Afgreiðsla fundar kjaranefndar frá 16. júlí, liður 1, kjaranefnd samþykkir óbreytta þóknun fyrir bæjarfulltrúa, þ.e. sömu forsendur gilda og voru samþykktar á fundi kjaranefndar 22.febrúar 2017.

Kjaranefnd samþykkir að greiða bæjarfulltrúum fyrir setu á fundum vegna fjárhagsáætlunarvinnu á haustin. Kjaranefnd samþykkir að greiða það sama fyrir hvern fund og greitt er fyrir nefndarfundi. Í dag er það 21.041 kr. á fund.

Heildarkostnaður ef fundir verða samtals 13 (tekið er mið af fjölda funda haustið 2017) og miðað er við að allir bæjarfulltrúar mæti á hvern fund.           

Heildarkostnaður með launatengdum gjöldum = 3.025.000 kr.

Vísað í viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Forseti leggur til við bæjarstjórn að þessar ákvarðanir kjaranefndar verði samþykktar og að heildarkostnaði vegna þess verði vísað í viðauka við fjárhagsáætlun.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Tillagan borin undir atkvæði í tvennu lagi.

Tillaga kjaranefndar um þóknun til bæjarfulltrúa samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Tillaga að greiðsla fyrir fundi vegna fjárhagsáætlunarvinnu verði vísað aftur til kjaranefndar. Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

13. 1808041
Launamál framkvæmdastjóra/bæjarstjóra

Afgreiðsla fundar kjaranefndar frá 16. júlí, liður 2, kjaranefnd samþykkir laun fyrir framkvæmdastjóra/bæjarstjóra. Kjaranefnd samþykkir að greiða ekki fastan akstur á mánuði en greitt verður fyrir akstur skv. akstursdagbók hverju sinni.

Forseti leggur til við bæjarstjórn að þessar ákvarðanir kjarnefndar verði samþykktar að öðru leyti en því að ekki verði greitt fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók á meðan sveitarfélagið leggur bæjarstjóra til bifreið til afnota eins og bæjarráð hefur þegar samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með  5 – 2 og tveir sátu hjá.

14.  1808024
Erindisbréf fræðslunefndar

Afgreiðsla frá 2. fundi fræðslunefndar frá 12. september sl., liður 1, fræðslunefnd samþykkir erindisbréfið og vísar því til frekari skoðunar og afgreiðslu hjá bæjarstjórn.

Forseti leggur til við bæjarstjórn að erindisbréf fræðslunefndar verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

15.  1807070
Erindisbréf félagsmálanefndar

Afgreiðsla frá 2. fundi félagsmálanefndar frá 30. ágúst sl., liður 5, félagsmálanefnd samþykkti erindisbréfið samhljóða.           

Forseti leggur til við bæjarstjórn að erindisbréf félagsmálanefndar verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

16.  1808117
Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar

Afgr. frá 1. fundi íþrótta- og menningarnefndar frá 28. ágúst sl., liður 2, íþrótta- og menningarnefnd samþykkti erindisbréfið samhljóða.           

Forseti leggur til við bæjarstjórn að erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar verði samþykkt.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
 

Fundargerðir til kynningar

17.  1806102
Fundargerðir bæjarráðs  

a) 6. fundur frá 23. ágús
b) 7. fundur frá 30. ágúst
c) 8. fundur frá 6. september
d) 9. fundur frá 13. september

 

Til máls tóku: Helgi S. Haraldsson forseti, Gunnar Egilsson, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Gunnar Egilsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Sá ágalli var á fylgigögnum vegna tillögu um kaup á bíl fyrir bæjarstjóra að þar var ekki gert ráð fyrir því að rekstrarkostnaður, fjármagnskostnaður og afskriftir féllu á bæjarsjóð. Undirritaður óskaði því eftir að fjármálastjóri tæki saman hver væri áætlaður kostnaður við þessa þætti vegna kaupa á bíl fyrir bæjarstjóra. Samkvæmt tölvupósti fjármálastjóra frá því í gær er rekstrarkostnaður, fyrir utan dekkjakaup og með nokkurri óvissu um eldsneytiskostnað, áætlaður kr. 595.000 á ári. Fjármagnskostnaður er áætlaður kr. 225.833 og bíllinn afskrifast á 5 árum, og reiknast afskrift þá kr. 1.058.000 á ári. Samtals gera þetta 1.878.833 milljónir króna á ári, auk kostnaðar við dekk og með óvissu um eldsneytiskostnað. Á kjörtímabilinu nemur þetta því um 7.515.332 mkr. Undirritaður áætlar að endurnýjun dekkja undir bílinn á kjörtímabilinu geti kostað um 100.000 kr. Að því viðbættu nemur kostnaðurinn 7.615.332. Bæjarstjóri greiðir 14,52% útsvar af reiknuðum hlunnindum kr. 148.000 á ári og nemur það um kr. 21.489, sem bæjarsjóður fær til baka á ári eða 85.956 á fjórum árum. Í minnisblaði fjármálastjóra var tiltekið að bifreiðastyrkur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins 2014-2018 hefði numið kr. 7.697.200 á fjögurra ára tímabili. Skattgreiðslur á ári miðuðust við skattmat ríkisskattstjóra og greiddi fyrrverandi framkvæmdastjóri 14,52% útsvar af kr. 761.400 á ári og nemur það um 110.555 kr. sem bæjarsjóður fékk til baka á ári eða 442.220 á fjórum árum. Sú leið að kaupa bíl fyrir bæjarstjóra er því skv. upplýsingum fjármálastjóra, áætluðum dekkjakostnaði og útreiknuðu útsvari kr. 274.980 dýrari á kjörtímabilinu heldur en sem nam bifreiðagreiðslum til fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Gerð er athugasemd við hversu illa þessi ákvörðun var undirbúin og ekki tekið tillit til allra kostnaðarþátta. Einnig er gerð athugasemd við þá bókun bæjarráðs að eignakaupunum væri „vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.“ Eðlilegri og réttari bókun hefði verið að leggja til við bæjarstjórn að samþykktur yrði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og setja síðan á dagskrá þessa fundar hér tillögu um að bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárfestingaáætlun að fjárhæð kr. 5.290.000 vegna bifreiðakaupanna og viðauka við rekstraráætlun fyrir áætlaðan rekstrarkostnað út þetta ár. Þess í stað er sá liður í fundargerð bæjarráðs, 8. liður á 8. fundi bæjarráðs 6. september 2018, þar sem bílakaupin voru samþykkt lagður fram til kynningar hér á þessum fundi. Ekki verður séð að bæjarráð hafi haft fullnaðarafgreiðsluumboð til að afgreiða málið á fundi sínum, án staðfestingar bæjarstjórnar með viðeigandi viðauka við fjárhagsáætlun.

18.  1806175
Fundargerð félagsmálanefndar

 1. a) 2. fundur frá 30. ágúst

 19.  1806174
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 1. a) 5. fundur frá 9. ágúst
 2. b) 6. fundur frá 6. september
 3. c) 7. fundur frá 12. september
 4. d) 8. fundur frá 13. september

Til máls tóku: Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Helgi S. Haraldsson, forseti.

20.  1806177
Fundargerð fræðslunefndar

 1. a) 1. fundur frá 16. ágúst
 2. b) 2. fundur frá 12. september

Til máls tóku: Gunnar Egilsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista.

21.  1806176
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar

 1. a) 1. fundur frá 28. ágúst
 2. b) 2. fundur frá 11. september

Til máls tóku: Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista.

22.  1806173
Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar                

 1. a) 4. fundur frá 5. september

 23.  1808041
a) Fundargerð kjaranefndar frá 16. júlí

 

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:30

Helgi Sigurður Haraldsson                                 Eggert Valur Guðmundsson

Arna Ír Gunnarsdóttir                                        Tómas Ellert Tómasson

Álfheiður Eymarsdóttir                                      Gunnar Egilsson

Brynhildur Jónsdóttir                                         Kjartan Björnsson

Sveinn Ægir Birgisson                                       Gísli Halldór Halldórsson

Ingibjörg Garðarsdóttir ritari