19.8.2018 | 4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print


4. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 1. ágúst 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.

 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri  

Í upphafi fundar var samþykkt að taka inn á dagskrá starfsmannamál hjá Framkvæmda- og veitusviði.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1808002 – Starfsmannamál á framkvæmda- og veitusviði
  Stjórnin leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri inn á framkvæmda- og veitusvið. Um er að ræða nýtt starf til að mæta auknu umfangi framkvæmda í sveitarfélaginu. Verkefnastjóri mun starfa á framkvæmda- og veitusviði og hafa umsjón með og bera ábyrgð á faglegri úrlausn verkefna sem honum verður falið að vinna.
     
2.   1612102 – Kaupsamningur – óbyggt rými undir félagsmiðstöð og dagdvöl aldraðra að Austurvegi 51
  Sigurður Sigurjónsson bæjarlögmaður kom inn á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins. Stjórnin ákveður að setja saman verkefnahóp sem hefur það verkefni að framfylgja ákvæðum kaupsamnings og skilalýsingar, annast samskipti við seljanda og væntanlega notendur. Einnig að halda skrá yfir öll byggingarefni sem notuð eru við framkvæmdina, framleiðanda, efnissala o.s.frv. Seljandi hefur upplýst að húsnæðið verði tilbúið til notkunar um mánaðarmótin september/október.
Í verkefnahópnum verður formaður framkvæmda- og veitustjórnar, félagsmálastjóri og bæjarlögmaður.
     
3.   1807089 – Samningur við Rarik um lagningu þriggja fasa rafmagns í Svf. Árborg
  Álfheiður Eymarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Formaður og framkvæmdastjóri hafa fundað með Rarik og hagsmunaaðilum.

Málinu frestað meðan beðið er eftir frekari gögnum.

     
4.   1009055 – Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi
  Drög að samningi við Veðurstofu Íslands um rekstur verðurstöðvar við Selfoss lagður fram.

Eftirtaldir grunn veðurþættir verða mældir á stöðinni. Lofthiti í 2 m hæð yfir jörðu, vindátt og vindhraði í 10 m hæð yfir jörðu. Einnig verða gerðar mælingar á loftraka og úrkomu í 2 m hæð yfir jörðu.
Veðurstofa Íslands ábyrgist gæði mæligagna og að ekki verði langar eyður í mæliröðum. Öll gögn verða varðveitt í gagnagrunni Veðurstofu Íslands, sem mun sjá um að reka grunninn og halda honum við. Verksali áskilur sér rétt til að nota og dreifa gögnum með öðrum veðurmælingum. Nýjustu gögn verða birt á vef Veðurstofu Íslands og verða þau opin og aðgengileg almenningi. Gögnin munu strax nýtast Selfossveitum vel í hönnun og rekstri veitumannvirkja á Selfossi. Góð veðurfarsleg gögn munu einnig auðvelda mjög hönnun á fyrirhuguðum fráveitu mannvirkjum í framtíðinni.
Verkkaupi og verksali velja saman stað fyrir veðurstöðina, en leitast skal við að staðsetning hennar uppfylli sem best kröfur, sem gerðar eru til mælinga á einstökum veðurþáttum.
Meirihluti stjórnar felur formanni og framkvæmda- og veitustjóra að ganga frá samningi við Veðurstofu Íslands og finna heppilega staðsetningu fyrir stöðina.

Bókun frá fulltrúum D-lista

Fulltrúar D-lista telja ekki rétt að sveitarfélagið taki á sig kostnað við rekstur veðurathugunarstöðvar. Uppsetning stöðvarinnar mun kosta um 800 þúsund og árlegur rekstur um milljón. Kostnaður við uppsetningu er ekki í fjárhagsáætlun þessa árs. Það er í verkahring Veðurstofu Íslands fyrir hönd ríkisins að annast og kosta uppsetningu og rekstur slíkra stöðva. Nú þegar er rekin veðurathugunarstöð á Eyrarbakka á vegum Veðurstofunnar

     
5.   1807117 – Endurskoðun á reglugerð nr. 504/1990 um Selfossveitur
  Farið var yfir reglugerð um Selfossveitur sem er frá 1990 og þarfnast endurskoðunar. Bæjarlögmanni er falið að leggja fram tillögu að nýrri reglugerð fyrir Selfossveitur. Stefnt er að því að vinnu við nýja reglugerð verði lokið fyrir áramót.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Ragnheiður Guðmundsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson