10.4.2013 | 40. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 40. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

40. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá:

I.   Fundargerðir til staðfestingar

 a) 1301009
Fundargerð fræðslunefndar                                         30. fundur                  frá 14. mars

b)   1301011
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                    3. fundur                  frá 13. mars

c)    132. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                            frá 21. mars

 

2.      
a) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar               35. fundur                  frá 26. mars

b)  133. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                                            frá   4. apríl
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
–    liður 7, málsnr. 1302194 – Fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ 3. Lagt er til að heimila breytingu á aðalskipulagi Nýjabæjar 3 úr landbúnaðarsvæði í landbúnaðar- og íbúðarsvæði.
–    liður 18, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurbyggð. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
–    liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 14. mars, lið 6, málsnr. 1303053 – Sameiginlegar valgreinar í grunnskólum Árborgar 2013-2014.
–   liður 1 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 13. mars, lið 2, málsnr. 1301321 – Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins. 

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls. 

–   liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars, lið 9, málsnr. 1301221 – Fyrirspurn um fjölgun íbúa að Berghólum 14-16, Selfossi.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

–    liður 11 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars, lið 11, málsnr. 1302258 – Umsókn um land á leigu fyrir loðdýrabú.   

–   liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars – liður 7, málsnr. 1302194 – Fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ . Lagt er til að heimila breytingu á aðalskipulagi Nýjabæjar 3 úr landbúnaðarsvæði í landbúnaðar- og íbúðarsvæði. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–  liður 2 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. mars – liður 18, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurbyggð. Lagt er til að tillagan verði auglýst. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.        1303144
            Kjörskrár fyrir alþingiskosningar 2013 

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki kjörskrá þá sem liggur fyrir fundinum og felur framkvæmdastjóra að árita hana sem samþykki bæjarstjórnar. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.       1003170

            Lögreglusamþykkt – fyrri umræða 

            Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.           

            Lagt er til að vísa lögreglusamþykkt til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.  

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:32

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari