20.2.2014 | 41.fundur fræðslunefndar

Forsíða » Fundargerðir » Fræðslunefnd » 41.fundur fræðslunefndar
image_pdfimage_print

41. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 13. febrúar 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.

 Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. 
  

Dagskrá: 

Erindi til kynningar

1.

1402055 – Skólaþjónusta

 

Til kynningar:

– Ráðgjöf talmeinafræðings og talþjálfun barna í Árborg – leiðbeiningar til foreldra og skóla

– Kortlagning símenntunar í leik- og grunnskólum (vinnuplagg).

 

   

2.

1402024 – Málefni nýbúakennslu/fræðslu

 

Arna Ír lagði fram spurningar vegna nýbúakennslu/fræðslu í leik- og grunnskólum sveitarfélagins:

– Hversu margir nemendur eru af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins?

– Hversu mikil framlög fær Sveitarfélagið Árborg frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til nýbúafræðslu/kennslu í leik- og grunnskólum?

– Hvernig eru þeir fjármunir nýttir, þ.e.a.s. í hvaða fræðslu/kennslu voru fjármunirnir notaðir í skólunum?

– Hver var kostnaður við þessa fræðslu/kennslu?

– Hafa allir leik- og grunnskólar í sveitarfélaginu virka móttökuáætlun eða áætlun um kennslu nemenda af erlendum uppruna?

– Hversu margir nemendur af erlendum uppruna njóta kennslu í sínu móðurmáli í grunnskólunum? 

Fræðslustjóri lagði fram minniblað með svörum og fleiri upplýsingum um málaflokkinn. 

Bókun.
„Undirrituð þakkar afar greinargóð svör fræðslustjóra við spurningum um þjónustu við nemendur af erlendum uppruna í sveitarfélaginu. Með hliðsjón af svörunum leggur undirrituð til að unnið verði að stefnumótun í málefnum nýrra íbúa sveitarfélagsins sem eru af erlendum uppruna. Undirrituð leggur einnig til að unnin verði sameiginleg móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins þar sem m.a. verði sett metnaðarfull markmið um kennslu í móðurmáli nemendanna.“

 Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.

 

 

   Minnisblað um nýbúafræðslu

 

3.

1312043 – Umsókn um ytra mat í leikskólum 2014

 

Til kynningar bréf frá Námsmatsstofnun, dags. 13. janúar 2014, þar sem m.a. kemur fram að ekki var hægt að verða við umsókn um úttekt á leikskólanum Brimveri og Æskukoti.

 

   

4.

1312024 – Sumarlokanir leikskóla 2014

 

Til kynningar athugasemdir sem hafa borist foreldrum í símtölum við fræðslustjóra og með tölvupósti.

 

   

5.

1402043 – Undirbúningur á námsmati í grunnskólum

 

Til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 5. febrúar 2014, um gildistöku nýs námsmat í grunnskólum sem hefur verið frestað til vorsins 2016.

 

   

6.

1402073 – Vettvangsnám í leikskólum

 

Til kynningar:

– Tölvupóstur frá Jóhönnu Einarsdóttur, forseta menntavísindasviðs, til formanns félags leikskólakennara um greiðslur fyrir vettvangsnám í leikskólum.

– Bréf, dags. 28. sept. 2012, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til Kennarasambands Íslands um vettvangsnám kennaranema.

 

   

7.

1401018 – Faghópur um samstarf leikskóla og grunnskóla

 

Fundargerð frá 14. janúar 2014 til kynningar.

 

   

8.

1402067 – Samráðshópur leikskóla um upplýsingatækni og skólastarf

 

Fundargerð frá 28. janúar 2014 til kynningar.

 

   

9.

1402071 – Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra

 

Til kynningar:

– Fundargerð frá 14. janúar 2014.

– Fundargerð frá 11. febrúar 2014.

     

10.

 

1402068 – Birting upplýsinga og myndefnis af börnum og notkun samfélagsmiðla

 

Almenn viðmið frá SAFT, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Heimili og skóla til kynningar.

 

   

11.

1402069 – Leikskólapúlsinn

 

Kynning á upplýsingablaði um þróun Skólapúlsins á samræmdri könnun fyrir foreldra leikskólabarna. Könnunin er hugsuð sem hluti af reglubundnu sjálfsmati leikskólans.

 

   

12.

1402052 – Fréttabréf Jötunheima

 

Til kynningar 2. tbl. í febrúar 2014.

 

   

13.

1402054 – Álheimafréttir

 

Til kynningar:

– 1. tbl. í janúar 2014, þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 6. desember 2013.

– 2. tbl. í febrúar 2014, þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 10. janúar 2014.

 

   

14.

1402053 – Skólaráð Sunnulækjarskóla

 

Til kynningar 30. fundur sem var haldinn 5. febrúar 2014.

 

   

15.

1402089 – Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Til kynningar 24. fundur sem var haldinn 4. febrúar 2014.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:50
  

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Brynhildur Jónsdóttir

Ragnheiður Guðmundsd.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

Guðbjartur Ólason

Eygló Aðalsteinsdóttir

 

Már Ingólfur Másson

Málfríður Garðarsdóttir

 

Málfríður Erna Samúelsd.

Ingibjörg Harpa Sævarsd.

 

Þorsteinn Hjartarson