18.1.2018 | 42. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 42. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

42. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá: 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá:

I.
Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1701029
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                35. fundur       frá 6. desember
            https://www.arborg.is/35-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/

b) 1701027
            Fundargerð fræðslunefndar                                      36. fundur       frá 7. desember
            https://www.arborg.is/63228-2/

 c) 129. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 14. desember
            https://www.arborg.is/129-fundur-baejarrads-2/

2.
a) 1701028
            Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar            45. fundur       frá 28. nóvember
            https://www.arborg.is/45-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/

b) 1701024
            Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar          44. fundur       frá 6. desember
            https://www.arborg.is/44-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
                                                                                                         45. fundur frá 15. desember
            https://www.arborg.is/45-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

 c) 130. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 21. desember
            https://www.arborg.is/130-fundur-baejarrads/ 

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 130. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

–       liður 5, 1711269, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun að Langanesi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.

–       liður 10, 1712013, fyrirspurn um nafnabreytingu að Byggðarhorni. Lagt er til við bæjarstjórn að nafnabreyting verði samþykkt.

–       liður 16, 1712063, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.

–       liður 20, málsnr. 1712050, umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á Votmúlavegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.

–       liður 23, málsnr. 1712128, tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Lágengi 10, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðalóð.

–       liður 27, málsnr. 1712146, umsókn Gagnaveitunnar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Árveg. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt með því skilyrði að haft verði samráð við framkvæmda- og veitusvið varðandi yfirborðsfrágang.

3.
a) 131. fundur bæjarráðs ( 1801001 ) frá 11. janúar
            https://www.arborg.is/131-fundur-baejarrads-2/

–       liður 1 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 6. desember, lið 1, málsnr. 1709219 – Uppskeruhátíð ÍMÁ 2017.

–       liður 1 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. desember, lið 10, málsnr. 1712060 – Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni. 

Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

–       liður 2 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. desember, lið 1, málsnr. 1703281 – Staðan á vinnu við gerð umhverfismats vegna skolphreinsistöðvar við Geitanes.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 5, málsnr. 1711269 – Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun að Langanesi. Lagt er til að leyfið verði veitt.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulag- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 10, málsnr. 1712013 – Fyrirspurn um nafnabreytingu að Byggðarhorni. Lagt er til að nafnabreyting í Byggðarhorn 2 verði samþykkt. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borun undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 16, málsnr. 1712063 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Lagt er til að leyfið verði veitt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 20, málsnr. 1712050 – Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á Votmúlavegi. Lagt er til að leyfið verði veitt. 

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 23, málsnr. 1712128 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Lágengi 10, Selfossi. Lagt er til að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðalóð.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–       liður 2 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember, liður 27, málsnr. 1712146 – Umsókn Gagnaveitunnar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Árveg. Lagt er til að leyfið verði veitt með því skilyrði að haft verði samráð við framkvæmda- og veitusvið varðandi yfirborðsfrágang. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

–       liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 11, málsnr. 1712157 – Endurgreiðsla vsk vegna fráveituframkvæmda.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

–       liður 2 c) Helgi S. Haraldson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 14, málsnr. 1712165 – Fjárframlög HSu.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–       liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 12, málsnr. 1606089 – Umhverfisstefna.

–       liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. desember, lið 13, málsnr. 1712167 – Tillaga – endurvakning umhverfisnefndar.

–       liður 3 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar, liður 11, málsnr. 1702249 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2017.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

–       liður 3 a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar, liður 15, málsnr. 1801027 – Ályktun vegna Þrengslavegar.

Helgi S. Haraldsson, B-lista,  og Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.
1712092
Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013 – síðari umræða

Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 679/2013 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa S-lista:
Það er skoðun undirritaðra bæjarfulltrúa að þegar um er að ræða stór verkefni sem varða hagsmuni íbúa sveitarfélagsins til langrar framtíðar, skuli kalla eftir afstöðu fullskipaðrar bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.

III.       1712080
            Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2018 – síðari umræða
            II. 1712092
 

Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2018 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

IV.      1801065
            Breyting á fulltrúum í kjörstjórnum
           
 III. 1712080

Lagt er til að Bogi Karlsson verði aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Þórarins Sólmundarsonar og að Þórarinn verði varamaður í stað Rósu Sifjar Jónsdóttur.

Tillagan var borin undi atkvæði og samþykkt samhljóða.

V.       1703193
            Tillaga fjármálastjóra vegna uppgjörs vegna breytinga á A-deild lífeyrissjóðsins Brúar           

Lögð var fram eftirfarandi tillaga fjármálastjóra að uppgjöri og lántöku:
Þann 4.janúar síðastliðinn fengum við sent samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins. Helstu breytingar á A-deild eru að réttindaávinnslu A-deildar er breytt úr jafnri réttindaávinnslu yfir í aldurstengda réttindaávinnslu. Skv. uppgjörinu greiðir Sveitarfélagið Árborg eftirfarandi :

Framlag í jafnvægissjóð A-deildar    165.750.424 kr.
Framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar 460.359.103 kr.
Framlag í varúðarsjóð A-deildar        49.526.812 kr.
                                        Samtals           675.636.339 kr.

  • Jafnvægissjóðurinn á að mæta halla á áfallandi lífeyrisskuldbindingu A-deildar sjóðsins þann 31.maí 2017.
  • Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga, þ.e. mismuninn á jafnri réttindaávinnslu og aldurstengdri ávinnslu í A-deild til framtíðar.
  • Varúðarsjóðnum er ætlað að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum.

Lagt er til að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 38 ára með 2,5% föstum verðtryggðum vöxtum að fjárhæð allt að 580.000.000 kr. til að gera upp við Brú lífeyrissjóð, eftirstöðvar eru teknar af sjóði.

Virðingarfyllst, Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri

Eftirfarandi tillaga að lántöku var lögð fram:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að höfuðstólsfjárhæð allt að 580.000.000 kr. með útgreiðslufjárhæð allt að 575.000.000 kr. með lokagjalddaga þann 15.nóvember 2055, í samræmi við skilmála lánstilboðs sem liggur fyrir fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar) standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna uppgjör við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og S- lista, bæjarfulltrúi Eyrún Magnúsdóttir, Æ-lista, sat hjá.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl.  18:25

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir    
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari