16.5.2013 | 42. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 42. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

42. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. maí 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.  

Dagskrá: 

I.                   Fundargerðir til staðfestingar
1.                 
a) 137. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  26. apríl

2.                 
a) 1301011 Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                5. fundur         frá  29. apríl
b) 138. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá    2. maí 

3.                 
a) 1301007 
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              53. fundur       frá  29. apríl
b) 1301010
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            36. fundur       frá  30. apríl
c) 139. fundur bæjarráðs ( 1301006 )                                               frá  10. maí

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
– liður 7, málsnr.  1205364 –  Tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
– liður 8, málsnr. 1302218 – Tillaga að deiliskipulagi Sandvíkurseturs. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
– liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. apríl, lið 1, málsnr. 1209161 – Vor í Árborg 2013. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókaðar yrðu þakkir til þeirra sem tóku þátt í í hátíðinni. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókun Örnu Írar. 

– liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 29. apríl, lið 3, málsnr. 1304377 – Menningarstefna Sveitarfélagsins Árborgar.

–  liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. maí, lið 10, málsnr. 1302008 – Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Landsnets ehf – Lagning jarðstrengs- og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að kalla til hagsmunaaðila hestamanna og annarra sem þurfa þykir og kanna möguleika á að núverandi reiðvegur meðfram Eyrarbakkavegi verði færður á væntanlegt vegstæði meðfram nýjum jarðstreng, sem gæti orðið til þess að flýta þeim möguleika að gera núverandi reiðveg meðfram Eyrarbakkavegi að göngu- og hjólastíg á milli þéttbýlisstaðanna í Árborg.“

Helgi S Haraldsson 

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

Lagt er til að tillögunni verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

–  liður 2 b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. maí, lið 2, málsnr. 1301437 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, liður 28, skákkennsla í grunnskólum. 

–  liður 3 b) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. maí, lið 3, Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu. 

–  liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. apríl, lið 9, málsnr. 1207067 – Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Árborgar vegna reiðstígs frá hesthúsahverfi á Selfossi í suðuvestur að Suðurhólum.  

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

–  liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. apríl, lið 11, málsnr. 1110130 – Umsókn um að fá úthlutað lóð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar undir ferðamanna- og þjónustumiðstöð. 

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
–  liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráð frá 10. maí lið 5, málsnr. 1211126 – Ný samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar- og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Enn og aftur ítreka ég mótmæli mín við þeirri  ákvörðun meirihluta Sjálfstæðismanna í upphafi kjörtímabilsins að breyta samþykktum sveitarfélagsins með því að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö.  Nú er verið að endurskoða samþykktirnar og færa til samræmis við ný sveitarstjórnarlög og því tel ég fulla ástæðu til að fjölga kjörnum fulltrúum aftur í níu.  Í nýjum sveitarstjórnarlögum, í grein 11, er farið yfir fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum og hver fjöldi þeirra skal vera.  Þar er tekið fram að sveitarfélag með íbúa frá 2000-9999 manns skuli vera  7-11 aðalmenn.  Þar sem sveitarfélagið Árborg er með tæplega 8000 íbúa skýtur það verulega skökku við að vilja hafa kjörna fulltrúa til samræmis við lægri tölu þess lágmarks sem eru 2000 manns.  Miðað við þessi viðmið væri eðlilegast að þeir væru níu eins og nú er en ekki fækkað í sjö.“ 

Helgi S Haraldsson, B-lista.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og tók undir bókun Helga S. Haraldssonar og einnig undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar frá 139. fundi bæjarráðs. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók til máls og tók undir bókun Helga S. Haraldssonar.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls. 

–   liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. Maí, lið 6, málsnr. 1304430 – Frítt í strætó fyrir grunnskólabörn. 

Eyþór Arnalds, D-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tóku til máls.  

–       liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. Maí, lið 14, málsnr. 1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi, tilkynning Menningarráðs Suðurlands um styrk.  

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

–   liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. maí, lið 15, málsnr. 1202261 – Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. 

 – liður 3 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. apríl – liður 7, málsnr. 1205364 – Tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

–  liður 3 b) Fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 30. apríl – liður 8, málsnr. 1302218 – Tillaga að deiliskipulagi Sandvíkurseturs. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

II.                1304347
Ársreikningur 2012 – síðari umræða 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Í ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar vegna ársins 2012, má sjá betri afkomu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Aðalsjóður sveitarfélagsins, A-hluti, er þó rekinn með halla upp á 96 milljónir króna, en A- og B- hluti samtals með afgangi sem svarar 175 milljónum króna.  Helstu ástæður fyrir þessari jákvæðu niðurstöðu eru þær að tekjur sveitarfélagsins eru mun meiri en gert var ráð fyrir í A-hluta rekstri,  eða sem nemur um 400 milljónum króna, en þar af eru  útsvars- og fasteignaskattstekjur  um 200 milljónir króna. 

Í B-hluta rekstrarins er það fráveitan og vatnsveitan sem skila meiri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir og bæta upp meira tap en gert var ráð fyrir á rekstri Byggingasjóðs aldraðra, Selfossveitum, Björgunarmiðstöð Árborgar og Sandvíkursetri. 

Það sem skiptir þó miklu máli í rekstri sveitarfélagsins er að rekstur málaflokka þess er í nokkuð góðu samræmi við áætlanir ársins.  Er það trú undirritaðs að það sýni að öll vinna við áætlanagerð sé vandaðri og forstöðumenn stofnana leggi mikla og góða vinnu á sig í áætlanagerðinni og mikinn metnað.  Það ber að þakka. 

Eins og gefur að skilja, hjá sveitarfélagi sem skuldar mikið, þá eru það fjármagnsliðirnir sem eru veigamiklir í rekstri félagsins en þeir voru um 614 milljónir króna á árinu 2012. Því skiptir það miklu máli að ná að lækka skuldir félagsins eins mikið og hægt er á næstu árum þó án þess að allar framkvæmdir séu stöðvaðar. 

Þó hægt gangi þá stefnir rekstur Sveitarfélagsins Árborgar í rétta átt og með von um að betur gangi á næstu árum þá samþykkir undirritaður ársreikninginn og mun framvegis sem hingað til vinna af ábyrgð og festu við rekstur Sveitarfélagsins Árborgar.“

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Í framlögðum ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2012 kemur fram að rekstrarafkoma samstæðunnar er jákvæð um 176 millj. kr. sem er umtalsvert betri afkoma en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar þar um tæplega 97 millj. kr. hærri útsvarstekjur.  Auk þess eru  greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 34 millj. hærri en áætlun gerði ráð fyrir sem er ánægjulegt.  

Rekstur málaflokka virðist vera í ágætu jafnvægi, þó að neikvæð frávik séu í sumum  málaflokkum. Veltufé frá rekstri segir til um hversu mikið fjármagn er til ráðstöfunar í fjárfestingar og niðurgreiðslu skulda. Veltufé frá rekstri eykst um 20% á milli ára og er það ánægjuleg þróun sem vonandi heldur áfram á næstu árum. Skuldahlutfall lækkar á milli ára úr 173% í 160% sem er vel, en undirrituð sakna þess að í greinargerð með ársreikningnum er ekkert minnst á samanburð skulda á hvern íbúa á milli ára.  

Þrátt fyrir að mikilvægt sé að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins á komandi árum, þarf að fara að huga að bættri þjónustu við eldra fólk, barnafólk og þá sem eru félagslega illa staddir. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins og öðrum sem komu að gerð ársreikningsins fyrir góð störf.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista. 

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók til máls og tók undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar og Örnu Írar Gunnarsdóttur.  

Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.  

Ársreikningur 2012 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

III.       1211126
Samþykktir Sveitarfélagsins Árborgar – fyrri umræða 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaður hvetur fulltrúa meirihlutans til þess að endurskoða þá ákvörðun sína að fækka bæjarfulltrúum úr níu  í sjö áður en samþykktirnar koma til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Það er skoðun undirritaðs að með því að fækka bæjarfulltrúunum myndist verulegur lýðræðishalli og geri nýjum og minni framboðum erfiðara fyrir að koma sínum skoðunum á framfæri. Það á að vera þannig að fulltrúalýðræðið endurspegli vilja kjósenda. Verkefni sveitarfélaga hafa verið að aukast á undanförnum árum og stöðugt fleiri lögbundin verkefni að færast til sveitarfélaganna. Þannig hlýtur það að vera rangt að á sama tíma og verkefnunum fjölgar sem bæjarfulltrúar bera ábyrgð á, þá tekur meirihluti D lista þá ákvörðun  að fækka þeim sem  eru ábyrgir fyrir afgreiðslu fjölda mála.“

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi, S-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu á samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar:
Undirrituð leggja til að framkvæmdastjóri (bæjarstjóri) gerir  kjörnum fulltrúum munnlega grein fyrir helstu verkefnum og viðfangsefnum sínum með reglulegum hætti á fundum bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista. 

Lagt er til að tillaga Eggerts og þær hugmyndir um orðalag í samþykktum sem komið hafa fram á fundinum fái umfjöllun í bæjarráði áður en samþykktirnar verði teknar til síðari umræðu í bæjarstjórn.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

            Lagt var til að samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar yrði vísað til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:40.

 

Eyþór Arnalds                                                   
Þorsteinn Magnússon
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari