2.8.2018 | 5. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 5. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

5. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 2. ágúst 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umboð til innlausnar á eignarhluta vegna íbúðar nr. 210 í Grænumörk 5 og lokun brúarinnar á kjördag þegar  íbúakosningin fer fram. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  3. fundur haldinn 19. júlí
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  2. fundur haldinn 26. júlí
  – liður 8, málsnr. 1804280 – Breytingar á deiliskipulagi Álalækjar 1-11. Erindi hefur verið kynnt og athugasemdir borist.
Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu um breytingar á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar.
– liður 9, málsnr. 1703301 – Aðalskipulagsbreyting að Lambatanga. Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 vegna Kotleysutanga L165554 (Lambatangi).
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi rökstuðning skipulags- og byggingarnefndar um að samþykkt verði tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Árborgar þar sem breytt er landnýtingu á spildu í norðausturjaðri Stokkseyrar, Kotleysa-Tangi L165554, sem mun fá nafnið Lambatangi. Nýtingunni verður breytt úr svæði fyrir frístundabyggð í íbúðasvæði á u.þ.b. 11.400 m2 svæði. Tillagan felur ekki í sér breytingu á meginstefnu aðalskipulags enda er spildan staðsett í mikilli nálægð við þéttbýli á Stokkseyri. Með tillögunni er lagt til að landnotkun verði breytt til samræmis við það hvernig spildan er nýtt í dag en á henni stendur eitt íbúðarhús. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á umfangi landnýtingar. Á spildunni eru ekki náttúru- eða menningarminjar. Tillagan að breyttri nýtingu spildunnar sem um ræðir felur ekki í sér breytingar á því hvernig spildan er nýtt í dag svo áhrif breytingar á nærliggjandi svæði eru nær engin en líklegt er að verðmæti spildunnar aukist þegar á henni verður leyfð föst búseta allt árið.
– liður 10, málsnr. 1804321 – Aðalskipulagsbreyting að Þóristúni 1. Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 vegna Þóristúns 1.
Bæjarráðs samþykkir eftirfarandi rökstuðning skipulags- og byggingarnefndar um að samþykkt verði tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Árborgar þar sem breytt er landnýtingu á lóðinni við Þóristún 1 á Selfossi en lóðin er skráð 863 m2. Nýtingu lóðarinnar verður breytt úr íbúðasvæði í miðsvæði. Tillagan felur ekki í sér breytingu á meginstefnu aðalskipulags enda er lóðin staðsett á mörkum íbúðasvæðis, miðsvæðis og svæðis fyrir stofnanir. Með tillögunni er lagt til að landnotkun verði breytt til samræmis við það hvernig lóðin hefur verið nýtt en á lóðinni hefur verið starfrækt gistiheimili um árabil en breytingar eru ekki á umfangi landnýtingar. Á lóðinni eru ekki náttúru- eða menningarminjar. Áhrif breytingarinnar á nærliggjandi umhverfi eru hverfandi enda er verið að breyta landnotkun í samræmi við það hvernig lóðin er og hefur verið nýtt. Líklegt er að verðmæti lóðarinnar aukist með auknum heimildum til nýtingar en áhrifin á verðmæti aðliggjandi lóða/fasteigna eru talin hverfandi.
– liður 12, málsnr. 1804013 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 67. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi að Austurvegi 67.Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1806138 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2018 – nýtt kjörtímabil
3-1806138
  13. fundur haldinn 16. júlí
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1806093 – Ráðning framkvæmdastjóra
   
  Ráðningarsamningur við Gísla Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóra, var lagður fram til staðfestingar.
Ráðningarsamningur var borinn undir atkvæði og samþykktur.
 Gunnar Egilsson óskaði nýráðnum framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til hamingju með starfið og óskaði eftir góðu samstarfi.
     
5.   1805028 – Staðfesting á kjörskrá og umboð til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera breytingar á kjörskrá
  Bæjarráð Árborgar staðfestir kjörskrá vegna íbúakosninga 18. ágúst 2018 og veitir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, Gísla Halldóri Halldórssyni, hér með fullt umboð til að gera breytingar á kjörskrá skv. 10. gr. laga nr. 5/1998.
     
6.   1807111 – Rekstrarleyfisumsögn – Seaside Cottages
6-1807111
  Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II á Eyrargötu 37a. Umsækjandi Margrét Kristjánsdóttir, kt: 050968-4489.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
     
7.   1807119 – Rekstur á samkomuhúsinu Gimli Stokkseyri
  Tillaga menningar- og frístundafulltrúa Árborgar um rekstur samkomuhússins Gimlis á Stokkseyri
  Lögð var fram tillaga Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa, um rekstur samkomuhússins Gimlis á Stokkseyri. Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vilja leigja efri hæð samkomuhússins Gimlis á Stokkseyri og felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu.
     
8.   1807120 – Styrkbeiðni vegna upptöku Árborgarlagsins „Borgin við ána“
8-1807120
  Umsókn frá Valgeiri Guðjónssyni fyrir hönd Bakkastofu, dags. 27. júlí, þar sem óskað er eftir styrk vegna upptöku Árborgarlagsins „Borgin við ána“.
  Í tilefni af 20 ára afmæli Svf Árborgar telur bæjarráð vel við hæfi og full ástæða til þess að samþykkja fyrirliggjandi styrkumsókn um stuðning við útsetningu Árborgarlagsins (Borgin við ána).
Bæjarráð fagnar því þegar einstaklingar búsettir í sveitarfélaginu hafa frumkvæði, áhuga og metnað til þess að kynna sína heimabyggð með listsköpun sinni á jafn jákvæðan hátt og hér um ræðir. Kostnaði vegna þessarar styrkveitingar er vísað í málaflokk 05 menningarmál.
Samþykkt samhljóða.
     
9.   1806078 – Beiðni um aukin kennslukvóta 2018-2019
9-1806078
  Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 8. júní, þar sem óskað er eftir aukningu á kennslukvóta í Árborg veturinn 2018 – 2019.
  Lögð var fram beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 8. júní, þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta í Árborg veturinn 2018- 2019.
Bæjarráð samþykkir að auka kennslukvóta um 7 klst. fyrir komandi kennsluár. Kostnaður samsvarar 4 millj. og er kostnaði vegna þessa vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.
     
10.   1807121 – Breyting á endurgreiðslu vegna garðsláttar eldri borgara og öryrkja
10-1807121
  Tillaga um breytingu á endurgreiðslu vegna garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja.
  Eftirfarandi tillaga um breytingu á endurgreiðslu vegna garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram.

Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldi fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja vegna ársins 2018.
Eftir breytingu verður hámarkskostnaður garðeigenda 4.500 fyrir aðkeypta þjónustu frá viðurkenndum aðila. Að öðru leyti er vísað í reglur um garðaþjónustu til eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

     
11.   1808003 – Umboð til innlausnar á eignarhluta í Grænumörk 5
  Bæjarráð Árborgar samþykkir að veita Sigurði Sigurjónssyni, bæjarlögmanni, umboð til þess að undirrita öll skjöl vegna innlausnar sveitarfélagsins á eignarhlutanum í samræmi við ákvæði 76. gr. laga nr. 93/1997.
     
12.   18051486 – Íbúakosning um miðbæjarskipulag
  Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að opnuð verði kjördeild fyrir „utan á“ laugardaginn 18. ágúst nk. vegna íbúakosningar um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss, eða annarra leiða leitað til að gera íbúum þar kleift að nýta kosningarétt sinn.
Greinargerð:
Nú liggur fyrir ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafa Ölfusárbrú lokaða í nokkra daga í ágúst. Inn í það tímabil fellur laugardagurinn 18. ágúst þegar kjósa skal um skipulagstillögur vegna miðbæjar Selfoss. Ljóst er að það gerir íbúum í hverfinu fyrir utan á erfitt fyrir að nýta kosningarétt sinn og getur haft áhrif á gildi kosninganna. Nauðsynlegt er að bregðast við því með því að opna þar sérstaka kjördeild eða leita annarra leiða til að gera íbúum þar mögulegt að nýta kosningarétt sinn á kjördag, s.s. með því að semja við sýslumann um að hafa opið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir „utan á“ á laugardeginum.
Gunnar Egilsson, D-lista.
Framkvæmdastjóra er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við erindið.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

__________________________
Rósa Sif Jónsdóttir