18.10.2018 | 5. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 5. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


5. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 17. október 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, varamaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri,  og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Þórhildi Dröfn Ingvadóttur velkomna á sinn fyrsta fund bæjarstjórnar.  Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá lið 10 úr 11. fundargerð bæjarráðs frá 4. október – Lóðarumsókn – Larsenstræti 2 málsnr. 1809275.

Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1809164
     Beiðni um viðbótarframlag vegna veikinda

Tillaga frá 10. fundi bæjarráðs frá 20. september sl. liður 10 – Óskað eftir viðbót við launaáætlun ársins 2018, vegna afleysinga á leikskóla kr. 3.467.210 og er það með launatengdum gjöldum.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukasamþykktar í bæjarstjórn.

Lagt er til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

2. 1808039
     Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins

Erindi frá 11. fundi bæjarráðs frá 4. október sl., liður 1 -Samningur við Harald L. Haraldsson. Bæjarráð samþykkti samninginn með tveimur atkvæðum gegn einu. Fulltrúi D-lista greiddi atkvæði á móti.

Lagt er til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

3. 1809126

Viljayfirlýsing vegna Jafnvægisvogar      

Erindi frá 3. fundi félagsmálanefndar frá 3. október sl. liður 3 – Viljayfirlýsing vegna Jafnvægisvogar.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að undirrita viljayfirlýsinguna.

Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að undirrita viljayfirlýsinguna. 

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

4. 1807027

Deiliskipulag af jörðinni Goðanesi við Eyrarbakka
Tillaga frá 6. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september sl. liður 12 – Beiðni um heimild til að gera deiliskipulag af jörðinni Goðanesi við Eyrarbakka.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.           

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

5. 1809176
    Framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gatnalýsingar við Eyraveg

Tillaga úr 6. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september sl. liður 7, samanber 11. fundargerð bæjarráðs – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á gatnalýsingu við Eyraveg, Selfossi.
Umsækjandi HS veitur hf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verðir veitt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

6. 1810093
     Tillaga frá bæjarstjóra um ráðningu mannauðsstjóra            

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði mannauðsstjóri til Sveitarfélagsins Árborgar og að gert verði ráð fyrir launakostnaði vegna starfsins frá og með 1. janúar 2019.

Greinagerð:
Mjög hefur komið fram í máli starfsmanna og kjörinna fulltrúa að þörf sé á ráðningu mannauðsstjóra til Sveitarfélagsins Árborgar. Almennt má reikna með að mannauðsstjóra sé þörf þegar starfsmannafjöldi nær 80-120. Starfsmenn Árborgar eru fleiri en 700.

Vöntun á mannauðsstjóra veldur því að forstöðumenn stofnana þurfa án stuðnings að takast á við flókin starfsmannamál sem kalla á sérþekkingu á lögum, reglum og kjarasamningum. Þetta eykur álag á stjórnendur og getur leitt til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið þegar illa tekst til. Eftirlit með launaröðun starfsmanna, fjarvistum, veikindum og heilbrigðu starfsumhverfi er einnig ábótavant þegar mannauðsstjóri er ekki til staðar.

Mannauðsstjórnun snýr að því hvernig framlag starfsmanna í skipulagsheildum er  nýtt til að bæta árangur þeirra og snýst um að ná sem mestum árangri fyrir skipulagsheildina. Hlutverk mannauðsstjórans er að skapa umhverfi sem hvetur starfsfólk til dáða þannig að það leggi sig fram í starfi með hag skipulagsheildarinnar að leiðarljósi. Það er því augljós hagur sveitarfélagsins að ráðinn verði mannauðsstjóri.

Bæjarstjóri telur af þessum sökum nauðsynlegt að ráðning mannauðsstjóra eigi sér stað svo fljótt sem auðið er.

Kjartan Björnsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

 7. 1807089
Samningar við RARIK um lagningu þriggja fasa rafmagns í Sveitarfélagið Árborg
 

            Forseti tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lögð eru fram til kynningar drög að samningi við RARIK um lagningu þriggja fasa rafmagns að Grundarbæjum innan Sveitarfélagsins Árborgar.

Þá hefur Sveitarfélagið Árborg í samvinnu við RARIK einnig ákveðið að flýta lagningu þriggja fasa rafmagns að Kaldaðarnesi innan Sveitarfélagsins Árborgar.

Við nánari athugun hefur komið í ljós að kostnaður við tengingu við hitaveitu á framangreindu svæði er ekki fýsilegur kostur að svo stöddu. Lagning þriggja fasa rafmagns hefur talsverð samlegðaráhrif með lagningar ljósleiðara á svæðinu en stefnt er að því að vinna þessi tvö verk í sama verki. Með þessu fyrirkomulagi munu Selfossveitur spara umtalsverða fjármuni vegna lagningu ljósleiðara síðar.

Þá er framangreint fyrirkomulag til þess fallið að auka afhendingar- og rekstraröryggi á rafmagni á dreifisvæði RARIK.

Lagning þriggja fasa rafmagns er almennt til þess fallin að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu sem og stuðla að möguleikum til frekari tæknivæðingar og þannig hafa jákvæð áhrif á núverandi búrekstur sem og allan annan atvinnurekstur.

Framkvæmda- og veitustjóra er falið að undirrita samning við RARIK vegna Grundar. Jafnframt er framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga frá samkomulagi við RARIK um lagningu framangreinds þriggja fasa strengs að Kaldaðarnesi.

Lagt er til að kostnaði vegna þessara tveggja samninga kr. 22,3 millj.kr., verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018.           

            Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, og Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum. 

 8. 1801103
      Lántökur 2018           

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 605.000.000 kr. til 16 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá Lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

 

9. 18051484
     Viðauki við fjárhagsáætlun  

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og gerði grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun.           

Kjartan Björnsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.           

            Gert var fundarhlé.

            Fundi var fram haldið.

            Viðauki við fjárhagsáætlun var borinn undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum.            

            Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Við undirritaðir fulltrúar D-listans ítrekum fyrri bókun vegna kaupa á bíl fyrir framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins þar sem áður hafði verið samþykkt að fara aðra leið í bílamálum framkvæmdastjórans. Einnig gagnrýnum við fjárveitingu til ráðgjafa vegna úttektar á rekstri sveitarfélagsins sem við leggjumst ekki gegn en furðum okkur á upphæðum fyrir úttektina og að ekki hafi verið leitað tilboða í verkið. Einnig furðum við okkur á því að hvergi liggur fyrir formleg samþykkt um viðskipti við Alark vegna uppbyggingar á íþróttamannvirkjum á Selfossvelli og útgjöldum tengdum því verki.
Bæjarfulltrúar D-listans.

10. 1809275
Lóðarumsókn – Larsenstræti 2
Erindi frá 11. fundi bæjarráðs frá 4. október sl., liður 10 – Lóðarumsókn – Larsenstræti 2. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu að veita Sólningu vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 2. Fulltrúi D-lista greiddi atkvæði á móti.

            Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Óskað er eftir að bæjarstjóra verði falið að leita álits Skipulagsstofununar, hvort fyrirhuguð starfsemi standist núverandi deiliskipulag.

            Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði veitt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

Fundargerðir til kynningar 

11. 1806102
Fundargerðir bæjarráðs
a) 10. fundur frá 20. september
b) 11. fundur frá 4. október           

Ari Björn Thorarensen, D-lista,  Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls um fundargerðir bæjarráðs.

–          liður b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 14 í 11. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1810038 – Tillaga frá fulltrúum D-lista vegna kvikmyndarinnar „Lof mér að falla“.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

–          liður b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 11 í 11. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1804061 – Upplýsingar – breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.           

12. 1806175
Fundargerðir félagsmálanefndar
a) 3. fundur frá 3. október

13. 1806174

Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar
a) 9. fundur frá 25. september
b) 10. fundur frá 2. október
c) 11. fundur frá 4. október 

–          liður a) Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 1 í 9. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1711264 – Viðbygging við leikskólann Álfheima.

–          liður a) Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 4 í 9. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1809237 – Fráveita Árborgar –kortlagning svæða og stefnumótun um hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu.        

14. 1806177
       Fundargerð fræðslunefndar                                                        
a) 3. fundur frá 20. september
b) 4. fundur frá 10. október

–          liður b) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 19 í 4. fundargerð fræðslunefndar, málsnr. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.

                  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

15. 1806173
       Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar                
a) fundur frá 12. september
b) 6. fundur frá 26. september        

 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05

     

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson                                                                      
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                       
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari