23.9.2015 | 50. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 50. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


50. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 23. september 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 8:10
 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Viðar Helgason, Æ-lista, boðaði forföll.

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar
1. 1501278 – Fundargerð stjórnar SASS
497. fundur haldinn 4. september 2015
Fundargerðin lögð fram.
2. 1502042 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
830. fundur haldinn 11. september 2015
Fundargerðin lögð fram.
3. 1505126 – Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks
15. fundur haldinn 15. september 2015
Fundargerðin lögð fram.
Almenn afgreiðslumál
4. 1509118 – Beiðni Orkufjarskipta, dags. 8. september 2015, um leyfi Sveitarfélagsins Árborgar sem landeiganda fyrir lagningu ljósleiðara meðfram Suðurhólum í tengivirki á Selfossi
Bæjarráð veitir leyfi sem landeigandi fyrir lagningu strengsins í landi sveitarfélagsins. Bæjarráð vísar umsókn um framkvæmdaleyfi til skipulags- og byggingarnefndar.
5. 1506207 – Styrkbeiðni Fischerseturs, dags. 18. september 2015, skákkennsla í Fischersetri 2015-2016
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins, kr. 125.000 verði greiddar út fyrir áramót vegna haustannar og 125.000 kr. eftir áramót vegna vorannar.
6. 1509044 – Styrkbeiðni Samtaka dagforeldra á Suðurlandi, dags. 8. september 2015
Bæjarráð hafnar erindinu og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.
7. 1509105 – Athugasemd Sigríðar J. Guðmundsdóttur, dags. 12. september 2015, vegna umferðar við Engjaveg frá Reynivöllum að Langholti
Bæjarráð þakkar erindið, nýverið var samþykkt í framkvæmda- og veitustjórn að setja hraðahindrun á Engjaveg á móts við Grenigrund.
8. 1509110 – Styrkbeiðni Héraðsskjalasafns Árnesinga, dags. 14. september 2015, vegna ljósmyndaverkefnis á Héraðsskjalasafninu á árinu 2016
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
9. 1509115 – Fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, um kostnað við að skipta um gúmmí á fimm sparkvöllum í sveitarfélaginu
Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn: Í Sveitarfélaginu Árborg eru 5 sparkvellir/knattspyrnuvellir þar sem notað er endurunnið dekkjagúmmí. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um heilsuspillandi áhrif þess að slíkt gúmmí sé notað á slíkum völlum. Vegna þessa óska ég eftir að það verði skoðað hvað það felur í sér mikla kostnaðaraukningu að skipta út því endurunna dekkjagúmmíi, sem notað er í dag í sveitarfélaginu, í umhverfisvænt gúmmí?
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa.
10. 1504009 – Yfirlit yfir útsvar og greiðslur úr Jöfnunarsjóði fyrir ágúst 2015
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur sveitarfélagsins og greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir janúar til ágúst 2015.
Erindi til kynningar
11. 1509112 – Boð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna umhverfisþings 2015, 9. október nk.
Lagt fram til kynningar.
12. 1505237 – Fjárhagsáætlun 2016-2019, minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnslu fjárhagsáætlana
Lagt fram til kynningar.
13. 1405420 – Fréttabréf Upplýsingamiðstöðvar á Selfossi, september 2015
Lagt fram til kynningar.
14. 1508020 – Skýrsla Vinnumálastofnunar, staða á vinnumarkaði ágúst 2015
Lagt fram til kynningar. Atvinnuleysi á Suðurlandi mælist nú 1,8%.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05.

Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson Arna Ír Gunnarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir