20.2.2014 | 50.fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 50.fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

50. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,

Eyþór Arnalds, D-lista,

Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,

Gunnar Egilsson, D-lista,

Kjartan Björnsson, D-lista,

Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

 

Dagskrá:

 

I.

 

1.         a) 1401065

            Fundargerð fræðslunefndar                                      40. fundur

            https://www.arborg.is/40-fundur-fraedslunefndar/                           frá 9. janúar

 

            b) 166. fundur bæjarráðs  ( 1401016 )                                             frá 16. janúar

            https://www.arborg.is/166-fundur-baejarrads-2/

 

2.         a) 1401095

            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                14. fundur

            https://www.arborg.is/14-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/     frá  15. janúar

           

            b) 1401093

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              68. fundur                 

            https://www.arborg.is/68-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá  15. janúar

 

            c) 167. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá  23. janúar

            https://www.arborg.is/167-fundur-baejarrads-2/

 

3.         a) 1401093

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              69. fundur

            https://www.arborg.is/69-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá  22. janúar

           

            b) 168. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá  30. janúar

            https://www.arborg.is/168-fundur-baejarrads-2/

 

4.         a)  1401092             Fundargerð félagsmálanefndar                                 32. fundur       https://www.arborg.is/32-fundur-felagsmalanefndar/                             frá 30. janúar

            Úr fundargerð félagsmálanefndar, til afgreiðslu:

 • liður 1, málsnr. 1401416 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2014. Lagðar voru fram breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og voru þær samþykktar samhljóða.

 • liður 6, málsnr. 1401414 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagðar fram breytingar og þær samþykktar samhljóða. 

 

            b) 169. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá 6. febrúar

            https://www.arborg.is/169-fundur-baejarrads-2/

 

5.         a) 1401093

            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              70. fundur

            https://www.arborg.is/70-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá  5. febrúar

 

            b) 170. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá 13. febrúar

            https://www.arborg.is/170-fundur-baejarrads-2/

 

            Úr fundargerð bæjarráðs, til afgreiðslu:

 • liður 1, málsnr. 1401093 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 70. fundur. liður 1, málsnr. 1402001 – Tækjakaup fyrir umhverfisdeild. Bæjarráð leggur til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð ein milljón króna vegna tækjakaupa.

 

6.         a) 1401094

            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        43. fundur

            Fundargerðin er ekki komin á netið.                                                frá 11. febrúar

           

            Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:

 • liður 14, málsnr. 1103050 – Lögð fram til frekari afgreiðslu skipulagslýsing að deiliskipulagstillögu  miðbæjar Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt hagsmunaraðilum.

 • liður 15, málsnr. 0511057 – Umferðarskipulag Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að umferðarskipulagi.

 

 

 • liður 1, b) Helgi S. Haraldsson, B-lista tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 16. janúar, lið 19, málsnr. 1301154 – Málefni hjúkrunarheimila, svar Velferðaráðuneytis við erindi sveitarfélagsins.

   

  Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

   

 • liður 1 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 9. janúar, lið 2, málsnr. 1401009 – Lýðræðislegt augnablik –lokaskýrsla þróunarverkefnis Árbæjar.

   

 • liður 2 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 15. janúar, lið 1, málsnr. 1305237 – Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan.

   

 • liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. janúar, lið 4, málsnr. 1401067 – Hvatagreiðslur 2014.

   

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

   

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. febrúar, lið 1, málsnr. 1309032 – Bæjar- og menningarhátíðir 2014.

   

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. febrúar, lið 2, málsnr. 1401075 – Vor í Árborg 2014.

   

 • liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 15. febrúar, lið 3, málsnr. 1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi.

   

 • liður 2 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. janúar, lið 6, málsnr. 1401023 – Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar.

   

 • liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. janúar, lið 7, málsnr. 1209127 – Staða löggæslumála í Árnessýslu.

   

  Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.

   

 • liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. janúar, lið 5, málsnr. 1401115 – Aðgerðaráætlun Sv. Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni og lagði fram eftirfarandi bókun:

  Undirrituð fagnar því að unnin hafi verið aðgerðaráætlun Svf. Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni í kjölfar fyrirspurnar undirritaðrar á 120. fundi bæjarráðs þann 11.desember 2012. Það er afar mikilvægt að áætlun sem þessi sé til staðar til þess að tryggja viðeigandi verkferla og öryggi allra starfsmanna sveitarfélagsins.

  Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.

   

  Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

   

 • liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar, lið 7, málsnr. 1306045 – Deiliskipulag – gatnamót Suðurlandsvegur og Biskupstungnabrautar.

   

  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

   

 • liður 4 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. febrúar, lið 8, málsnr. 1311086 – Kaup á landi vegna hreinsistöðvar fráveitu.

   

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

   

 • liður 4 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. febrúar, lið 9, málsnr. 1010142 – Samkomulag vegna Hagalands.

   

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

 • liður 4 a) fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar – liður 1, málsnr. 1401416 – Reglur um fjárhagsaðstoð 2014. Lagðar voru fram breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og voru þær samþykktar samhljóða.

 

Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 4 a) fundargerð félagsmálanefndar frá 30. janúar – liður 6, málsnr. 1401414 – Reglur um félagslega liðveislu. Lagðar fram breytingar og þær samþykktar samhljóða. 

   

  Breytingar á reglum um félagslega liðveislu voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

   

 • liður 5 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 6, málsnr. 1304275 – Breyting á leyfishafa Garun apartments, Heiðmörk 1a, Selfossi.

   

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

   

 • liður 5 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 7, málsnr. 1402042 – Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn – B14 heimagisting að Birkivöllum 14.

   

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

   

 • liður 5 b) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 8, málsnr. 1106016 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss.

   

 • liður 5 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar, lið 10, málsnr. 1210146 – Styrkveiting Minjastofnunar vegna hússins Ingólfs.

   

  Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

   

  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

   

  Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við  undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.

  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista

   

 • liður 5 a) Eggert Valur Guðmundssonar, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 5. febrúar, lið 3, málsnr. 1401028 – Lokun á móttöku seyru í Álfsnesi.

   

  Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

   

   

 • liður 5 b) fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar – liður 1, málsnr. 1401093, fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 70. fundur, liður 1, málsnr. 1402001 – Tækjakaup fyrir umhverfisdeild. Bæjarráð leggur til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð ein milljón króna vegna tækjakaupa.

   

Bæjarráð leggur til aukafjárveitingu, 1 millj.kr., vegna kaupa á sláttuvél fyrir umhverfissvið. Aukafjárveiting þessi rúmast innan ramma núverandi fjárfestingaráætlunar.

                   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 • liður 6 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. febrúar, lið 12, málsnr. 1306027 – Kynntar hugmyndir um deiliskipulag mjólkurbúsreits á Selfossi.

 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.

 

 • liður 6 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. febrúar, lið 13, málsnr. 1402046 – Kynntar hugmyndir að breyttu deiliskipulagi svokallaðs leikhúsreits.

 

                   Eyþór Arnalds, D-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.

 

 • liður 6 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. febrúar – liður 14, málsnr. 1103050 – Lögð fram til frekari afgreiðslu skipulagslýsing að deiliskipulagstillögu  miðbæjar Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt hagsmunaaðilum.

             

                     Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

   

                     Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.                   

   

 • liður 6 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11 . febrúar – liður 15, málsnr. 0511057 – Umferðarskipulag Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að umferðarskipulagi með þeirri breytingu að hámarkshraði á Hagalæk verði 50 km/klst.

   

  Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.

 

                   Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

                                                                                          Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 

 

II.        1201083

            Tillaga að breytingu á samþykkt um hundahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 440/2013 – fyrri umræða

 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir helstu breytingar á samþykktinni.

 

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktum um hundahald til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.

 

III.       1304209

            Tillaga að breytingu á samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 587/2009 – fyrri umræða

 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir helstu breytingar á samþykktinni.

 

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktum um kattahald til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.

 

 

IV.       1003170

            Lögreglusamþykkt – síðari umræða

 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir breytingar á lögreglusamþykkt.

           

            Lögreglusamþykktin var borin undir atkvæði með framangreindum breytingum og samþykkt samhljóða.  

 

  

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:00

 

________________________                           ________________________     

Eyþór Arnalds                                                    Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

________________________                           ________________________

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

 

________________________                           ________________________

Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson

 

________________________                           ________________________

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

           

________________________                           ________________________

Þórdís Eygló Sigurðardóttir                               Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri

 

________________________

Rósa Sif Jónsdóttir, ritari