1.10.2015 | 51. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 51. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

51. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 1. október 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, varamaður, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Varaformaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá drög að samningi við Laugar ehf um aðgengi að Sundhöll Selfoss. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1. 1509154 – Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
2. 1509151 – Beiðni Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka um aukið framlag til rekstrar á árinu 2016
Bæjarráð samþykkir aukið framlag til rekstrar safnsins sem nemur 200.000 kr. á árinu 2016.
3. 1509121 – Umsókn Jóns Jónssonar um leyfi Sveitarfélagsins Árborgar til uppsetningar skiltis við Stokkseyrarfjöru
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar sem er með vinnu í gangi við gerð skilta til leiðbeiningar fyrir ferðamenn.
4. 1509114 – Beiðni Axels Inga Viðarssonar um leyfi Sveitarfélagsins Árborgar sem landeiganda fyrir að láta söluvagn standa við íþróttavallarsvæðið við Engjaveg
Samþykkt með fyrirvara um að formlegt samþykki UMFS verði lagt fram.
5. 1509125 – Styrkbeiðni HSK, dags. 21. september 2015, vegna gerðar heimildamyndar um Landsmót UMFÍ á sambandssvæði HSK
Helgi S. Haraldsson, B-lista, vék af fundi. Bæjarráð samþykkir beiðnina. Helgi kom inn á fundinn að afgreiðslu lokinni.
6. 1509115 – Svar við fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttir, S-lista, um kostnað við að skipta um gúmmí á sparkvöllum
Lagt var fram svar við fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, fyrirspurnin var svohljóðandi: Í Sveitarfélaginu Árborg eru 5 sparkvellir/knattspyrnuvellir þar sem notað er endurunnið dekkjagúmmí. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um heilsuspillandi áhrif þess að slíkt gúmmí sé notað á slíkum völlum. Vegna þessa óska ég eftir að það verði skoðað hvað það felur í sér mikla kostnaðaraukningu að skipta út því endurunna dekkjagúmmíi, sem notað er í dag í sveitarfélaginu, í umhverfisvænt gúmmí? Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista Svarið er eftirfarandi: Markmið: Skoða kostnað við að skipta út svokölluðu ?dekkjakurli? í gervigrasvöllum fyrir gúmmí sem er ekki endurunnið úr dekkjum. Undirritaður hefur farið yfir kostnað við að skipta út svörtu gúmmíi úr gervigrasvöllum í Sveitarfélaginu Árborg og setja nýtt endurunnið gúmmí sem ekki er unnið úr dekkjum. Í Sveitarfélaginu Árborg er einn stór keppnisvöllur með gervigrasi og 4 sparkvellir. Kostnaður við að skipta út gúmmi fyrir hvern völl – Gervigrasvöllur á Selfossvelli: 23 milljónir – Þrír KSÍ sparkvellir (Eyrarbakki, Stokkseyri og Sunnulækur): 2,5 milljónir hver völlur – Sparkvöllur við Vallaskóla: 3 milljónir Samtals væru þetta um 33,5 milljónir að skipta út gúmmíi en nota áfram það gervigras sem er á völlunum. Svo má horfa til þess að allir þessir vellir eru að detta á tíma hvað varðar endingu gervigrassins. Vallaskólavöllurinn er t.d. kominn að endurnýjun og hina þarf að skoða á næstu árum. Það gæti því verið skynsamlegt að setja upp áætlun um endurnýjun og skoða þá nýjar lausnir í gervigrasi en þróunin hefur verið mikil frá því síðast var sett gervigras hér. Kostnaður við að skipta um gervigras í sparkvelli og nota nýtt kerfi er ca. 4,5 milljónir hver sparkvöllur. – Það samanstendur af 20mm foam lagi, 25mm gervigrasi sem er með silicasand fyllingu. Þessi fylling á víst að halda sér betur í vellinum og því minnka líka þrif í skólum og heima fyrir þegar dekkjakurlið hrynur af sokkum og úr skóm. Kostnaður við að skipta um gervigras í löglegum keppnisvelli og nota grátt gúmmí sem er í lagi er ca. 50 milljónir miðað við þá velli sem hafa verið lagðir núna. Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við að setja nýja gerð af gúmmíi á velli þegar þeim er viðhaldið í stað dekkjagúmmís.
7. 1509192 – Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. september 2015, um umsögn – tillaga til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að haft verði samráð við sveitarfélög sem eiga upprekstrarrétt á svæðinu og aðra hagsmuni.
8. 1509183 – Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. september 2015, um umsögn – frumvarp til laga um náttúruvernd, varúðarreglu, almannarétt, sérstaka vernd, framandi tegundir o.fl.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að skila inn umsögn.
9.
1509182 – Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. september 2015, um umsögn – frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
Lagt fram til kynningar.
10.
1509152 – Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. september 2015, um umsögn – tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026
FYRRI HLUTISEINNI HLUTI
Lagt fram til kynningar.
11.
1509135 – Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 22. september 2015, um umsögn – frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra
Lagt fram til kynningar.
12. 1510002 – Drög að samkomulagi við Laugar ehf um aðgengi að Sundhöll Selfoss
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur framkvæmdastjóra að leggja lokahönd á samninginn og undirrita hann.
Erindi til kynningar
13. 1509175 – Tilkynning um ársþing SASS sem haldið verður dagana 29. og 30. október 2015
Lagt fram til kynningar.
14. 1509122 – Kynning á ráðstefnu á vegum Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa – stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018 „Frítíminn er okkar fag“
Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.

Sandra Dís Hafþórsdóttir Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir Ásta Stefánsdóttir