20.3.2014 | 51. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 51. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

51. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 19. mars 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista. 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá 44. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

Dagskrá: 

I.          Fundargerðir til staðfestingar 

1.         a) 1401093 
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              71. fundur                                         
            https://www.arborg.is/71-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá 11. febrúar           

            b) 1401095
            Fundargerð íþrótta- menningarnefndar                     15. fundur   
            https://www.arborg.is/15-fundur-ithrotta-og-menningarnefnd/        frá 12. febrúar 

            c) 1401065
             Fundargerð fræðslunefndar                                     41. fundur       
            https://www.arborg.is/41-fundur-fraedslunefndar/                           frá 13. febrúar 

            d) 171. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá 20. febrúar
            https://www.arborg.is/171-fundur-baejarrads/ 

2.         a) 172. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 27. febrúar
            https://www.arborg.is/172-fundur-baejarrads-2/  

3.         a) 1401093
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 72. fundur
            https://www.arborg.is/72-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/    frá 26. febrúar 

            b) 173. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                              frá   6. mars
            https://www.arborg.is/173-fundur-baejarrads/ 

            Úr fundargerð bæjarráðs, til afgreiðslu:

 • liður 7, málsnr. 1402236 – Styrkbeiðni Nemendafélags FSu vegna uppsetningar leiksýningarinnar Footloose. Bæjarráð samþykkir að kaupa miða á leiksýninguna fyrir alla nemendur í 10. bekkjum grunnskóla Árborgar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við miðakaupin. 

4.         a) 174. fundur bæjarráðs ( 1401016 )                                               frá 13. mars
            https://www.arborg.is/174-fundur-baejarrads-2/ 

5.         a) 1401094             Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            44. fundur       frá 18. mars 

 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar, lið 1, málsnr. 1401093 – Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar. 

 • liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. mars, lið 13, málsnr. 1106016 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss 

  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls. 

 • liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. mars, lið 15, málsnr. 1402238 – Greining Arionbanka á fjárhag Árborgar í tengslum við möguleika til endur- og framkvæmdafjármögnunar SÁ 

                   Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.  

 •  liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 6. mars, lið 12, málsnr. 1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.  

 • liður 3 b) fundargerð bæjarráðs frá 6. mars – liður 7, málsnr. 1402236 – Styrkbeiðni Nemendafélags FSu vegna uppsetningar leiksýningarinnar Footloose. Bæjarráð samþykkir að kaupa miða á leiksýninguna fyrir alla nemendur í 10. bekkjum grunnskóla Árborgar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun, lið 05-810-9915, vegna kostnaðar við miðakaupin kr. 300.000. 

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls. 

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.  

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 4, málsnr. 1403025 – Unglingalandsmót UMFÍ 2017. 

  Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls. 

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 10, málsnr. 1402035 – Svarbréf menntamálaráðuneytisins vegna umsóknar um styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja vegna landsmóta.

Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista,  tóku til máls.

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 12, málsnr. 1305094 – Viðbygging við Grænumörk 5, aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara.

Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tóku til máls.

 • liður 4 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. mars, lið 3, málsnr. 1403024 –  Landsmót UMFÍ 50+ 2016. 

  Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls. 

 • liður 5 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. Mars, lið 5, málsnr. 1403134 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma að Austurvegi 52.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 • liður 5 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 18. mars, lið 11, málsnr. 1402072 og lið 12, málsnr. 1403135 – Umsókn um lóðina Eyraveg 1, Selfossi. 

  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.  

 • liður 5 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars – liður 16, málsnr. 1209098 – Skipulagslýsing að göngu- og hjólastíg milli Eyrarbakka og Hraunsár. Lagt er til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.

Tillaga um að skipulagslýsing að göngu- og hjólastíg milli Eyrarbakka og Hraunsár verði auglýst og kynnt var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 5 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars – liður 17, málsnr. 1302194 – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ. Lagt er til við bæjarstjórn að óskað verði heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna. 

  Tillaga um að óskað verði heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 • liður 5 a) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. mars – liður 18, málsnr. 1403236 – Breytt deiliskipulaga – íþróttavöllur. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst. 

  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. 

  Tillaga um að deiliskipulagsbreyting á íþróttavelli verði auglýst var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.      

II.        1201083
            Tillaga að breytingu á samþykkt um hundahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 440/2013 – síðari umræða

Samþykkt um hundahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

III.       1304209
            Tillaga að breytingu á samþykkt um kattahald í Sveitarfélaginu Árborg nr. 587/2009 – síðari umræða

Samþykkt um kattahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

IV.       1310127
            Breyting á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2014 – síðari umræða 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri fór yfir breytingar á gjaldskrá fyrir hundahald.           

            Gert var fundarhlé. 

            Fundi var haldið áfram. 

            Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með þeim breytingum sem lagt var til að gerðar yrðu á 6. og 7. gr. gjaldskrárinnar.   

V.        1310128
            Breyting á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2014 – síðari umræða 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.                        

            Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

VI.       1302052
            Kosning í hverfisráð Árborgar

            Fulltrúar í hverfisráð Selfoss            

            Eftirtaldir aðilar voru kosnir í hverfisráð Selfoss fram til loka kjörtímabilsins. 

            Anna Margrét Magnúsdóttir, formaður 
            Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson 
            Katrín Klemensdóttir
            Böðvar Jens Ragnarsson
            Þröstur Þorsteinsson 

   Bæjarstjórn Árborgar býður nýja aðila velkoma í hverfisráð og færir þeim aðilum sem frá hverfa þakkir fyrir vel unnin störf.  

            Kosning í hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

VII.     1305237
            Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan.

            Skýrsla frá Mannviti vegna skilgreiningar á Ölfusá sem viðtaka. 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.  

            Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að unnið verði eftir áætluninni.   

VIII.    1401004
            Endurskoðun innkaupareglna 

            Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir innkaupareglurnar.  

            Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. 

Lagt var til að vísa endurskoðun á innkaupareglum til bæjarráðs. 

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

IX.       1310155
            Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu 

            Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

X.        1403223
            Tillaga frá fulltrúum S-lista – Ályktun vegna ESB 

            Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:
            Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að skora  á Alþingi að taka til baka, tillögu til þingsályktunar, sem lögð var fram af utanríkisráðherra Gunnari Braga Sveinssyni um, að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. 

            Greinargerð: Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eigi að ráða úrslitum í svo mikilvægu máli. Undirrituð telja að hér sé um að ræða svo stórt hagsmunamál að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörðun um framhald þess. Í ljósi þeirrar staðreyndar að yfir 51.000 Íslendingar hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að sýna þjóðinni þá virðingu að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, leggjum við þessa ályktun fram.

            Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista.
            Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista. 

            Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum fulltrúa D- og B-lista, fulltrúi V-lista sat hjá. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: 

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur bæjarstjórn sent frá sér ályktanir um fjölmörg stór landsmál. Í langflestum tilvikum hafa bæjarfulltrúar allra flokka tekið undir og samþykkt þessar ályktanir, ekki síst til þess að sýna góðan samstarfsvilja og samheldni bæjarstjórnar.  Sveitarstjórnarmenn úr öllum flokkum af öllu landinu hafa á undanförnum árum farið í stórum stíl til Brussel til þess að kynna sér kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu fyrir sveitarstjórnarstigið.

Margar sveitastjórnir hafa að undanförnu verið að samþykkja ályktanir í takt við þá tillögu sem lögð er hér fram. Það eru því okkur, flutningsmönnum tillögunnar, mikil vonbrigði að tillagan skuli vera felld. Það er sjálfsagt að vekja athygli á því sem kemur fram í greinargerð sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga, en þar segir m.a að áhrif aðildar að Evrópusambandinu yrðu umtalsverð á sveitastjórnarstigið. Þó er ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um heildarávinning sveitarfélaga fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Þess vegna m.a er svo mikilvægt fyrir sveitarfélögin að aðildarviðræðum sé ekki slitið. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. 

XI.       1402226
            Tillaga frá fulltrúum S-lista – Opnari stjórnsýsla í Sveitarfélaginu Árborg 

            Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:

            Undirrituð leggja til að framvegis verði minnisblöð, fundargerðir og önnur gögn sem eru til umfjöllunar á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og fagnefnda sveitarfélagsins aðgengilegar rafrænt með fundargerðum fundanna. 

            Greinargerð:

            Það er afar mikilvægt að í Svf. Árborg sé ástunduð opin og gegnsæ stjórnsýsla þannig að allir sem áhuga hafa á geti fylgst með afgreiðslum mála og á hverju þær eru byggðar. Þrátt fyrir að fundargerðir séu aðgengilegar á vefnum þá er ekki auðvelt að átta sig á málum út frá þeim knappa stíl sem oft einkennir þær. Við eigum ávallt að stefna að því að gera stjórnsýsluna sem aðgengilegasta fyrir íbúana.

            Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.
            Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista.  

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.  

            Lagt er til að Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóri, verði falið að gera tillögu að útfærslu og reglum og leggja fyrir bæjarráð.  

            Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05

Eyþór Arnalds                                                   
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir                              
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari