22.11.2018 | 6. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 6. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


6. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.

Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

1. 1810216
            Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir Vélaverkstæði Þóris, Larsenstræti 10 og 12.

Erindi frá 13. fundi bæjarráðs frá 1. nóvember sl., liður 9 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðunum Larsenstræti 10 og 12.  Bæjarráðs samþykkir vilyrðið með tveimur atkvæðum gegn einu.

Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá. 

2. 1810215
            Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir RARIK ohf., Larsenstræti 16

Erindi frá 13. fundi bæjarráðs frá 1. nóvember sl., liður 10 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 16. Bæjarráð samþykkir vilyrðið með tveimur atkvæðum gegn einu.

Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá. 

3. 1809275
            Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir Sólningu, Larsenstræti 8

Erindi frá 14. fundi bæjarráðs frá 8. nóvember sl., liður 9 – Umsókn um vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 8. Bæjarráð samþykkti erindið með tveimur atkvæðum gegn einu.

Lagt er til við bæjarstjórn að vilyrðið verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar Egilsson og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá. 

 4. 1811024
Umsókn um stofnframlög

Umsókn Bjargs húsfélags hses um stofnframlag til leiguíbúða
Tillaga frá 15. fundi bæjarráðs frá 15. nóvember sl., liður 6 – Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn Bjargs verði samþykkt og gert verði ráð fyrir framlögum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2019.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

5. 1810083
Grenndarkynning fyrir Lambhaga 30, Selfossi
           
Tillaga frá 8. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. nóvember, liður 9 –

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynningin verði samþykkt.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

6. 1804104
            Breyting á deiliskipulagsskilmálum fyrir Urðarmóa 8, Selfossi

Tillaga frá 8. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. nóvember, liður 10 –

Lögð er fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust innan þess frests sem var veittur. Ein athugasemd barst eftir lok frestsins en efnislega laut hún ekki að breyttri þakgerð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsskilmálum er varða þakgerð að Urðarmóa 8 verði breytt í samræmi við efni grenndarkynningar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7.
1810115
            Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
           
Tillaga frá 7. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 17. október, liður 14 –
Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar leggur til við bæjarstjórn að hafist verði handa við endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030.

            Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt skipulagslögum skal nýkjörin sveitarstjórn hverju sinni meta hvort þörf sé á endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nú eru liðin 12 ár síðan ákvörðun um slíka endurskoðun var síðast tekin og því telur meirihluti Á-, B-, M- og S- lista fulla þörf á að láta fara fram endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Frá því að núverandi aðalskipulag tók gildi eftir síðustu endurskoðun hafa orðið margvíslegar breytingar sem snerta mörg svið aðalskipulagsins, jafnframt því sem fyrirsjáanlegar eru ýmsar breytingar í nánustu framtíð. Má þar nefna samfélagslegar breytingar vegna mikillar fólksfjölgunar undanfarin ár, efnahagslegar breytingar sem snerta atvinnuuppbyggingu, færslu á þjóðvegi 1 og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá, aukinna krafna varðandi umhverfismál og aukna áherslu á lýðheilsu.

Sérstaklega skal horft til gildandi þingsályktunar um Landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi 16. mars 2016 við endurskoðun á aðalskipulaginu og samræma við hana eftir því sem við á. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

8. 1703281
Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir

            Tillaga frá 14. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 14. nóvember, liður 1 –

Endurskoðað kostnaðarmat fyrir umhverfismatið. Fleiri matsþættir og rannsóknir hafa bæst við upphaflega áætlun.
Stjórnin samþykkir tilboð frá Vatnaskilum vegna vinnu við dreifilíkansreikninga.
Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að tillaga að matsáætlun vegna hreinsistöðvar fráveitu við Selfoss ásamt svörum við athugasemdum verði send til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

9. 1611240
Menntastefna Árborgar

            Tillaga frá 5. fundi fræðslunefndar frá 14. nóvember, liður 3 –

Stýrihópur leggur til að stefnan verði nefnd menntastefna Árborgar 2018-2022.
Fræðslunefnd gerði nokkrar breytingar á skjalinu og samþykkir að menntastefnan fari í lokauppsetningu og prentun. Jafnframt er stýrihópnum og öllum öðrum sem koma að þessari vinnu færðar bestu þakkir.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að menntastefnan verði samþykkt.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

10. 1809115
Uppbygging menningarsalarins í Hótel Selfoss
            Tillaga frá 3. fundi íþrótta- og menningarnefndar frá 16. október, liður 5, málsnr. 1809115 – Íþrótta- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að bæjarstjórn leggi fjármuni strax í salinn til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsnæðinu.

Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
Bæjarstjórn sveitarfélagsins Árborgar hvetur Alþingi og mennta- og menningarmálaráðherra til þess tryggja með myndarlegum hætti stuðning við menningarhúsasamning við sveitarfélagið um að ljúka gerð menningarsalar Suðurlands. Menningarsalurinn bíður í dag frágangs, óinnréttaður með hallandi gólfi, og á að geta rúmað 270 manns í sæti. Í salnum er stórt svið og gryfja fyrir hljómsveit. Menningarhús í höfuðstað Suðurlands á Selfossi mun nýtast Sunnlendingum vel og er fyllilega tímabært að þessi menningarsalur verði til staðar á svæði þar sem búa yfir tuttugu þúsund manns og gestir skipta hundruðum þúsunda árlega.

Þingmenn Sunnlendinga hafa lagt fram tillögu að þingsályktun fyrir Alþingi þar sem hvatt er til þess að frágangi salarins ljúki ekki síðar en árið 2020. Bæjarstjórn skorar á alþingismenn að styðja við þetta framfaramál.

Bæjarstjórn samþykkir að bíða með stofnun starfshóps þar til línur skýrast í fyrirætlunum ríkisins um menningarhús á Selfossi.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.

Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

11. 1811132
Gjaldskrár 2019 – fyrri umræða

Helgi S. Haraldson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir gjaldskrár og lagði til að vísa þeim til síðari umræðu. 

Gert var fundarhlé.

Fundi var framhaldið. 
a) Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2019
b) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2019
c) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2019
d) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2019
e) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2019
f) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2019
g) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2019
h) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2019
i) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2019
j) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2019
k) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2019
l) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2019
m) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna afnota af skólahúsnæði í Árborg 2019
n) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæmingu rotþróa) í Árborg 2019
o) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2019
p) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir gámasvæði Árborgar 2019
q)Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2019

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tók til máls.

Lagt var til að gjaldskrám yrði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

12. 1811159
Samþykktir og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 – fyrri umræða           

Helgi S. Haraldson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir samþykktir og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 og lagði til að vísa þeim til síðari umræðu.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

Lagt var til að vísa samþykktum og gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld 2019 til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

13. 1808140

Fjárhagsáætlun 2019 og 3ja ára áætlun – fyrri umræða

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fylgdi úr hlaði greinargerð með fjárhagsáætlun 2019 og greinargerð með 3ja ára áætlun 2020-2022.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, fylgdi úr hlaði greinargerð um fjárfestingaráætlun 2019 – 2022.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.

Lagt var til að fjárhagsáætlun fyrir 2019 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 12. desember. Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Fundargerðir til kynningar

14. 1806102
Fundargerðir bæjarráðs
a) 12. fundur frá 17. október
b) 13. fundur frá 1. nóvember
c) 14. fundur frá 8. nóvember
d) 15. fundur frá 15. nóvember           

 15. 1806174
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
a) 12. fundur frá 15. október
b) 13. fundur frá 24. október
c) 14. fundur frá 14. nóvember

16. 1806177
Fundargerð fræðslunefndar
a) 5. fundur frá 14. nóvember

–          Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 13 í fundargerð fræðslunefndar, málsnr. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.

17. 1806176
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
a) 3. fundur frá 16. október
b) 4. fundur frá 13. nóvember

–          liður a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 1 í 3. fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, málsnr. 1808119 – Menningarmánuðurinn október 2018.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

18. 1806173
Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar                
a) 7. fundur frá 17. október
b) 8. fundur frá 7. nóvember                       

Fleira ekki gert.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:55.

 

Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                       
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gísli Halldór Halldórsson
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Fjárhagsáætlun 2019-2022 fyrri umræða fjárfestingaráætlun

Greinagerð_með_Fjarhagsáætlun_2019-2022